Varnarmálaráðherrann segist hafa fengið að vita af verðlaunafé settu til höfuðs hermanna Andri Eysteinsson skrifar 10. júlí 2020 08:11 Varnarmálaráðherrann Esper staðfesti að upplýsingar um verðlaunafé hafi komið inn á hans borð. Getty/Alex Wong Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segist hafa verið upplýstur um verðlaunafé til höfuðs Bandaríkjamönnum sem rússneskir hermenn hétu talibönum í Afganistan. Virðist ráðherrann því hafa staðfest sannleiksgildi málsins sem Bandaríkjaforseti hefur kallað bull og vitleysu. Fréttir þess efnis að rússneska herleyniþjónustan GRU hafi heitið talibönum verðlaunafé fyrir árásir á breska og bandaríska hermenn hafa valdið titringi í Washington. New York Times greindi frá því í síðasta mánuði að bandaríska leyniþjónustan hafi komist að þessu og upplýst ríkisstjórnina um málið. Bandaríkjaforseti kveðst ekki hafa fengið upplýsingar um verðlaunaféð en AP fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að embættismenn hafi vitað af greiðslunum í mars 2019. Trump forseti hefur þó dregið fréttaflutninginn í efa og er því haldið fram að hann hefi aldrei verið upplýstur um málið. Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, var látinn sitja undir spurningum sem sneru að þessu máli á fundi með þingnefnd. Eftir að hafa fengið spurningu frá repúblikananum Mike Turner um hvort að hann hafi verið upplýstur um að verðlaunagreiðslur (e. Bounty) hefðu verið settar til höfuðs bandarískum hermönnum svaraði hann neitandi. Hann minnti ekki til þess að hafa heyrt slíkt á upplýsingafundum. Nokkru seinna þegar hann var spurður keimlíkrar spurningar frá demókrata svaraði hann þó játandi. Hann sagðist þá hafa svarað spurningu Turner neitandi vegna þess að orðið verðlaunagreiðsla (e. Bounty) var ekki notað. Hann hafi þó séð upplýsingaskýrslu frá leyniþjónustunni um málið í febrúar síðastliðnum en bætti við að hershöfðingjar hafi ekki talið upplýsingarnar áreiðanlegar. CNN greinir frá því að ráðherrann hafi lítið vilja tjá sig frekar um málið. Esper sagði þó að bandarísk yfirvöld væru að rannsaka ásakanirnar á hendur Rússum og það gerði hershöfðinginn Mark Milley líka. „Við munum komast að því hvort þetta sé satt eður ei. Ef þetta er satt þá munum við bregðast við,“ sagði Milley. Þó að Esper hafi viljað gera minna úr upplýsingunum en stjórnarandstæðinga vestra þykir það ljóst að orð hans eru í nokkurri andstöðu við það sem forseti Bandaríkjanna hefur sagt um málið en hann hefur meðal annars velt því upp að hugsanlegt verðlaunafé Rússa væru falsfréttir sem runnar væru undan rifjum andstæðinga sinna úr röðum Demókrataflokksins. Bandaríkin Rússland Donald Trump Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Sjá meira
Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segist hafa verið upplýstur um verðlaunafé til höfuðs Bandaríkjamönnum sem rússneskir hermenn hétu talibönum í Afganistan. Virðist ráðherrann því hafa staðfest sannleiksgildi málsins sem Bandaríkjaforseti hefur kallað bull og vitleysu. Fréttir þess efnis að rússneska herleyniþjónustan GRU hafi heitið talibönum verðlaunafé fyrir árásir á breska og bandaríska hermenn hafa valdið titringi í Washington. New York Times greindi frá því í síðasta mánuði að bandaríska leyniþjónustan hafi komist að þessu og upplýst ríkisstjórnina um málið. Bandaríkjaforseti kveðst ekki hafa fengið upplýsingar um verðlaunaféð en AP fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að embættismenn hafi vitað af greiðslunum í mars 2019. Trump forseti hefur þó dregið fréttaflutninginn í efa og er því haldið fram að hann hefi aldrei verið upplýstur um málið. Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, var látinn sitja undir spurningum sem sneru að þessu máli á fundi með þingnefnd. Eftir að hafa fengið spurningu frá repúblikananum Mike Turner um hvort að hann hafi verið upplýstur um að verðlaunagreiðslur (e. Bounty) hefðu verið settar til höfuðs bandarískum hermönnum svaraði hann neitandi. Hann minnti ekki til þess að hafa heyrt slíkt á upplýsingafundum. Nokkru seinna þegar hann var spurður keimlíkrar spurningar frá demókrata svaraði hann þó játandi. Hann sagðist þá hafa svarað spurningu Turner neitandi vegna þess að orðið verðlaunagreiðsla (e. Bounty) var ekki notað. Hann hafi þó séð upplýsingaskýrslu frá leyniþjónustunni um málið í febrúar síðastliðnum en bætti við að hershöfðingjar hafi ekki talið upplýsingarnar áreiðanlegar. CNN greinir frá því að ráðherrann hafi lítið vilja tjá sig frekar um málið. Esper sagði þó að bandarísk yfirvöld væru að rannsaka ásakanirnar á hendur Rússum og það gerði hershöfðinginn Mark Milley líka. „Við munum komast að því hvort þetta sé satt eður ei. Ef þetta er satt þá munum við bregðast við,“ sagði Milley. Þó að Esper hafi viljað gera minna úr upplýsingunum en stjórnarandstæðinga vestra þykir það ljóst að orð hans eru í nokkurri andstöðu við það sem forseti Bandaríkjanna hefur sagt um málið en hann hefur meðal annars velt því upp að hugsanlegt verðlaunafé Rússa væru falsfréttir sem runnar væru undan rifjum andstæðinga sinna úr röðum Demókrataflokksins.
Bandaríkin Rússland Donald Trump Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Sjá meira