Vilja spila með þrjá miðverði en mættu báðir með „hefðbundna“ fjögurra manna vörn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2020 14:00 Arnar Þór (nr. 2) og Halldór Kristján (nr. 15) hefðu eflaust þegið þriðja miðvörðinn með sér í gær. Vísir/Daniel Thor Leikur Breiðabliks og Gróttu í 1. umferð Pepsi Max deildar karla á Kópavogsvelli í gærkvöld var merkilegur fyrir margar sakir sem hafa verið ræddar í þaula. Óskar Hrafn Þorvaldsson – maðurinn sem er ein helsta ástæða þess að Grótta er yfir höfuð í efstu deild – er nú þjálfara Breiðabliks. Þá er Ágúst Gylfason nú þjálfari Gróttu en hann þjálfaði Blika þar áður. Leikurinn sjálfur var hálfgerð einstefna Blika frá upphafi til enda og áttu nýliðar Gróttu fá svör við frábærum leik heimamanna. Það sem vakti þó hvað helst athygli var sú staðreynd að bæði lið stilltu upp fjögurra manna varnarlínu og í raun einhverskonar afbrigði af 4-3-3 eða 4-2-3-1 leikkerfi. Í aðdraganda mótsins hefur mikið verið rætt og ritað um leikstíl Blika og mætti Óskar Hrafn til að mynda í hlaðvarpsþátt Hjörvar Hafliðasonar, Dr. Football, og ræddi þar dálæti sitt á þriggja manna varnarlínu. Raunar gaf Óskar það út að Blikar yrðu í þriggja manna línu en annað kom á daginn í gær. Dr. Football Podcast · Doc spjallar við topp 6 í boði Lemon - Óskar Hrafn Þorvaldsson BREIÐABLIKI (1/6) Anton Ari Einarsson var á sínum stað í markinu – þó svo að hann hafi eflaust eytt meiri tíma fyrir utan vítateig sinn heldur en inn í honum. Þar fyrir framan voru þeir Andri Rafn Yeoman, Elfar Freyr Helgason, Damir Muminovic og Davíð Ingvarsson. Djúpur á miðju var svo Oliver Sigurjónsson. Þegar í ljós kom að Andri Rafn Yeoman – sem hefur undanfarin ár verið talinn einn af bestu miðjumönnum deildarinnar – væri í hægri bakverði þá grunaði blaðamanni að Andri yrði í því sem kalla mætti Pep Guardiola-hlutverki. Hér er átt við að Andri Rafn myndi þá stíga upp í miðjuna við hlið Oliver þegar liðið væri í sókn. Í stað þess var Andri líkt og rennilás á hægri vængnum. Hann lagði upp eitt af þremur mörkum Blika ásamt því að vera frábær varnarlega. „Við höfum daðrað við þessa leikaðferð í vetur og Andri Rafn gæti eflaust spilað í marki ef þess þyrft. Hann er ótrúlegur leikmaður og ótrúlegur maður. Hann hélt Axel Sigurðarsyni niðri sem er ekki létt verk,“ sagði Óskar Hrafn að leik loknum um frammistöðu Andra í leiknum. Andri í baráttunni við Pétur Theodór, framherja Gróttu.Vísir/Daniel Thor Þá var Grótta líka líka með hefðbundna fjögurra manna varnarlínu en Breiðablik á síðustu leiktíð spilaði nokkuð oft með þriggja manna línu undir stjórn Ágúst Gylfasonar og þá hafði Grótta leikið með þriggja manna varnarlínu í æfingaleik fyrir mót. Grótta stillti í raun upp þeim þremur leikmönnum sem væru að öllum líkindum í þriggja manna vörn liðsins en Bjarki Leósson hóf leik í stöðu vinstri bakvarðar frekar en í miðverði. Þá kom nokkuð á óvart að Kristófer Melsteð – sem er örvfættur – hóf leik í hægri bakverði. Þó Ágúst gæti mögulega viljað stilla upp í þriggja manna vörn gegn Val í næstu umferð þá verður að telja ólíklegt að það gerist þar sem Arnar Þór Helgason fékk tvö gul spjöld í gær og þar með rautt. Þá fékk Bjarki högg í fyrri hálfleik og var tekinn út af í hálfleik fyrir Ástbjörn Þórðarson sem fór í hægri bakvörðinn og Kristófer yfir í þann vinstri. Það verður því forvitnilegt að sjá hvað Ágúst gerir í næsta leik ef Bjarki er ekki leikfær. Eitt lið hefur nú þegar stillt upp í þriggja miðvarða kerfi en það er KA sem tapaði 3-1 fyrir ÍA upp á Skaga. Þá er reiknað með því að Fjölnir leiki með þrjá miðverði er liðið mætir í Víkina og mætir Víking klukkan 18:00, að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Breiðablik