Vernda simpansa með störf Goodall að leiðarljósi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. júlí 2020 19:00 Afrískir simpansar njóta enn góðs af störfum Jane Goodall, frumkvöðulsins sem ferðaðist til Afríku fyrir sextíu árum til þess að rannsaka þessa náfrændur mannsins. Jane Goodall er nú orðin 86 ára gömul en á síðustu öld ferðaðist þessi Englendingur, sem alla jafna er talinn fremsti simpansasérfræðingur heims, til Afríku. Þar rannsakaði hún mannapana, vingaðist við þá og verndaði. Enn í dag hafa sérfræðingar í Úganda störf Goodall að leiðarljósi. Þessir simpansar sem hér má sjá eru munaðarlausir en búa nú með góðum vinum í simpansaathvarfi á Ngamba-eyju í miðju Viktoríuvatni. Regnskógur þekur eyjuna og simpansarnir geta fengið að búa þarna við náttúrulegar aðstæður, í friði frá veiðiþjófum og öðrum sem gætu viljað þeim illt. Paul Nyenje er einn starfsmanna athvarfsins. Hann segir engan verða ríkan á þessari vinnu. Hún sé þó afar gefandi. „Við vinnum hérna af því við elskum þessi dýr. Ef ekki væri fyrir þessa ást værum við ekki á eyjunni. Þetta er eitthvað sem ég Jane Goodall kenndi mér. Þegar þú gerir eitthvað áttu að gera það af öllu hjarta. Að sögn Nyenje eru helstu hætturnar sem simpansar standa frammi fyrir veiðar og eyðing kjörlendis. Þar spilar skógarhögg afar stórt hlutverk. Hann segir sömuleiðis að kórónuveirufaraldurinn hafi bitnað á athvarfinu, enda tapi það töluverðum tekjum nú þegar engir eru ferðamennirnir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Úganda Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira
Afrískir simpansar njóta enn góðs af störfum Jane Goodall, frumkvöðulsins sem ferðaðist til Afríku fyrir sextíu árum til þess að rannsaka þessa náfrændur mannsins. Jane Goodall er nú orðin 86 ára gömul en á síðustu öld ferðaðist þessi Englendingur, sem alla jafna er talinn fremsti simpansasérfræðingur heims, til Afríku. Þar rannsakaði hún mannapana, vingaðist við þá og verndaði. Enn í dag hafa sérfræðingar í Úganda störf Goodall að leiðarljósi. Þessir simpansar sem hér má sjá eru munaðarlausir en búa nú með góðum vinum í simpansaathvarfi á Ngamba-eyju í miðju Viktoríuvatni. Regnskógur þekur eyjuna og simpansarnir geta fengið að búa þarna við náttúrulegar aðstæður, í friði frá veiðiþjófum og öðrum sem gætu viljað þeim illt. Paul Nyenje er einn starfsmanna athvarfsins. Hann segir engan verða ríkan á þessari vinnu. Hún sé þó afar gefandi. „Við vinnum hérna af því við elskum þessi dýr. Ef ekki væri fyrir þessa ást værum við ekki á eyjunni. Þetta er eitthvað sem ég Jane Goodall kenndi mér. Þegar þú gerir eitthvað áttu að gera það af öllu hjarta. Að sögn Nyenje eru helstu hætturnar sem simpansar standa frammi fyrir veiðar og eyðing kjörlendis. Þar spilar skógarhögg afar stórt hlutverk. Hann segir sömuleiðis að kórónuveirufaraldurinn hafi bitnað á athvarfinu, enda tapi það töluverðum tekjum nú þegar engir eru ferðamennirnir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Úganda Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira