Buðu Talibönum verðlaun fyrir að fella bandaríska hermenn Samúel Karl Ólason skrifar 27. júní 2020 08:47 Bandarískur hermaður á flugi yfir Kabúl, höfuðborg Afganistan. Getty/Jonathan Ernst Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. Leyniþjónustur Bandaríkjanna komust á snoðir um verðlaunin fyrir nokkrum mánuðum síðan og mun mikil umræða um möguleg viðbrögð hafa átt sér stað innan ríkisstjórnar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Nokkrar tillögur hafa verið lagðar fram, eins og að herða viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi og að senda erindreka til landsins sem eiga að krefjast þess að Rússar hætti þessum verðlaunaveitingum. Ríkisstjórnin hefur þó ekki tekið ákvörðun enn. Vendingarnar voru þó kynntar Trump og þjóðaröryggisráðinu í mars. Sama teymi rússneskra njósnara leyniþjónustu hers landsins, sem kallast GRU, er sagt hafa komið að eitrun Sergei Skripal í Bretlandi árið 2018. Samkvæmt frétt New York Times, sem sagði fyrst frá verðlaununum, er þetta í mögulega í fyrsta sinn sem vitað er að rússneskir njósnarar hafi skipulagt eða ýtt undir árásir á hermenn vestrænna ríkja. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, sagði NYT að ríkisstjórn Pútín hefði ekki borist þessar ásakanir. Brugðist yrði við þeim ef og þegar þær berast. Zabihullah Mujahid, einn talsmanna Talibana, sagði ekkert til í þessum ásökunum og sagði frétt NYT tilraun til að varpa rýrð á Talibana. „Það er ekkert til í að við eigum í slíku sambandi við rússneska leyniþjónustu. Launmorð okkar hafa staðið yfir um árabil og við höfum framið þau af eigin burðum. Það breyttist eftir samkomulag okkar við Bandaríkin og líf þeirra eru örugg. Við ráðumst ekki á þá,“ sagði Mujahid. Bandaríkin gerðu bráðabirgðafriðarsamkomulag við Talibana fyrr á árinu eftir langar viðræður. Blaðamenn Washington Post hafa einnig staðfest frétt NYT um þessa niðurstöðu leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna. Í frétt miðilsins segir að fregnirnar muni án efa valda usla í þinghúsi Bandaríkjanna og þingmenn muni krefjast upplýsinga um af hverju ekkert hafi verið aðhafst vegna þessa. Bandaríkin Rússland Afganistan Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Sjá meira
Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. Leyniþjónustur Bandaríkjanna komust á snoðir um verðlaunin fyrir nokkrum mánuðum síðan og mun mikil umræða um möguleg viðbrögð hafa átt sér stað innan ríkisstjórnar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Nokkrar tillögur hafa verið lagðar fram, eins og að herða viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi og að senda erindreka til landsins sem eiga að krefjast þess að Rússar hætti þessum verðlaunaveitingum. Ríkisstjórnin hefur þó ekki tekið ákvörðun enn. Vendingarnar voru þó kynntar Trump og þjóðaröryggisráðinu í mars. Sama teymi rússneskra njósnara leyniþjónustu hers landsins, sem kallast GRU, er sagt hafa komið að eitrun Sergei Skripal í Bretlandi árið 2018. Samkvæmt frétt New York Times, sem sagði fyrst frá verðlaununum, er þetta í mögulega í fyrsta sinn sem vitað er að rússneskir njósnarar hafi skipulagt eða ýtt undir árásir á hermenn vestrænna ríkja. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, sagði NYT að ríkisstjórn Pútín hefði ekki borist þessar ásakanir. Brugðist yrði við þeim ef og þegar þær berast. Zabihullah Mujahid, einn talsmanna Talibana, sagði ekkert til í þessum ásökunum og sagði frétt NYT tilraun til að varpa rýrð á Talibana. „Það er ekkert til í að við eigum í slíku sambandi við rússneska leyniþjónustu. Launmorð okkar hafa staðið yfir um árabil og við höfum framið þau af eigin burðum. Það breyttist eftir samkomulag okkar við Bandaríkin og líf þeirra eru örugg. Við ráðumst ekki á þá,“ sagði Mujahid. Bandaríkin gerðu bráðabirgðafriðarsamkomulag við Talibana fyrr á árinu eftir langar viðræður. Blaðamenn Washington Post hafa einnig staðfest frétt NYT um þessa niðurstöðu leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna. Í frétt miðilsins segir að fregnirnar muni án efa valda usla í þinghúsi Bandaríkjanna og þingmenn muni krefjast upplýsinga um af hverju ekkert hafi verið aðhafst vegna þessa.
Bandaríkin Rússland Afganistan Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Sjá meira