Boris Johnson hætti að skipta sér af málefnum Hong Kong Atli Ísleifsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 2. júlí 2020 08:16 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur opnað á möguleika fyrir hluta íbúa Hong Kong að flytjast til Bretlands og eiga möguleika á að sækja um ríkisborgararétt þegar fram í sækir. Getty Kínversk stjórnvöld hafa beðið Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að hætta að skipta sér af málefnum Hong Kong. Ríkisstjórn Johnsons hefur boðið rúmlega 2,9 milljónum íbúa Hong Kong að flytja til Bretlands. Sky News segir frá þessu en breski forsætisráðherrann ákvað að bjóða íbúunum möguleika á ríkisborgararétti eftir að ný og umdeild öryggislög tóku gildi í Hong Kong í gær. Hann segir lögin vera alvarlegt og augljóst brot á samningnum sem Bretland gerði við Kína árið 1997 um að íbúum Hong Kong yrði áfram tryggð réttindi og frelsi með stefnunni „eitt ríki – tvö kerfi“. Í yfirlýsingu sem sendiherra Kína í Lundúnum sendi frá sér í morgun kom fram að kínversk stjórnvöld legðust alfarið gegn útspili Johnsons og sögðu það brot á alþjóðalögum. Johnson opnaði á að 350 þúsund íbúar í Hong Kong, sem eru nú þegar með breskt vegabréf, og 2,6 milljónir manna til viðbótar sem til greina kæmu, myndu geta flust til Bretlands í fimm ár og síðar sótt um ríkisborgararétt. Milljónir íbúa Hong Kong eru nú þegar með sérstaka gerð bresks vegabréfs sem heimilar ferðalög til Bretlands án áritunar í allt að sex mánaði. Verður þeim samkvæmt nýrri áætlun breskra stjórnvalda heimilt að vera lengur í Bretlandi, bæði til að vinna eða stunda nám, í allt að fimm ár. Að þeim árum loknum myndi viðkomandi frá búsetuheimild og ári síðar sótt um ríkisborgararétt. Bretland Kína Hong Kong Tengdar fréttir Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05 Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Kínversk stjórnvöld hafa beðið Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að hætta að skipta sér af málefnum Hong Kong. Ríkisstjórn Johnsons hefur boðið rúmlega 2,9 milljónum íbúa Hong Kong að flytja til Bretlands. Sky News segir frá þessu en breski forsætisráðherrann ákvað að bjóða íbúunum möguleika á ríkisborgararétti eftir að ný og umdeild öryggislög tóku gildi í Hong Kong í gær. Hann segir lögin vera alvarlegt og augljóst brot á samningnum sem Bretland gerði við Kína árið 1997 um að íbúum Hong Kong yrði áfram tryggð réttindi og frelsi með stefnunni „eitt ríki – tvö kerfi“. Í yfirlýsingu sem sendiherra Kína í Lundúnum sendi frá sér í morgun kom fram að kínversk stjórnvöld legðust alfarið gegn útspili Johnsons og sögðu það brot á alþjóðalögum. Johnson opnaði á að 350 þúsund íbúar í Hong Kong, sem eru nú þegar með breskt vegabréf, og 2,6 milljónir manna til viðbótar sem til greina kæmu, myndu geta flust til Bretlands í fimm ár og síðar sótt um ríkisborgararétt. Milljónir íbúa Hong Kong eru nú þegar með sérstaka gerð bresks vegabréfs sem heimilar ferðalög til Bretlands án áritunar í allt að sex mánaði. Verður þeim samkvæmt nýrri áætlun breskra stjórnvalda heimilt að vera lengur í Bretlandi, bæði til að vinna eða stunda nám, í allt að fimm ár. Að þeim árum loknum myndi viðkomandi frá búsetuheimild og ári síðar sótt um ríkisborgararétt.
Bretland Kína Hong Kong Tengdar fréttir Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05 Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05
Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00