Borgarstjóri Seúl hafði verið sakaður um kynferðislega áreitni Sylvía Hall skrifar 13. júlí 2020 08:16 Borgarstjórinn fannst látinn í síðustu viku. Vísir/Getty Park Won-soon, borgarstjóri suðurkóresku höfuðborgarinnar Seúl, hafði verið sakaður um kynferðislega áreitni af fyrrverandi ritara sínum. Áreitnin á að hafa staðið yfir í um fjögur ár og hafði ritarinn tilkynnt hana til lögreglu degi áður en Won-soon fannst látinn. Yfirvöld í Seúl lýstu eftir borgarstjóranum þegar hann skilaði sér ekki til vinnu á fimmtudag. Hafði hann skilið eftir torræð skilaboð áður en hann yfirgaf heimili sitt um morguninn, en hann hafði ekki mætt til vinnu daginn áður vegna veikinda. Staðarmiðlar hafa greint frá því að skilaboðin hljómuðu frekar eins og erfðaskrá og var því fljótlega talið líklegt að um sjálfsvíg væri að ræða. Hann fannst svo látinn í norðurhluta borgarinnar sama dag. Á blaðamannafundi á mánudag greindu lögmenn ritarans frá áreitni borgarstjórans. Sögðu þeir hann hafa áreitt hana í fjögur ár, sent henni myndir af sér á nærfötunum og kallað hana á skrifstofu sína til þess að biðja hana um að faðma sig. Áreitið hafi svo haldið áfram þrátt fyrir að hún hafi beðið um flutning milli deilda innan ráðhússins. Hún segist hafa óskað eftir aðstoð í ráðhúsinu þar sem hún starfaði, en ábendingar hennar hafi verið hundsaðar. Hún sjái eftir því í dag að hafa ekki tilkynnt borgarstjórann um leið og áreitnin hófst. Jarðarför borgarstjórans mun standa yfir í fimm daga og verður sýnd í beinni útsendingu. Undirskriftum hefur verið safnað til þess að mótmæla því að jarðarförin verði svo löng og hátíðleg og hafa yfir 560 þúsund skrifað undir. Won-soon var 64 ára gamall og hafði verið borgarstjóri frá árinu 2011. Hann naut mikilla vinsælda og var talinn líklegur frambjóðandi í forsetakosningunum sem fara fram árið 2022, en hann er meðlimur Lýðræðisflokksins líkt og Moon Jae-in, forseti landsins. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Suður-Kórea MeToo Tengdar fréttir Lýst eftir borgarstjóra Seúl Lögregla leitar nú að hinum 64 ára gamla Park Won-soon borgarstjóra suður-kóresku höfuðborgarinnar Seúl en hann mætti ekki til vinnu í ráðhúsinu í morgun. 9. júlí 2020 13:35 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Sjá meira
Park Won-soon, borgarstjóri suðurkóresku höfuðborgarinnar Seúl, hafði verið sakaður um kynferðislega áreitni af fyrrverandi ritara sínum. Áreitnin á að hafa staðið yfir í um fjögur ár og hafði ritarinn tilkynnt hana til lögreglu degi áður en Won-soon fannst látinn. Yfirvöld í Seúl lýstu eftir borgarstjóranum þegar hann skilaði sér ekki til vinnu á fimmtudag. Hafði hann skilið eftir torræð skilaboð áður en hann yfirgaf heimili sitt um morguninn, en hann hafði ekki mætt til vinnu daginn áður vegna veikinda. Staðarmiðlar hafa greint frá því að skilaboðin hljómuðu frekar eins og erfðaskrá og var því fljótlega talið líklegt að um sjálfsvíg væri að ræða. Hann fannst svo látinn í norðurhluta borgarinnar sama dag. Á blaðamannafundi á mánudag greindu lögmenn ritarans frá áreitni borgarstjórans. Sögðu þeir hann hafa áreitt hana í fjögur ár, sent henni myndir af sér á nærfötunum og kallað hana á skrifstofu sína til þess að biðja hana um að faðma sig. Áreitið hafi svo haldið áfram þrátt fyrir að hún hafi beðið um flutning milli deilda innan ráðhússins. Hún segist hafa óskað eftir aðstoð í ráðhúsinu þar sem hún starfaði, en ábendingar hennar hafi verið hundsaðar. Hún sjái eftir því í dag að hafa ekki tilkynnt borgarstjórann um leið og áreitnin hófst. Jarðarför borgarstjórans mun standa yfir í fimm daga og verður sýnd í beinni útsendingu. Undirskriftum hefur verið safnað til þess að mótmæla því að jarðarförin verði svo löng og hátíðleg og hafa yfir 560 þúsund skrifað undir. Won-soon var 64 ára gamall og hafði verið borgarstjóri frá árinu 2011. Hann naut mikilla vinsælda og var talinn líklegur frambjóðandi í forsetakosningunum sem fara fram árið 2022, en hann er meðlimur Lýðræðisflokksins líkt og Moon Jae-in, forseti landsins. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Suður-Kórea MeToo Tengdar fréttir Lýst eftir borgarstjóra Seúl Lögregla leitar nú að hinum 64 ára gamla Park Won-soon borgarstjóra suður-kóresku höfuðborgarinnar Seúl en hann mætti ekki til vinnu í ráðhúsinu í morgun. 9. júlí 2020 13:35 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Sjá meira
Lýst eftir borgarstjóra Seúl Lögregla leitar nú að hinum 64 ára gamla Park Won-soon borgarstjóra suður-kóresku höfuðborgarinnar Seúl en hann mætti ekki til vinnu í ráðhúsinu í morgun. 9. júlí 2020 13:35