Ferðabann Trump mun einnig ná til Bretlands og Írlands Eiður Þór Árnason skrifar 14. mars 2020 17:14 Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrifa af ferðabanni Bandaríkjamanna. Vísir/Getty Ferðabann bandarískra yfirvalda mun einnig ná til Bretlands og Írlands. Þetta kom fram á blaðamannafundi Trump sem nú stendur yfir. Þar sagði hann það einnig vera til skoðunnar að setja hömlur á samgöngur innanlands vegna kórónuveirufaraldursins. Trump kynnti óvænt á fimmtudag fyrirætlanir um ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna sem myndi gilda í þrjátíu daga. Umrætt ferðabann tók gildi í nótt og er Ísland meðal þeirra 26 Evrópuríkja sem það nær til. Þá var tilkynnt að bannið myndi ná til allra erlendra ríkisborgara sem hafi verið á Schengen-svæðinu síðustu 14 daga. Það fyrirkomulag hefði undanskilið ferðalanga frá Bretlandi og Írlandi. Nýtilkynnt viðbót Bretlands og Írlands mun taka gildi á miðnætti aðfaranótt þriðjudags. Sjá einnig: Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Bandarískum ríkisborgurum og fjölskyldum þeirra verður áfram hleypt til Bandaríkjanna, rétt eins og þeim sem eru þar með fasta skráða búsetu. Þau munu þó þurfa að undirgangast skoðun við komuna til landsins og að líkindum þurfa að sæta sóttkví í tvær vikur, eins og ferðalangar frá Kína þurfa að gera í dag. Trump lýsti aðgerðunum sem hörðum en nauðsynlegum til að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af stjórnvöldum í Evrópu og forsvarsmönnum Evrópusambandsins. Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrifa af ferðabanni Bandaríkjaforseta í ljósi þess að bandarískir ferðamenn hafa verið stærsti hópurinn sem farið hefur um Leifstöð frá árinu 2016. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Írland Bretland Tengdar fréttir Ferðabann til Bandaríkjanna komið í gildi Íbúum 26 Evrópulanda innan Schengen-svæðisins, þar á meðal Íslands, er nú bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjátíu dagana eftir að ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna kórónuveiruheimsfaraldursins tók gildi í nótt. 14. mars 2020 07:38 Trump segist alls ekki bera ábyrgð á mistökum Bandaríkjastjórnar í upphafi faraldursins 13. mars 2020 23:02 Utanríkisráðherra segir ferðabann Bandaríkjastjórnar breyta mörgu í samskiptum ríkjanna Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna banns Bandaríkjaforseta á flugi milli Íslands og Bandaríkjanna. 13. mars 2020 20:53 Vonar að skilaboð Bandaríkjastjórnar berist ekki víðar Ferðabann Bandaríkjastjórnar er gríðarlegt reiðarslag fyrir íslenska ferðaþjónustu og efnahagslífið allt að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar 12. mars 2020 13:48 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Sjá meira
Ferðabann bandarískra yfirvalda mun einnig ná til Bretlands og Írlands. Þetta kom fram á blaðamannafundi Trump sem nú stendur yfir. Þar sagði hann það einnig vera til skoðunnar að setja hömlur á samgöngur innanlands vegna kórónuveirufaraldursins. Trump kynnti óvænt á fimmtudag fyrirætlanir um ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna sem myndi gilda í þrjátíu daga. Umrætt ferðabann tók gildi í nótt og er Ísland meðal þeirra 26 Evrópuríkja sem það nær til. Þá var tilkynnt að bannið myndi ná til allra erlendra ríkisborgara sem hafi verið á Schengen-svæðinu síðustu 14 daga. Það fyrirkomulag hefði undanskilið ferðalanga frá Bretlandi og Írlandi. Nýtilkynnt viðbót Bretlands og Írlands mun taka gildi á miðnætti aðfaranótt þriðjudags. Sjá einnig: Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Bandarískum ríkisborgurum og fjölskyldum þeirra verður áfram hleypt til Bandaríkjanna, rétt eins og þeim sem eru þar með fasta skráða búsetu. Þau munu þó þurfa að undirgangast skoðun við komuna til landsins og að líkindum þurfa að sæta sóttkví í tvær vikur, eins og ferðalangar frá Kína þurfa að gera í dag. Trump lýsti aðgerðunum sem hörðum en nauðsynlegum til að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af stjórnvöldum í Evrópu og forsvarsmönnum Evrópusambandsins. Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrifa af ferðabanni Bandaríkjaforseta í ljósi þess að bandarískir ferðamenn hafa verið stærsti hópurinn sem farið hefur um Leifstöð frá árinu 2016.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Írland Bretland Tengdar fréttir Ferðabann til Bandaríkjanna komið í gildi Íbúum 26 Evrópulanda innan Schengen-svæðisins, þar á meðal Íslands, er nú bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjátíu dagana eftir að ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna kórónuveiruheimsfaraldursins tók gildi í nótt. 14. mars 2020 07:38 Trump segist alls ekki bera ábyrgð á mistökum Bandaríkjastjórnar í upphafi faraldursins 13. mars 2020 23:02 Utanríkisráðherra segir ferðabann Bandaríkjastjórnar breyta mörgu í samskiptum ríkjanna Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna banns Bandaríkjaforseta á flugi milli Íslands og Bandaríkjanna. 13. mars 2020 20:53 Vonar að skilaboð Bandaríkjastjórnar berist ekki víðar Ferðabann Bandaríkjastjórnar er gríðarlegt reiðarslag fyrir íslenska ferðaþjónustu og efnahagslífið allt að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar 12. mars 2020 13:48 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Sjá meira
Ferðabann til Bandaríkjanna komið í gildi Íbúum 26 Evrópulanda innan Schengen-svæðisins, þar á meðal Íslands, er nú bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjátíu dagana eftir að ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna kórónuveiruheimsfaraldursins tók gildi í nótt. 14. mars 2020 07:38
Trump segist alls ekki bera ábyrgð á mistökum Bandaríkjastjórnar í upphafi faraldursins 13. mars 2020 23:02
Utanríkisráðherra segir ferðabann Bandaríkjastjórnar breyta mörgu í samskiptum ríkjanna Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna banns Bandaríkjaforseta á flugi milli Íslands og Bandaríkjanna. 13. mars 2020 20:53
Vonar að skilaboð Bandaríkjastjórnar berist ekki víðar Ferðabann Bandaríkjastjórnar er gríðarlegt reiðarslag fyrir íslenska ferðaþjónustu og efnahagslífið allt að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar 12. mars 2020 13:48