Vilja spila með þrjá miðverði en mættu báðir með „hefðbundna“ fjögurra manna vörn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2020 14:00 Arnar Þór (nr. 2) og Halldór Kristján (nr. 15) hefðu eflaust þegið þriðja miðvörðinn með sér í gær. Vísir/Daniel Thor Leikur Breiðabliks og Gróttu í 1. umferð Pepsi Max deildar karla á Kópavogsvelli í gærkvöld var merkilegur fyrir margar sakir sem hafa verið ræddar í þaula. Óskar Hrafn Þorvaldsson – maðurinn sem er ein helsta ástæða þess að Grótta er yfir höfuð í efstu deild – er nú þjálfara Breiðabliks. Þá er Ágúst Gylfason nú þjálfari Gróttu en hann þjálfaði Blika þar áður. Leikurinn sjálfur var hálfgerð einstefna Blika frá upphafi til enda og áttu nýliðar Gróttu fá svör við frábærum leik heimamanna. Það sem vakti þó hvað helst athygli var sú staðreynd að bæði lið stilltu upp fjögurra manna varnarlínu og í raun einhverskonar afbrigði af 4-3-3 eða 4-2-3-1 leikkerfi. Í aðdraganda mótsins hefur mikið verið rætt og ritað um leikstíl Blika og mætti Óskar Hrafn til að mynda í hlaðvarpsþátt Hjörvar Hafliðasonar, Dr. Football, og ræddi þar dálæti sitt á þriggja manna varnarlínu. Raunar gaf Óskar það út að Blikar yrðu í þriggja manna línu en annað kom á daginn í gær. Dr. Football Podcast · Doc spjallar við topp 6 í boði Lemon - Óskar Hrafn Þorvaldsson BREIÐABLIKI (1/6) Anton Ari Einarsson var á sínum stað í markinu – þó svo að hann hafi eflaust eytt meiri tíma fyrir utan vítateig sinn heldur en inn í honum. Þar fyrir framan voru þeir Andri Rafn Yeoman, Elfar Freyr Helgason, Damir Muminovic og Davíð Ingvarsson. Djúpur á miðju var svo Oliver Sigurjónsson. Þegar í ljós kom að Andri Rafn Yeoman – sem hefur undanfarin ár verið talinn einn af bestu miðjumönnum deildarinnar – væri í hægri bakverði þá grunaði blaðamanni að Andri yrði í því sem kalla mætti Pep Guardiola-hlutverki. Hér er átt við að Andri Rafn myndi þá stíga upp í miðjuna við hlið Oliver þegar liðið væri í sókn. Í stað þess var Andri líkt og rennilás á hægri vængnum. Hann lagði upp eitt af þremur mörkum Blika ásamt því að vera frábær varnarlega. „Við höfum daðrað við þessa leikaðferð í vetur og Andri Rafn gæti eflaust spilað í marki ef þess þyrft. Hann er ótrúlegur leikmaður og ótrúlegur maður. Hann hélt Axel Sigurðarsyni niðri sem er ekki létt verk,“ sagði Óskar Hrafn að leik loknum um frammistöðu Andra í leiknum. Andri í baráttunni við Pétur Theodór, framherja Gróttu.Vísir/Daniel Thor Þá var Grótta líka líka með hefðbundna fjögurra manna varnarlínu en Breiðablik á síðustu leiktíð spilaði nokkuð oft með þriggja manna línu undir stjórn Ágúst Gylfasonar og þá hafði Grótta leikið með þriggja manna varnarlínu í æfingaleik fyrir mót. Grótta stillti í raun upp þeim þremur leikmönnum sem væru að öllum líkindum í þriggja manna vörn liðsins en Bjarki Leósson hóf leik í stöðu vinstri bakvarðar frekar en í miðverði. Þá kom nokkuð á óvart að Kristófer Melsteð – sem er örvfættur – hóf leik í hægri bakverði. Þó Ágúst gæti mögulega viljað stilla upp í þriggja manna vörn gegn Val í næstu umferð þá verður að telja ólíklegt að það gerist þar sem Arnar Þór Helgason fékk tvö gul spjöld í gær og þar með rautt. Þá fékk Bjarki högg í fyrri hálfleik og var tekinn út af í hálfleik fyrir Ástbjörn Þórðarson sem fór í hægri bakvörðinn og Kristófer yfir í þann vinstri. Það verður því forvitnilegt að sjá hvað Ágúst gerir í næsta leik ef Bjarki er ekki leikfær. Eitt lið hefur nú þegar stillt upp í þriggja miðvarða kerfi en það er KA sem tapaði 3-1 fyrir ÍA upp á Skaga. Þá er reiknað með því að Fjölnir leiki með þrjá miðverði er liðið mætir í Víkina og mætir Víking klukkan 18:00, að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Breiðablik Grótta Tengdar fréttir Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Leikur Breiðabliks og Gróttu í 1. umferð Pepsi Max deildar karla á Kópavogsvelli í gærkvöld var merkilegur fyrir margar sakir sem hafa verið ræddar í þaula. Óskar Hrafn Þorvaldsson – maðurinn sem er ein helsta ástæða þess að Grótta er yfir höfuð í efstu deild – er nú þjálfara Breiðabliks. Þá er Ágúst Gylfason nú þjálfari Gróttu en hann þjálfaði Blika þar áður. Leikurinn sjálfur var hálfgerð einstefna Blika frá upphafi til enda og áttu nýliðar Gróttu fá svör við frábærum leik heimamanna. Það sem vakti þó hvað helst athygli var sú staðreynd að bæði lið stilltu upp fjögurra manna varnarlínu og í raun einhverskonar afbrigði af 4-3-3 eða 4-2-3-1 leikkerfi. Í aðdraganda mótsins hefur mikið verið rætt og ritað um leikstíl Blika og mætti Óskar Hrafn til að mynda í hlaðvarpsþátt Hjörvar Hafliðasonar, Dr. Football, og ræddi þar dálæti sitt á þriggja manna varnarlínu. Raunar gaf Óskar það út að Blikar yrðu í þriggja manna línu en annað kom á daginn í gær. Dr. Football Podcast · Doc spjallar við topp 6 í boði Lemon - Óskar Hrafn Þorvaldsson BREIÐABLIKI (1/6) Anton Ari Einarsson var á sínum stað í markinu – þó svo að hann hafi eflaust eytt meiri tíma fyrir utan vítateig sinn heldur en inn í honum. Þar fyrir framan voru þeir Andri Rafn Yeoman, Elfar Freyr Helgason, Damir Muminovic og Davíð Ingvarsson. Djúpur á miðju var svo Oliver Sigurjónsson. Þegar í ljós kom að Andri Rafn Yeoman – sem hefur undanfarin ár verið talinn einn af bestu miðjumönnum deildarinnar – væri í hægri bakverði þá grunaði blaðamanni að Andri yrði í því sem kalla mætti Pep Guardiola-hlutverki. Hér er átt við að Andri Rafn myndi þá stíga upp í miðjuna við hlið Oliver þegar liðið væri í sókn. Í stað þess var Andri líkt og rennilás á hægri vængnum. Hann lagði upp eitt af þremur mörkum Blika ásamt því að vera frábær varnarlega. „Við höfum daðrað við þessa leikaðferð í vetur og Andri Rafn gæti eflaust spilað í marki ef þess þyrft. Hann er ótrúlegur leikmaður og ótrúlegur maður. Hann hélt Axel Sigurðarsyni niðri sem er ekki létt verk,“ sagði Óskar Hrafn að leik loknum um frammistöðu Andra í leiknum. Andri í baráttunni við Pétur Theodór, framherja Gróttu.Vísir/Daniel Thor Þá var Grótta líka líka með hefðbundna fjögurra manna varnarlínu en Breiðablik á síðustu leiktíð spilaði nokkuð oft með þriggja manna línu undir stjórn Ágúst Gylfasonar og þá hafði Grótta leikið með þriggja manna varnarlínu í æfingaleik fyrir mót. Grótta stillti í raun upp þeim þremur leikmönnum sem væru að öllum líkindum í þriggja manna vörn liðsins en Bjarki Leósson hóf leik í stöðu vinstri bakvarðar frekar en í miðverði. Þá kom nokkuð á óvart að Kristófer Melsteð – sem er örvfættur – hóf leik í hægri bakverði. Þó Ágúst gæti mögulega viljað stilla upp í þriggja manna vörn gegn Val í næstu umferð þá verður að telja ólíklegt að það gerist þar sem Arnar Þór Helgason fékk tvö gul spjöld í gær og þar með rautt. Þá fékk Bjarki högg í fyrri hálfleik og var tekinn út af í hálfleik fyrir Ástbjörn Þórðarson sem fór í hægri bakvörðinn og Kristófer yfir í þann vinstri. Það verður því forvitnilegt að sjá hvað Ágúst gerir í næsta leik ef Bjarki er ekki leikfær. Eitt lið hefur nú þegar stillt upp í þriggja miðvarða kerfi en það er KA sem tapaði 3-1 fyrir ÍA upp á Skaga. Þá er reiknað með því að Fjölnir leiki með þrjá miðverði er liðið mætir í Víkina og mætir Víking klukkan 18:00, að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöð 2 Sport.
Íslenski boltinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Breiðablik Grótta Tengdar fréttir Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05