Fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn hafi ekki samræmst útboðsskilmálum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. júní 2020 11:55 Vesturlandsvegi var lokað um tíma vegna slyssins síðdegis í gær. Honum verður lokað í einn til tvo tíma frá klukkan 13:00 í dag vegna áframhaldandi rannsóknar á slysinu. Vísir/Einar Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegkaflanum þar sem banaslysið varð í gær hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Mælirinn er fullur hjá bifhjólasamfélaginu á Íslandi sem krefst úrbóta á hættulegum vegköflum landsins. Tveir létust í árekstri bifhjóls og húsbíls á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi um þrjúleytið í gær. Þeir sem létust voru ökumaður og farþegi á bifhjóli en ökutækin komu úr gagnstæðri átt. Nýtt slitlag var á vegkaflanum þar sem slysið varð og var það sérstaklega sleipt. Skúraveðrið og hitinn bættu síðan gráu ofan á svart. Tveir verktakar vinna fyrir Vegagerðina, annars vegar verktakinn sem leggur yfir og hins vegar sá sem hefur eftirlit. Bergþóra kveðst harmi slegin vegna slyssins í gær. Vegagerðin framkvæmdi ástandsskoðun á vegkaflanum í morgun. „Við erum að hálkumæla þennan vegkafla. Það er okkar fyrsta mat að þessi yfirlögn hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Við erum að skoða það og eigum fund með hlutaðeigandi núna eftir hádegi. Þá vitum við meira.“ Aðspurð hvað geti falist í því að yfirlögnin hafi mögulega ekki uppfyllt útboðsskilmála segir Bergþóra. „Það geta verið ýmsir þættir sem hafa áhrif á það; hvernig það er unnið og hvaða efni er og svo framvegis. Við verðum bara að fara ofan í saumana á því,“ segir Bergþóra sem tekur fram að viðeigandi hálkuviðvaranir séu við veginn. Það sem skoðað verður eru gæði efnanna sem notuð voru í veginn, samsetning blöndunnar sem notuð var og að lokum aðstæður þegar efnið var lagt út. Bifhjólasamfélagið skekið vegna banaslyssins Bifhjólasamfélagið á Íslandi er skekið vegna slyssins en Sniglar, bifhjólasamtök lýðveldisins, hafa efnt til mótmæla við húsnæði vegagerðarinnar í borgartúni á morgun klukkan 13.00. Krafist er útbóta á hættulegum vegköflum. Þorgerður Guðmundsdóttir, formaður samtakanna, gerði sér ferð á slysavettvang í gærkvöldi. „Og bara að stíga á malbikið í venjulegum skóm, það er flughált.“ Þorgerður segir að mælirinn sé fullur hjá bifhjólasamfélaginu á íslandi. „Það er bara mjög þungt hljóðið í fólki. Það er slegið. Allir eru hálflamaðir eftir þetta,“ segir Þorgerður. Loka vegkaflanum á ný á þágu framhaldsrannsóknar Hluta Vesturlandsvegar verður lokað klukkan eitt í dag í þágu framhaldsrannsóknar á banaslysinu. Áætlað er að rannsóknin taki eina til tvær klukkustundir. Um er að ræða vegkaflann á milli Grundarhverfis og Hvalfjarðarvegar. Lokunin hefur ekki áhrif á umferð til og frá Grundarhverfi, en öðrum er bent á hjáleið um Kjósarskarðsveg. Samgönguslys Lögreglumál Umferðaröryggi Reykjavík Banaslys á Kjalarnesi 2020 Tengdar fréttir Loka Vesturlandsvegi til að rannsaka banaslysið Hluta Vesturlandsvegar verður lokað frá klukkan 13:00 í dag vegna rannsóknar á banaslysi sem varð þar í gær. 29. júní 2020 11:33 Bifhjólasamtök efna til mótmæla við Vegagerðina Sniglar, Bifhjólasamtök Lýðveldisins, hafa efnt til mótmæla við húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni, næstkomandi þriðjudag. Mótmælin snúa að hættulegum vegköflum á vegum landsins og verður úrbóta krafist. 