Grótta Tengdar fréttir Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Leikur Breiðabliks og Gróttu í 1. umferð Pepsi Max deildar karla á Kópavogsvelli í gærkvöld var merkilegur fyrir margar sakir sem hafa verið ræddar í þaula. Óskar Hrafn Þorvaldsson – maðurinn sem er ein helsta ástæða þess að Grótta er yfir höfuð í efstu deild – er nú þjálfara Breiðabliks. Þá er Ágúst Gylfason nú þjálfari Gróttu en hann þjálfaði Blika þar áður. Leikurinn sjálfur var hálfgerð einstefna Blika frá upphafi til enda og áttu nýliðar Gróttu fá svör við frábærum leik heimamanna. Það sem vakti þó hvað helst athygli var sú staðreynd að bæði lið stilltu upp fjögurra manna varnarlínu og í raun einhverskonar afbrigði af 4-3-3 eða 4-2-3-1 leikkerfi. Í aðdraganda mótsins hefur mikið verið rætt og ritað um leikstíl Blika og mætti Óskar Hrafn til að mynda í hlaðvarpsþátt Hjörvar Hafliðasonar, Dr. Football, og ræddi þar dálæti sitt á þriggja manna varnarlínu. Raunar gaf Óskar það út að Blikar yrðu í þriggja manna línu en annað kom á daginn í gær. Dr. Football Podcast · Doc spjallar við topp 6 í boði Lemon - Óskar Hrafn Þorvaldsson BREIÐABLIKI (1/6) Anton Ari Einarsson var á sínum stað í markinu – þó svo að hann hafi eflaust eytt meiri tíma fyrir utan vítateig sinn heldur en inn í honum. Þar fyrir framan voru þeir Andri Rafn Yeoman, Elfar Freyr Helgason, Damir Muminovic og Davíð Ingvarsson. Djúpur á miðju var svo Oliver Sigurjónsson. Þegar í ljós kom að Andri Rafn Yeoman – sem hefur undanfarin ár verið talinn einn af bestu miðjumönnum deildarinnar – væri í hægri bakverði þá grunaði blaðamanni að Andri yrði í því sem kalla mætti Pep Guardiola-hlutverki. Hér er átt við að Andri Rafn myndi þá stíga upp í miðjuna við hlið Oliver þegar liðið væri í sókn. Í stað þess var Andri líkt og rennilás á hægri vængnum. Hann lagði upp eitt af þremur mörkum Blika ásamt því að vera frábær varnarlega. „Við höfum daðrað við þessa leikaðferð í vetur og Andri Rafn gæti eflaust spilað í marki ef þess þyrft. Hann er ótrúlegur leikmaður og ótrúlegur maður. Hann hélt Axel Sigurðarsyni niðri sem er ekki létt verk,“ sagði Óskar Hrafn að leik loknum um frammistöðu Andra í leiknum. Andri í baráttunni við Pétur Theodór, framherja Gróttu.Vísir/Daniel Thor Þá var Grótta líka líka með hefðbundna fjögurra manna varnarlínu en Breiðablik á síðustu leiktíð spilaði nokkuð oft með þriggja manna línu undir stjórn Ágúst Gylfasonar og þá hafði Grótta leikið með þriggja manna varnarlínu í æfingaleik fyrir mót. Grótta stillti í raun upp þeim þremur leikmönnum sem væru að öllum líkindum í þriggja manna vörn liðsins en Bjarki Leósson hóf leik í stöðu vinstri bakvarðar frekar en í miðverði. Þá kom nokkuð á óvart að Kristófer Melsteð – sem er örvfættur – hóf leik í hægri bakverði. Þó Ágúst gæti mögulega viljað stilla upp í þriggja manna vörn gegn Val í næstu umferð þá verður að telja ólíklegt að það gerist þar sem Arnar Þór Helgason fékk tvö gul spjöld í gær og þar með rautt. Þá fékk Bjarki högg í fyrri hálfleik og var tekinn út af í hálfleik fyrir Ástbjörn Þórðarson sem fór í hægri bakvörðinn og Kristófer yfir í þann vinstri. Það verður því forvitnilegt að sjá hvað Ágúst gerir í næsta leik ef Bjarki er ekki leikfær. Eitt lið hefur nú þegar stillt upp í þriggja miðvarða kerfi en það er KA sem tapaði 3-1 fyrir ÍA upp á Skaga. Þá er reiknað með því að Fjölnir leiki með þrjá miðverði er liðið mætir í Víkina og mætir Víking klukkan 18:00, að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöð 2 Sport.
Íslenski boltinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Breiðablik Grótta Tengdar fréttir Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki