Gönguæði grípur landann og metaðsókn hjá Ferðafélagi Íslands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júlí 2020 14:16 Íslenskir göngugarpar hafa sótt í sig veðrið í sumar. Vísir/Vilhelm Gríðarleg aðsókn hefur verið í gönguferðir á hálendi Íslands í sumar og má segja að gönguæði hafi gripið þjóðina. Sjaldan hafa jafn margar myndir af hálendi landsins prýtt samfélagsmiðla en aðsókn í göngur hefur stóraukist bæði hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum og hjá Ferðafélagi Íslands, sem bæði sjá um að skipuleggja ferðir um náttúru landsins. Að sögn Elínar Sigurveigar Sigurðardóttur hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum hafa gönguferðir yfir Fimmvörðuháls og fjórhjólaferðir verið vinsælastar. Mest aðsókn sé í dagsferðir hjá félaginu en í lengri ferðir sé aðsóknin hins vegar svipuð og síðustu ár. Annað er þó uppi hjá Ferðafélagi Íslands en aðsóknin í ferðir félagsins og skráningar í félagið hefur aldrei verið meiri í 93 ára sögu félagsins að sögn Páls Guðmundssonar, framkvæmdastjóra félagsins. View this post on Instagram Gengið yfir #fimmvörðuháls með góðum vinum A post shared by Hallvarður (@hallvardur) on Jul 12, 2020 at 4:04pm PDT „Þátttakan hefur aldrei verið meiri. Það er metaðsókn í allar ferðir hjá okkur og þær eru meira og minna allar uppseldar og við höfum bætt við sem nemur um 30 prósent af ferðum í ferðaáætlun félagsins. Þær hafa líka selst upp og runnið út,“ segir Páll. Hann segir jafnframt að nærri þúsund nýir félagar hafi skráð sig í félagið síðustu sex til átta vikurnar. Fjöldi félagsmanna fari að nálgast tíu þúsund en aldrei hafi jafn margir verið skráðir í félagið. Ein af jákvæðari hliðum Covid-ástandsins „Það er gríðarlega mikill áhugi á ferðum og til að mynda er helgina sem er fram undan, og mitt inn í þessa veðurspá sem er ekki mjög góð fyrir ferðir bæði Norðanlands, vestanlands og uppi á hálendi, þá erum við með einar tólf til fimmtán ferðir sem eru að fara af stað næstu daga. Þær eru allar vel- eða fullbókaðar.“ View this post on Instagram Það var ljúft á pallinum við Baldvinsskála á föstudag þegar göngufólk hvíldi sig fyrir seinni hluta ferðalagsins A post shared by Ferðafélag Íslands (@ferdafelagislands) on Jul 12, 2020 at 8:16am PDT „Þetta er mjög ánægjulegt og gaman að sjá. Þetta er það svið sem Ferðafélagið starfar á, er að kynna landið fyrir Íslendingum. Þetta er kannski ein af jákvæðari hliðum af þessu Covid-ástandi,“ segir Páll. View this post on Instagram Þvílíkur dýrðardagur! FÍ Alla leið á toppi tilverunnar í fyrradag #hvannadalshnúkur #fíallaleið A post shared by Ferðafélag Íslands (@ferdafelagislands) on Jun 3, 2020 at 3:37am PDT Hann segir eiginlega alla þá sem fara í göngur hjá félaginu Íslendinga eða aðila sem búsettir eru hér á landi. Lítið sé um ferðamenn og þeim sé alla jafnan vísað á ferðaskrifstofur. „Ferðafélag Íslands er áhugamannafélag sem hefur það að markmiði að kynna landið fyrir Íslendingum.“ Ferðirnar jafn fjölbreyttar og þær eru margar Ferðirnar sem boðið er upp á hjá félaginu eru mjög fjölbreyttar, bæði hvað erfiðleikastigið varðar og hvar þær eru. „Þetta er allt frá ferðum hér um göngustíga í þéttbýli og nágrenni yfir á hæstu tinda landsins og yfir á fjögurra skóa erfiðar ferðir um óbyggðir þar sem fólk er jafnvel með allt á bakinu í fimm daga,“ segir Páll en erfiðleikastig ferðanna er flokkað eftir „gönguskóm“ – það er ferðirnar eru flokkaðar í fjögur erfiðleikastig frá einum skó upp í fjóra, einn er léttastur og fjórir erfiðastur. „Þetta er mjög breiður hópur af fólki sem við erum að tala við og úrvalið af ferðum er mikið. Við erum að fara í dagsferðir, kvöldferðir, helgarferðir og svo sumarleyfisferðir,“ segir Páll. View this post on Instagram Útiveran í fallegu náttúru Íslands er svo nærandi. Krafturinn, orkan og fegurðin nærir hverja einustu frumu í kroppnum. #nature #þórsmörk #heilsa #vellíðan #healthylifestyle #hiking #iceland #goodvibes #naturelover A post shared by Sigri ður Personal Trainer (@fitbody365) on Jul 10, 2020 at 3:22am PDT Hann segir starfið hjá félaginu hafa aukist mikið á síðustu fimmtán árum en aðsókn hafi aukist ár hvert og stöðugur vöxtur verið í aðsókn. „Þá hefur verið stöðugur vöxtur og aukin þátttaka þá meðal annars ekki síst í svokölluðum fjallaverkefnum sem félagið hefur boðið upp á síðastliðin tíu ár. Þar er stór hópur, hátt í fimm- sex hundruð manns sem eru beinlínis áskrifendur að fjallgöngum.“ View this post on Instagram Á leið á hesteyri @verslunin_everest #hornstrandir #hiking #icelandisopen #westfjords #villtavestrid A post shared by Aðalsteinn Valsson (@adalsteinnvalsson) on Jul 13, 2020 at 11:11am PDT Fór úr því að vera tíska yfir í að vera lífsstíll Páll segir það auðséð að þátttakan hafi breyst úr því að vera tíska yfir í það að verða að „lífstílsbreytingu,“ eins og hann kallar það. „Á tímabili fundum við að það var í tísku að fara kannski eina góða sumarleyfisferð á ári hjá ákveðnum hópum,“ segir Páll og segir breytinguna mjög ánægjulega. „Það er mjög ánægjulegt að sjá það og samtímis höfum við bæði meðvitað og ómeðvitað séð breytingar á þátttakendum hjá okkur.“ Jafnframt hafi hópurinn yngst töluvert síðustu fimmtán árin. Meðalaldurinn hafi verið í kring um 55 til 60 ára en nú sé hann kominn niður í 45 ár og þá tekur hann ekki inn í félagsmenn í Ferðafélagi barnanna og Ferðafélagi unga fólksins. Þá séu konur einnig í meirihluta. View this post on Instagram En lille dagstur ved Landmannalaugar med udsigt til vores campsite (billede 2) og til starten på morgendagens første etape af vandreruten Laugavegur #landmannalaugar #laugavegur #laugavegurtrail #island A post shared by Signe Speedsberg Lange (@signe_speedsberg_lange) on Jul 14, 2020 at 4:58am PDT „Þær eru um sextíu prósent af öllum þátttakendum í ferðum félagsins. Konur eru almennt meira umhverfisvænar í sínum gildum í lífinu og hafa áhuga á bæði núvitund, náttúrunni og útiveru. Þetta virðast vera gildi sem eru ofar hjá konum en hjá körlum og kannski ekki óvænt að þær séu í meirihluta hjá okkur,“ segir Páll. „Þetta er allt saman mjög ánægjulegt og skemmtilegar tölur og gaman að sjá þennan mikla áhuga.“ Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Fjallamennska Tengdar fréttir Ferðalangar hvattir til þess að kynna sér veðurspár vel áður en lagt er af stað í ferðalög Ferðalangar og útivistarfólk er hvatt til þess að kynna sér veðurspár vel áður en lagt er af stað í ferðalög. Slæmt veður er til útivistar á landinu öllu næstu daga að sögn veðurfræðings og er göngufólk og fólk í tjöldum sérstaklega varað við aðstæðum á miðhálendinu þar sem gul viðvörun er í gildi. 15. júlí 2020 13:25 Lægðin stjórnar veðrinu næstu daga Lægðin sem nálgast frá Grænlandshafi mun stjórna veðrinu næstu daga og hreyfist norðaustur yfir landið á morgun og hinn. 15. júlí 2020 07:17 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Gríðarleg aðsókn hefur verið í gönguferðir á hálendi Íslands í sumar og má segja að gönguæði hafi gripið þjóðina. Sjaldan hafa jafn margar myndir af hálendi landsins prýtt samfélagsmiðla en aðsókn í göngur hefur stóraukist bæði hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum og hjá Ferðafélagi Íslands, sem bæði sjá um að skipuleggja ferðir um náttúru landsins. Að sögn Elínar Sigurveigar Sigurðardóttur hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum hafa gönguferðir yfir Fimmvörðuháls og fjórhjólaferðir verið vinsælastar. Mest aðsókn sé í dagsferðir hjá félaginu en í lengri ferðir sé aðsóknin hins vegar svipuð og síðustu ár. Annað er þó uppi hjá Ferðafélagi Íslands en aðsóknin í ferðir félagsins og skráningar í félagið hefur aldrei verið meiri í 93 ára sögu félagsins að sögn Páls Guðmundssonar, framkvæmdastjóra félagsins. View this post on Instagram Gengið yfir #fimmvörðuháls með góðum vinum A post shared by Hallvarður (@hallvardur) on Jul 12, 2020 at 4:04pm PDT „Þátttakan hefur aldrei verið meiri. Það er metaðsókn í allar ferðir hjá okkur og þær eru meira og minna allar uppseldar og við höfum bætt við sem nemur um 30 prósent af ferðum í ferðaáætlun félagsins. Þær hafa líka selst upp og runnið út,“ segir Páll. Hann segir jafnframt að nærri þúsund nýir félagar hafi skráð sig í félagið síðustu sex til átta vikurnar. Fjöldi félagsmanna fari að nálgast tíu þúsund en aldrei hafi jafn margir verið skráðir í félagið. Ein af jákvæðari hliðum Covid-ástandsins „Það er gríðarlega mikill áhugi á ferðum og til að mynda er helgina sem er fram undan, og mitt inn í þessa veðurspá sem er ekki mjög góð fyrir ferðir bæði Norðanlands, vestanlands og uppi á hálendi, þá erum við með einar tólf til fimmtán ferðir sem eru að fara af stað næstu daga. Þær eru allar vel- eða fullbókaðar.“ View this post on Instagram Það var ljúft á pallinum við Baldvinsskála á föstudag þegar göngufólk hvíldi sig fyrir seinni hluta ferðalagsins A post shared by Ferðafélag Íslands (@ferdafelagislands) on Jul 12, 2020 at 8:16am PDT „Þetta er mjög ánægjulegt og gaman að sjá. Þetta er það svið sem Ferðafélagið starfar á, er að kynna landið fyrir Íslendingum. Þetta er kannski ein af jákvæðari hliðum af þessu Covid-ástandi,“ segir Páll. View this post on Instagram Þvílíkur dýrðardagur! FÍ Alla leið á toppi tilverunnar í fyrradag #hvannadalshnúkur #fíallaleið A post shared by Ferðafélag Íslands (@ferdafelagislands) on Jun 3, 2020 at 3:37am PDT Hann segir eiginlega alla þá sem fara í göngur hjá félaginu Íslendinga eða aðila sem búsettir eru hér á landi. Lítið sé um ferðamenn og þeim sé alla jafnan vísað á ferðaskrifstofur. „Ferðafélag Íslands er áhugamannafélag sem hefur það að markmiði að kynna landið fyrir Íslendingum.“ Ferðirnar jafn fjölbreyttar og þær eru margar Ferðirnar sem boðið er upp á hjá félaginu eru mjög fjölbreyttar, bæði hvað erfiðleikastigið varðar og hvar þær eru. „Þetta er allt frá ferðum hér um göngustíga í þéttbýli og nágrenni yfir á hæstu tinda landsins og yfir á fjögurra skóa erfiðar ferðir um óbyggðir þar sem fólk er jafnvel með allt á bakinu í fimm daga,“ segir Páll en erfiðleikastig ferðanna er flokkað eftir „gönguskóm“ – það er ferðirnar eru flokkaðar í fjögur erfiðleikastig frá einum skó upp í fjóra, einn er léttastur og fjórir erfiðastur. „Þetta er mjög breiður hópur af fólki sem við erum að tala við og úrvalið af ferðum er mikið. Við erum að fara í dagsferðir, kvöldferðir, helgarferðir og svo sumarleyfisferðir,“ segir Páll. View this post on Instagram Útiveran í fallegu náttúru Íslands er svo nærandi. Krafturinn, orkan og fegurðin nærir hverja einustu frumu í kroppnum. #nature #þórsmörk #heilsa #vellíðan #healthylifestyle #hiking #iceland #goodvibes #naturelover A post shared by Sigri ður Personal Trainer (@fitbody365) on Jul 10, 2020 at 3:22am PDT Hann segir starfið hjá félaginu hafa aukist mikið á síðustu fimmtán árum en aðsókn hafi aukist ár hvert og stöðugur vöxtur verið í aðsókn. „Þá hefur verið stöðugur vöxtur og aukin þátttaka þá meðal annars ekki síst í svokölluðum fjallaverkefnum sem félagið hefur boðið upp á síðastliðin tíu ár. Þar er stór hópur, hátt í fimm- sex hundruð manns sem eru beinlínis áskrifendur að fjallgöngum.“ View this post on Instagram Á leið á hesteyri @verslunin_everest #hornstrandir #hiking #icelandisopen #westfjords #villtavestrid A post shared by Aðalsteinn Valsson (@adalsteinnvalsson) on Jul 13, 2020 at 11:11am PDT Fór úr því að vera tíska yfir í að vera lífsstíll Páll segir það auðséð að þátttakan hafi breyst úr því að vera tíska yfir í það að verða að „lífstílsbreytingu,“ eins og hann kallar það. „Á tímabili fundum við að það var í tísku að fara kannski eina góða sumarleyfisferð á ári hjá ákveðnum hópum,“ segir Páll og segir breytinguna mjög ánægjulega. „Það er mjög ánægjulegt að sjá það og samtímis höfum við bæði meðvitað og ómeðvitað séð breytingar á þátttakendum hjá okkur.“ Jafnframt hafi hópurinn yngst töluvert síðustu fimmtán árin. Meðalaldurinn hafi verið í kring um 55 til 60 ára en nú sé hann kominn niður í 45 ár og þá tekur hann ekki inn í félagsmenn í Ferðafélagi barnanna og Ferðafélagi unga fólksins. Þá séu konur einnig í meirihluta. View this post on Instagram En lille dagstur ved Landmannalaugar med udsigt til vores campsite (billede 2) og til starten på morgendagens første etape af vandreruten Laugavegur #landmannalaugar #laugavegur #laugavegurtrail #island A post shared by Signe Speedsberg Lange (@signe_speedsberg_lange) on Jul 14, 2020 at 4:58am PDT „Þær eru um sextíu prósent af öllum þátttakendum í ferðum félagsins. Konur eru almennt meira umhverfisvænar í sínum gildum í lífinu og hafa áhuga á bæði núvitund, náttúrunni og útiveru. Þetta virðast vera gildi sem eru ofar hjá konum en hjá körlum og kannski ekki óvænt að þær séu í meirihluta hjá okkur,“ segir Páll. „Þetta er allt saman mjög ánægjulegt og skemmtilegar tölur og gaman að sjá þennan mikla áhuga.“
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Fjallamennska Tengdar fréttir Ferðalangar hvattir til þess að kynna sér veðurspár vel áður en lagt er af stað í ferðalög Ferðalangar og útivistarfólk er hvatt til þess að kynna sér veðurspár vel áður en lagt er af stað í ferðalög. Slæmt veður er til útivistar á landinu öllu næstu daga að sögn veðurfræðings og er göngufólk og fólk í tjöldum sérstaklega varað við aðstæðum á miðhálendinu þar sem gul viðvörun er í gildi. 15. júlí 2020 13:25 Lægðin stjórnar veðrinu næstu daga Lægðin sem nálgast frá Grænlandshafi mun stjórna veðrinu næstu daga og hreyfist norðaustur yfir landið á morgun og hinn. 15. júlí 2020 07:17 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Ferðalangar hvattir til þess að kynna sér veðurspár vel áður en lagt er af stað í ferðalög Ferðalangar og útivistarfólk er hvatt til þess að kynna sér veðurspár vel áður en lagt er af stað í ferðalög. Slæmt veður er til útivistar á landinu öllu næstu daga að sögn veðurfræðings og er göngufólk og fólk í tjöldum sérstaklega varað við aðstæðum á miðhálendinu þar sem gul viðvörun er í gildi. 15. júlí 2020 13:25
Lægðin stjórnar veðrinu næstu daga Lægðin sem nálgast frá Grænlandshafi mun stjórna veðrinu næstu daga og hreyfist norðaustur yfir landið á morgun og hinn. 15. júlí 2020 07:17