28. júní 2020 23:26 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegkaflanum þar sem banaslysið varð í gær hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Mælirinn er fullur hjá bifhjólasamfélaginu á Íslandi sem krefst úrbóta á hættulegum vegköflum landsins. Tveir létust í árekstri bifhjóls og húsbíls á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi um þrjúleytið í gær. Þeir sem létust voru ökumaður og farþegi á bifhjóli en ökutækin komu úr gagnstæðri átt. Nýtt slitlag var á vegkaflanum þar sem slysið varð og var það sérstaklega sleipt. Skúraveðrið og hitinn bættu síðan gráu ofan á svart. Tveir verktakar vinna fyrir Vegagerðina, annars vegar verktakinn sem leggur yfir og hins vegar sá sem hefur eftirlit. Bergþóra kveðst harmi slegin vegna slyssins í gær. Vegagerðin framkvæmdi ástandsskoðun á vegkaflanum í morgun. „Við erum að hálkumæla þennan vegkafla. Það er okkar fyrsta mat að þessi yfirlögn hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Við erum að skoða það og eigum fund með hlutaðeigandi núna eftir hádegi. Þá vitum við meira.“ Aðspurð hvað geti falist í því að yfirlögnin hafi mögulega ekki uppfyllt útboðsskilmála segir Bergþóra. „Það geta verið ýmsir þættir sem hafa áhrif á það; hvernig það er unnið og hvaða efni er og svo framvegis. Við verðum bara að fara ofan í saumana á því,“ segir Bergþóra sem tekur fram að viðeigandi hálkuviðvaranir séu við veginn. Það sem skoðað verður eru gæði efnanna sem notuð voru í veginn, samsetning blöndunnar sem notuð var og að lokum aðstæður þegar efnið var lagt út. Bifhjólasamfélagið skekið vegna banaslyssins Bifhjólasamfélagið á Íslandi er skekið vegna slyssins en Sniglar, bifhjólasamtök lýðveldisins, hafa efnt til mótmæla við húsnæði vegagerðarinnar í borgartúni á morgun klukkan 13.00. Krafist er útbóta á hættulegum vegköflum. Þorgerður Guðmundsdóttir, formaður samtakanna, gerði sér ferð á slysavettvang í gærkvöldi. „Og bara að stíga á malbikið í venjulegum skóm, það er flughált.“ Þorgerður segir að mælirinn sé fullur hjá bifhjólasamfélaginu á íslandi. „Það er bara mjög þungt hljóðið í fólki. Það er slegið. Allir eru hálflamaðir eftir þetta,“ segir Þorgerður. Loka vegkaflanum á ný á þágu framhaldsrannsóknar Hluta Vesturlandsvegar verður lokað klukkan eitt í dag í þágu framhaldsrannsóknar á banaslysinu. Áætlað er að rannsóknin taki eina til tvær klukkustundir. Um er að ræða vegkaflann á milli Grundarhverfis og Hvalfjarðarvegar. Lokunin hefur ekki áhrif á umferð til og frá Grundarhverfi, en öðrum er bent á hjáleið um Kjósarskarðsveg.
Samgönguslys Lögreglumál Umferðaröryggi Reykjavík Banaslys á Kjalarnesi 2020 Tengdar fréttir Loka Vesturlandsvegi til að rannsaka banaslysið Hluta Vesturlandsvegar verður lokað frá klukkan 13:00 í dag vegna rannsóknar á banaslysi sem varð þar í gær. 29. júní 2020 11:33 Bifhjólasamtök efna til mótmæla við Vegagerðina Sniglar, Bifhjólasamtök Lýðveldisins, hafa efnt til mótmæla við húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni, næstkomandi þriðjudag. Mótmælin snúa að hættulegum vegköflum á vegum landsins og verður úrbóta krafist. 28. júní 2020 23:26 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Loka Vesturlandsvegi til að rannsaka banaslysið Hluta Vesturlandsvegar verður lokað frá klukkan 13:00 í dag vegna rannsóknar á banaslysi sem varð þar í gær. 29. júní 2020 11:33
Bifhjólasamtök efna til mótmæla við Vegagerðina Sniglar, Bifhjólasamtök Lýðveldisins, hafa efnt til mótmæla við húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni, næstkomandi þriðjudag. Mótmælin snúa að hættulegum vegköflum á vegum landsins og verður úrbóta krafist. 28. júní 2020 23:26