Buðu Talibönum verðlaun fyrir að fella bandaríska hermenn Samúel Karl Ólason skrifar 27. júní 2020 08:47 Bandarískur hermaður á flugi yfir Kabúl, höfuðborg Afganistan. Getty/Jonathan Ernst Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. Leyniþjónustur Bandaríkjanna komust á snoðir um verðlaunin fyrir nokkrum mánuðum síðan og mun mikil umræða um möguleg viðbrögð hafa átt sér stað innan ríkisstjórnar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Nokkrar tillögur hafa verið lagðar fram, eins og að herða viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi og að senda erindreka til landsins sem eiga að krefjast þess að Rússar hætti þessum verðlaunaveitingum. Ríkisstjórnin hefur þó ekki tekið ákvörðun enn. Vendingarnar voru þó kynntar Trump og þjóðaröryggisráðinu í mars. Sama teymi rússneskra njósnara leyniþjónustu hers landsins, sem kallast GRU, er sagt hafa komið að eitrun Sergei Skripal í Bretlandi árið 2018. Samkvæmt frétt New York Times, sem sagði fyrst frá verðlaununum, er þetta í mögulega í fyrsta sinn sem vitað er að rússneskir njósnarar hafi skipulagt eða ýtt undir árásir á hermenn vestrænna ríkja. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, sagði NYT að ríkisstjórn Pútín hefði ekki borist þessar ásakanir. Brugðist yrði við þeim ef og þegar þær berast. Zabihullah Mujahid, einn talsmanna Talibana, sagði ekkert til í þessum ásökunum og sagði frétt NYT tilraun til að varpa rýrð á Talibana. „Það er ekkert til í að við eigum í slíku sambandi við rússneska leyniþjónustu. Launmorð okkar hafa staðið yfir um árabil og við höfum framið þau af eigin burðum. Það breyttist eftir samkomulag okkar við Bandaríkin og líf þeirra eru örugg. Við ráðumst ekki á þá,“ sagði Mujahid. Bandaríkin gerðu bráðabirgðafriðarsamkomulag við Talibana fyrr á árinu eftir langar viðræður. Blaðamenn Washington Post hafa einnig staðfest frétt NYT um þessa niðurstöðu leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna. Í frétt miðilsins segir að fregnirnar muni án efa valda usla í þinghúsi Bandaríkjanna og þingmenn muni krefjast upplýsinga um af hverju ekkert hafi verið aðhafst vegna þessa. Bandaríkin Rússland Afganistan Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. Leyniþjónustur Bandaríkjanna komust á snoðir um verðlaunin fyrir nokkrum mánuðum síðan og mun mikil umræða um möguleg viðbrögð hafa átt sér stað innan ríkisstjórnar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Nokkrar tillögur hafa verið lagðar fram, eins og að herða viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi og að senda erindreka til landsins sem eiga að krefjast þess að Rússar hætti þessum verðlaunaveitingum. Ríkisstjórnin hefur þó ekki tekið ákvörðun enn. Vendingarnar voru þó kynntar Trump og þjóðaröryggisráðinu í mars. Sama teymi rússneskra njósnara leyniþjónustu hers landsins, sem kallast GRU, er sagt hafa komið að eitrun Sergei Skripal í Bretlandi árið 2018. Samkvæmt frétt New York Times, sem sagði fyrst frá verðlaununum, er þetta í mögulega í fyrsta sinn sem vitað er að rússneskir njósnarar hafi skipulagt eða ýtt undir árásir á hermenn vestrænna ríkja. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, sagði NYT að ríkisstjórn Pútín hefði ekki borist þessar ásakanir. Brugðist yrði við þeim ef og þegar þær berast. Zabihullah Mujahid, einn talsmanna Talibana, sagði ekkert til í þessum ásökunum og sagði frétt NYT tilraun til að varpa rýrð á Talibana. „Það er ekkert til í að við eigum í slíku sambandi við rússneska leyniþjónustu. Launmorð okkar hafa staðið yfir um árabil og við höfum framið þau af eigin burðum. Það breyttist eftir samkomulag okkar við Bandaríkin og líf þeirra eru örugg. Við ráðumst ekki á þá,“ sagði Mujahid. Bandaríkin gerðu bráðabirgðafriðarsamkomulag við Talibana fyrr á árinu eftir langar viðræður. Blaðamenn Washington Post hafa einnig staðfest frétt NYT um þessa niðurstöðu leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna. Í frétt miðilsins segir að fregnirnar muni án efa valda usla í þinghúsi Bandaríkjanna og þingmenn muni krefjast upplýsinga um af hverju ekkert hafi verið aðhafst vegna þessa.
Bandaríkin Rússland Afganistan Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira