Minnkandi frjósemi áhyggjuefni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júlí 2020 10:46 Minnkandi frjósemi er mikið áhyggjuefni samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var á dögunum. Getty Minnkandi fæðingatíðni mun leiða til þess að íbúafjöldi allra landa í heiminum mun minnka í lok aldarinnar. Þá mun íbúafjöldi 23 landa verða helmingi minni en hann er nú um næstu aldamót – þar á meðal á Spáni og í Japan samkvæmt nýrri rannsókn Institute for Health Metrics hjá háskólanum í Washington sem birt var í læknatímaritinu Lancet. Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á samfélög að sögn rannsakenda og segja þeir að fjöldi barna sem munu fæðast á hverju ári verði jafn mikill og fjöldi þeirra sem verða áttræðir ár hvert. Barngildi – það er, meðalfjöldi barna sem kona fæðir yfir lífsleiðina – fer hríðfallandi. Ef fjöldi barna sem konur eignast verður minni en að meðaltali 2,1 börn mun íbúafjöldi fara minnkandi. Árið 1950 eignuðust konur að meðaltali 4,7 börn yfir ævina. Samkvæmt rannsókninni var barngildi kvenna árið 2017 orðið 2,4 börn og árið 2100 mun það verða um 1,7 börn. Ef þetta stenst mun íbúafjöldi heimsins verða mestur í kring um árið 2064 en þeir spá fyrir að þá verði um 9,7 milljarðar í heiminum áður en íbúafjöldinn mun hrynja í lok aldarinnar og verða um 8,8 milljarðar um aldamótin. Rannsóknin segir ástæðuna vera þá að fleiri konur sæki sér nú menntunar og fari svo út á vinnumarkaðinn, auk þess sem getnaðarvarnir eru aðgengilegri og fyrir vikið eignist konur færri börn. Hvaða lönd verða fyrir mestum áhrifum? Því er spáð að íbúafjöldi Japan hafi náð hámarki árið 2017 með um 128 milljón íbúum og muni fjöldinn hríðfalla í 53 milljónir fyrir lok aldarinnar. Þá mun Ítalía einnig verða fyrir miklum áhrifum – fara úr 61 milljón íbúa í 28 milljónir á sama tíma. Þetta eru tvö þeirra 23 landa sem talin eru í hópi þeirra þar sem íbúafjöldi mun verða helmingi minni í lok aldarinnar. Meðal þeirra eru einnig Spánn, Portúgal, Taíland og Suður-Kórea. Þá er talið að Kína – sem er fjölmennasta land heimsins – muni ná hámarki íbúafjölda eftir fjögur ár með 1,4 milljarða íbúa og hrynja niður í 732 milljónir um aldamótin. Indland muni taka við keflinu sem fjölmennasta land heims. Því er einnig spáð að Bretland muni ná hámarki árið 2063 með 75 milljónir íbúa og muni þeim fækka niður í 71 milljón um aldamót. Vandamálið mun hins vegar hafa áhrif á allan heiminn, og mun barngildi 183 af 195 löndum heimsins verða undir því gildi sem til þarf til að stemma stigu við minnkandi íbúafjölda. Hvers vegna er þetta vandamál? Að sögn rannsakenda gætu margir hugsað með sér að þetta sé jákvæð þróun, þá sérstaklega ef hugað er að loftslagsmálum þar sem minnkandi íbúafjöldi muni leiða til minnkandi kolefnisútblásturs. Það sé hins vegar neikvætt að meðalaldur íbúanna verður hærri. Gamalt fólk verði mun fleira en ungt. Rannsóknin spáir því fyrir að börn undir fimm ára aldri muni falla úr því að verða 681 milljónir árið 2017 niður í 401 milljón um aldamótin. Þá muni fjöldi þeirra sem verða yfir áttræðu hækka úr 141 milljón árið 2017 í 866 milljónir um aldamótin. Christopher Murray, prófessor og einn rannsakenda, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að það muni leiða til mikilla samfélagsbreytinga. Það valdi honum miklum áhyggjum. Hann kastar fram þessum spurningum: Hver greiðir skatta í heimi þar sem fólk er að meðaltali mun eldra? Hver mun greiða fyrir heilbrigðisþjónustu aldraðra? Hver hlynnir að öldruðum? Mun fólk enn geta sest í helgan stein? Börn og uppeldi Frjósemi Vísindi Tengdar fréttir Góð viðbrögð við íslenska sæðisbankanum Helga Sól Ólafsdóttir var gestur í öðrum þætti af hlaðvarpinu Kviknar og ræddi þar meðal annars um kynfrumugjöf einstaklinga og nýlega opnaðan sæðisbanka hér á landi. 9. mars 2020 10:00 „Allir eiga að ganga með smokkinn“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að grettistak þurfi til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt. Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar makamála notar aðeins helmingur verjur við skyndikynni. 7. febrúar 2020 09:30 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Minnkandi fæðingatíðni mun leiða til þess að íbúafjöldi allra landa í heiminum mun minnka í lok aldarinnar. Þá mun íbúafjöldi 23 landa verða helmingi minni en hann er nú um næstu aldamót – þar á meðal á Spáni og í Japan samkvæmt nýrri rannsókn Institute for Health Metrics hjá háskólanum í Washington sem birt var í læknatímaritinu Lancet. Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á samfélög að sögn rannsakenda og segja þeir að fjöldi barna sem munu fæðast á hverju ári verði jafn mikill og fjöldi þeirra sem verða áttræðir ár hvert. Barngildi – það er, meðalfjöldi barna sem kona fæðir yfir lífsleiðina – fer hríðfallandi. Ef fjöldi barna sem konur eignast verður minni en að meðaltali 2,1 börn mun íbúafjöldi fara minnkandi. Árið 1950 eignuðust konur að meðaltali 4,7 börn yfir ævina. Samkvæmt rannsókninni var barngildi kvenna árið 2017 orðið 2,4 börn og árið 2100 mun það verða um 1,7 börn. Ef þetta stenst mun íbúafjöldi heimsins verða mestur í kring um árið 2064 en þeir spá fyrir að þá verði um 9,7 milljarðar í heiminum áður en íbúafjöldinn mun hrynja í lok aldarinnar og verða um 8,8 milljarðar um aldamótin. Rannsóknin segir ástæðuna vera þá að fleiri konur sæki sér nú menntunar og fari svo út á vinnumarkaðinn, auk þess sem getnaðarvarnir eru aðgengilegri og fyrir vikið eignist konur færri börn. Hvaða lönd verða fyrir mestum áhrifum? Því er spáð að íbúafjöldi Japan hafi náð hámarki árið 2017 með um 128 milljón íbúum og muni fjöldinn hríðfalla í 53 milljónir fyrir lok aldarinnar. Þá mun Ítalía einnig verða fyrir miklum áhrifum – fara úr 61 milljón íbúa í 28 milljónir á sama tíma. Þetta eru tvö þeirra 23 landa sem talin eru í hópi þeirra þar sem íbúafjöldi mun verða helmingi minni í lok aldarinnar. Meðal þeirra eru einnig Spánn, Portúgal, Taíland og Suður-Kórea. Þá er talið að Kína – sem er fjölmennasta land heimsins – muni ná hámarki íbúafjölda eftir fjögur ár með 1,4 milljarða íbúa og hrynja niður í 732 milljónir um aldamótin. Indland muni taka við keflinu sem fjölmennasta land heims. Því er einnig spáð að Bretland muni ná hámarki árið 2063 með 75 milljónir íbúa og muni þeim fækka niður í 71 milljón um aldamót. Vandamálið mun hins vegar hafa áhrif á allan heiminn, og mun barngildi 183 af 195 löndum heimsins verða undir því gildi sem til þarf til að stemma stigu við minnkandi íbúafjölda. Hvers vegna er þetta vandamál? Að sögn rannsakenda gætu margir hugsað með sér að þetta sé jákvæð þróun, þá sérstaklega ef hugað er að loftslagsmálum þar sem minnkandi íbúafjöldi muni leiða til minnkandi kolefnisútblásturs. Það sé hins vegar neikvætt að meðalaldur íbúanna verður hærri. Gamalt fólk verði mun fleira en ungt. Rannsóknin spáir því fyrir að börn undir fimm ára aldri muni falla úr því að verða 681 milljónir árið 2017 niður í 401 milljón um aldamótin. Þá muni fjöldi þeirra sem verða yfir áttræðu hækka úr 141 milljón árið 2017 í 866 milljónir um aldamótin. Christopher Murray, prófessor og einn rannsakenda, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að það muni leiða til mikilla samfélagsbreytinga. Það valdi honum miklum áhyggjum. Hann kastar fram þessum spurningum: Hver greiðir skatta í heimi þar sem fólk er að meðaltali mun eldra? Hver mun greiða fyrir heilbrigðisþjónustu aldraðra? Hver hlynnir að öldruðum? Mun fólk enn geta sest í helgan stein?
Börn og uppeldi Frjósemi Vísindi Tengdar fréttir Góð viðbrögð við íslenska sæðisbankanum Helga Sól Ólafsdóttir var gestur í öðrum þætti af hlaðvarpinu Kviknar og ræddi þar meðal annars um kynfrumugjöf einstaklinga og nýlega opnaðan sæðisbanka hér á landi. 9. mars 2020 10:00 „Allir eiga að ganga með smokkinn“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að grettistak þurfi til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt. Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar makamála notar aðeins helmingur verjur við skyndikynni. 7. febrúar 2020 09:30 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Góð viðbrögð við íslenska sæðisbankanum Helga Sól Ólafsdóttir var gestur í öðrum þætti af hlaðvarpinu Kviknar og ræddi þar meðal annars um kynfrumugjöf einstaklinga og nýlega opnaðan sæðisbanka hér á landi. 9. mars 2020 10:00
„Allir eiga að ganga með smokkinn“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að grettistak þurfi til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt. Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar makamála notar aðeins helmingur verjur við skyndikynni. 7. febrúar 2020 09:30