Áhætta fylgdi ósamþykktum breytingum á húsinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. júní 2020 19:31 Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Eldurinn sem talinn er vera af mannavöldum kom upp í kringum vistarverur hans í húsinu. Þrír létust og fjórir slösuðust í brunanum. Óljóst er hversu margir voru í húsinu öllu þegar eldurinn kom upp um klukkan þrjú í gær. Sex voru á efstu hæð hússins og komust fjórir þeirra út undan eldhafinu, sumir við illan leik. Tveir voru úrskurðaðir látnir á vettvangi og einn á gjörgæslu en viðkomandi féll út um glugga á þriðju hæð samkvæmt heimildum fréttastofu. Fjórir voru fluttir á slysadeild og enn liggja tveir inni. Annar þeirra á gjörgæslu. Húsið er gjörónýtt og verður það rifið að lokinni rannsókn lögreglu. Eftirlitsmenn frá Húsnæðis- og mannvirkastofnun eru meðal þeirra sem skoðuðu vettvanginn í dag. Rannsókn þeirra beinist meðal annars að aðstæðum í húsinu. „Það lítur út fyrir að gerðar hafi verið breytingar á húsinu frá síðustu samþykktu teikningum. Að þarna hafi búið fleiri í húsinu, það er búið að stúka af fleiri herbergi og slíkt," segir Davíð S. Snorrasson, forstöðumaður brunamála hjá HMS. Davíð S. Snorrason, forstöðumaður brunamála hjá HMS.visir/Baldur Ein flóttaleið Líkt og á fleiri eldri húsum var einungis ein flóttaleið til staðar. Davíð segir þessar ósamþykktu breytingar auka áhættu með tilliti til brunavarna. Heimilt er að loka húsnæði við þessar aðstæður. „Það er náttúrulega breytt forsenda á notkun íbúðarinnar og það búa þarna fleiri en annars. Það hefur áhrif á áhættuna." Húsið er í eigu félagsins HD verk og ekki hefur náðst í eiganda þess í dag. Yfir sjötíu manns eru skráðir þar til lögheimils. Talið er að flestir þeirra séu erlent verkafólk og hefur ASÍ krafist þes að málið verði rannsakað ítarlega. Að sögn lögmanns félagsins er um harmleik að ræða. Hann segir fyrirtækið fasteignafélag sem ekki hafi tengsl við starfsmannaleigu. Rauði krossinn útvegaði átta íbúum sem ekki áttu í önnur hús að venda gistingu í nótt og mun þeim bjóðast annað úrræði á næstunni. Til stendur að kalla félagsmálaráðherra fyrir velferðarnefnd eftir helgi til að fara yfir stöðu þeirra aðgerða sem áttu að tryggja aðbúnað verkafólks sem dvelur í húsnæði á vegum atvinnurekanda. Samkvæmt síðasta ársreikning HD verks eru fjögur önnur hús í eigu félagsins. Þar á meðal Dalvegur 24 sem slökkvilið gerði tillögu um að yrði lokað fyrr í mánuðinum þar sem íbúðir voru þar í leigu í óleyfi og brunavarnir mjög slæmar. Þrír voru handteknir vegna brunans. Tveimur var sleppt að lokinni skýrslutöku en einn sem var handtekinn við rússneska sendiráðið hefur verið úrskurður í gæsluvarðhald. Hann var íbúi í húsinu og talið er að hann hafi valdið eldsvoðanum sem kom upp við vistarverur hans í húsinu að sögn lögreglu. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Lögreglumál Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Eldurinn sem talinn er vera af mannavöldum kom upp í kringum vistarverur hans í húsinu. Þrír létust og fjórir slösuðust í brunanum. Óljóst er hversu margir voru í húsinu öllu þegar eldurinn kom upp um klukkan þrjú í gær. Sex voru á efstu hæð hússins og komust fjórir þeirra út undan eldhafinu, sumir við illan leik. Tveir voru úrskurðaðir látnir á vettvangi og einn á gjörgæslu en viðkomandi féll út um glugga á þriðju hæð samkvæmt heimildum fréttastofu. Fjórir voru fluttir á slysadeild og enn liggja tveir inni. Annar þeirra á gjörgæslu. Húsið er gjörónýtt og verður það rifið að lokinni rannsókn lögreglu. Eftirlitsmenn frá Húsnæðis- og mannvirkastofnun eru meðal þeirra sem skoðuðu vettvanginn í dag. Rannsókn þeirra beinist meðal annars að aðstæðum í húsinu. „Það lítur út fyrir að gerðar hafi verið breytingar á húsinu frá síðustu samþykktu teikningum. Að þarna hafi búið fleiri í húsinu, það er búið að stúka af fleiri herbergi og slíkt," segir Davíð S. Snorrasson, forstöðumaður brunamála hjá HMS. Davíð S. Snorrason, forstöðumaður brunamála hjá HMS.visir/Baldur Ein flóttaleið Líkt og á fleiri eldri húsum var einungis ein flóttaleið til staðar. Davíð segir þessar ósamþykktu breytingar auka áhættu með tilliti til brunavarna. Heimilt er að loka húsnæði við þessar aðstæður. „Það er náttúrulega breytt forsenda á notkun íbúðarinnar og það búa þarna fleiri en annars. Það hefur áhrif á áhættuna." Húsið er í eigu félagsins HD verk og ekki hefur náðst í eiganda þess í dag. Yfir sjötíu manns eru skráðir þar til lögheimils. Talið er að flestir þeirra séu erlent verkafólk og hefur ASÍ krafist þes að málið verði rannsakað ítarlega. Að sögn lögmanns félagsins er um harmleik að ræða. Hann segir fyrirtækið fasteignafélag sem ekki hafi tengsl við starfsmannaleigu. Rauði krossinn útvegaði átta íbúum sem ekki áttu í önnur hús að venda gistingu í nótt og mun þeim bjóðast annað úrræði á næstunni. Til stendur að kalla félagsmálaráðherra fyrir velferðarnefnd eftir helgi til að fara yfir stöðu þeirra aðgerða sem áttu að tryggja aðbúnað verkafólks sem dvelur í húsnæði á vegum atvinnurekanda. Samkvæmt síðasta ársreikning HD verks eru fjögur önnur hús í eigu félagsins. Þar á meðal Dalvegur 24 sem slökkvilið gerði tillögu um að yrði lokað fyrr í mánuðinum þar sem íbúðir voru þar í leigu í óleyfi og brunavarnir mjög slæmar. Þrír voru handteknir vegna brunans. Tveimur var sleppt að lokinni skýrslutöku en einn sem var handtekinn við rússneska sendiráðið hefur verið úrskurður í gæsluvarðhald. Hann var íbúi í húsinu og talið er að hann hafi valdið eldsvoðanum sem kom upp við vistarverur hans í húsinu að sögn lögreglu.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Lögreglumál Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira