Esau kannast ekki við spillingu í ráðherratíð sinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2020 13:51 Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu. Twitter/The Namibian Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, þvertekur fyrir að hafa nýtt sér ráðherrastöðu sína til þess að hagnast persónulega. Hvorki hann né tengdasonur hans, Tamson Hatuikulipi, hyggjast bera vitni eða kalla til vitni máli þeirra til stuðnings í dómsmáli yfirvalda í Namibíu gegn þeim í tengslum við ásakanir sem fyrst komu fram í umfjöllun um Samherjaskjölin svokölluðu. Namibíski fjölmiðillin New Era Live greinir frá. Þeim Esau, Hatuikulipi, Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor og Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Namgomar, er meðal annars gefið að sök að hafa þegið hið minnsta 103,6 milljónir namibíudala í mútur frá félögum tengdum Samherja, í skiptum fyrir aðgang að gjöfulum fiskimiðum Namibíu. Málið er nú rekið fyrir dómstólum í Namibíu og í dag lögðu þeir Esau og Hatuikulipi fram eiðsvarna yfirlýsingu sem lesinn var upp í dómsal. Þar sakar Esau Spillingarlögregluna í Namibíu um að útmála hann sem sökudólginn í málinu þegar yfirvöld ættu í raun að vera að eltast við lögfræðinga sem hafi þegið peninga frá Fishcor og gangi nú lausir. Esau og Hatuikulipi óskuðu eftir því að dómari myndi láta þá lausa gegn tryggingu og segist Esau vera reiðubúinn til þess að leggja nær allar sínar eignir fram sem tryggingu. Þá muni hann skila inn vegabréfi sínu, ekki skipta sér af rannsókn málsins og mæta reglulega á lögreglustöðina í Omaheke til þess að sýna fram á að hann sé ekki á leiðinni úr landi. Í yfirlýsingunni segir að það sé ekkert nema „goðsögn“ að hann hafi nýtt sér stöðu sína sem ráðherra til þess að hagnast persónulega og að ásakanir um slíkt séu ekkert nema tilraunir til þess að ata nafn hans auri. Sagði hann enga spillingu hafa viðgengist í ráðherratíð hans, hvað þá peningaþvætti eða fjársvik af neinu tagi. Saksóknarar leggjast gegn því að Esau verði látinn laus gegn tryggingu og vilja þeir gjarnan fá að spyrja Esau spjörunum úr í dómsal, eitthvað sem er ólíklegt þar sem bæði Esay og Hatuikulipi segjast ekki ætla að bera vitni né kalla til vitni við málsmeðferðina. Óttast saksóknararnir að þeir félagar muni reyna að flýja land eða að þeir muni reyna að hafa áhrif á rannsókn málsins. Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, þvertekur fyrir að hafa nýtt sér ráðherrastöðu sína til þess að hagnast persónulega. Hvorki hann né tengdasonur hans, Tamson Hatuikulipi, hyggjast bera vitni eða kalla til vitni máli þeirra til stuðnings í dómsmáli yfirvalda í Namibíu gegn þeim í tengslum við ásakanir sem fyrst komu fram í umfjöllun um Samherjaskjölin svokölluðu. Namibíski fjölmiðillin New Era Live greinir frá. Þeim Esau, Hatuikulipi, Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor og Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Namgomar, er meðal annars gefið að sök að hafa þegið hið minnsta 103,6 milljónir namibíudala í mútur frá félögum tengdum Samherja, í skiptum fyrir aðgang að gjöfulum fiskimiðum Namibíu. Málið er nú rekið fyrir dómstólum í Namibíu og í dag lögðu þeir Esau og Hatuikulipi fram eiðsvarna yfirlýsingu sem lesinn var upp í dómsal. Þar sakar Esau Spillingarlögregluna í Namibíu um að útmála hann sem sökudólginn í málinu þegar yfirvöld ættu í raun að vera að eltast við lögfræðinga sem hafi þegið peninga frá Fishcor og gangi nú lausir. Esau og Hatuikulipi óskuðu eftir því að dómari myndi láta þá lausa gegn tryggingu og segist Esau vera reiðubúinn til þess að leggja nær allar sínar eignir fram sem tryggingu. Þá muni hann skila inn vegabréfi sínu, ekki skipta sér af rannsókn málsins og mæta reglulega á lögreglustöðina í Omaheke til þess að sýna fram á að hann sé ekki á leiðinni úr landi. Í yfirlýsingunni segir að það sé ekkert nema „goðsögn“ að hann hafi nýtt sér stöðu sína sem ráðherra til þess að hagnast persónulega og að ásakanir um slíkt séu ekkert nema tilraunir til þess að ata nafn hans auri. Sagði hann enga spillingu hafa viðgengist í ráðherratíð hans, hvað þá peningaþvætti eða fjársvik af neinu tagi. Saksóknarar leggjast gegn því að Esau verði látinn laus gegn tryggingu og vilja þeir gjarnan fá að spyrja Esau spjörunum úr í dómsal, eitthvað sem er ólíklegt þar sem bæði Esay og Hatuikulipi segjast ekki ætla að bera vitni né kalla til vitni við málsmeðferðina. Óttast saksóknararnir að þeir félagar muni reyna að flýja land eða að þeir muni reyna að hafa áhrif á rannsókn málsins.
Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira