Man Utd og Tottenham töpuðu bæði í undirbúningi sínum fyrir komandi leik liðanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2020 10:45 Úr leik liðanna í desember sem Man Utd vann 2-1 þökk sé tvennu frá Marcus Rashford. EPA-EFE/Lynne Cameron Manchester United og Tottenham Hotspur mætast á heimavelli síðarnefnda liðsins þann 19. júní næstkomandi í opinbera leik beggja liða eftir að öllu var skellt í lás á Englandi sökum kórónufaraldursins. Bæði lið léku æfingaleiki í gær og máttu þola nokkuð óvænt töp þó svo að leikirnir hafi farið fram með breyttu sniði. Tottenham fékk botnlið úrvalsdeildarinnar, Norwich City, í heimsókn og var leiknum skipt upp í fjóra 30 mínútna leikhluta. Fjórmenningarnir Harry Kane, Moussa Sissoko, Heung-Min Son og Steven Bergwijn – sem voru allir meiddir þegar deildin var sett á ís – léku með liðinu í gær. Tottenham komst yfir í fyrsta leikhluta þökk sé marki Erik Lamela eftir sendingu Bergwijn en Norwich skoraði tvívegi sá síðustu tíu mínútum fjórða leikhluta. Josip Drmic jafnaði metin og Mario Vrancic skoraði svo úr aukaspyrnu undir lok leiks. Preparations continue at Tottenham Hotspur Stadium.#THFC #COYS pic.twitter.com/q1UNFPUbhP— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) June 12, 2020 Á Old Trafford, heimavelli Man Utd, var West Bromich Albion í heimsókn en liðið leiðir B-deildina sem stendur og stefnir allt í að liðið verði í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Í stað fjögurra leikhluta voru spilaðir tveir 60 mínútna leikir. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, stillti upp mjög jöfnum liðum og því erfitt að lesa í hvaða leikmenn verða í byrjunarliðinu er liðið heimsækir Tottenham eftir sex daga. West Brom vann fyrri leikinn 2-1 en Man Utd þann seinni 3-1 þökk sé tveimur mörkum frá Andreas Pereira og einu frá Tahith Chong. Það helsta úr leiknum má sjá á vefsíðu Man Utd. Finish, @AndrinhoPereira More footage from Old Trafford #MUFC— Manchester United (@ManUtd) June 12, 2020 Bæði lið þurfa nauðsynlega á sigri að halda þegar þau mætast í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Ole Gunnar Solskjær og lærisveinar hans eru sem stendur í 5. sæti með 45 stig, þremur minna en Chelsea sem situr í fjórða og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. José Mourinho og hans menn eru í 8. sæti deildarinnar með 41 stig og því sjö stigum á eftir Chelsea að svo stöddu. Það gæti þó farið svo að 5. sætið gefi sæti í Meistaradeildinni ef bann Manchester City frá keppnum á vegum knattspyrnusambands Evrópu standi en félagið á að hafa brotið fjárhagsreglugerð sambandsins. Enn er óvíst hvenær endanleg niðurstaða kemst í það mál. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjá meira
Manchester United og Tottenham Hotspur mætast á heimavelli síðarnefnda liðsins þann 19. júní næstkomandi í opinbera leik beggja liða eftir að öllu var skellt í lás á Englandi sökum kórónufaraldursins. Bæði lið léku æfingaleiki í gær og máttu þola nokkuð óvænt töp þó svo að leikirnir hafi farið fram með breyttu sniði. Tottenham fékk botnlið úrvalsdeildarinnar, Norwich City, í heimsókn og var leiknum skipt upp í fjóra 30 mínútna leikhluta. Fjórmenningarnir Harry Kane, Moussa Sissoko, Heung-Min Son og Steven Bergwijn – sem voru allir meiddir þegar deildin var sett á ís – léku með liðinu í gær. Tottenham komst yfir í fyrsta leikhluta þökk sé marki Erik Lamela eftir sendingu Bergwijn en Norwich skoraði tvívegi sá síðustu tíu mínútum fjórða leikhluta. Josip Drmic jafnaði metin og Mario Vrancic skoraði svo úr aukaspyrnu undir lok leiks. Preparations continue at Tottenham Hotspur Stadium.#THFC #COYS pic.twitter.com/q1UNFPUbhP— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) June 12, 2020 Á Old Trafford, heimavelli Man Utd, var West Bromich Albion í heimsókn en liðið leiðir B-deildina sem stendur og stefnir allt í að liðið verði í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Í stað fjögurra leikhluta voru spilaðir tveir 60 mínútna leikir. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, stillti upp mjög jöfnum liðum og því erfitt að lesa í hvaða leikmenn verða í byrjunarliðinu er liðið heimsækir Tottenham eftir sex daga. West Brom vann fyrri leikinn 2-1 en Man Utd þann seinni 3-1 þökk sé tveimur mörkum frá Andreas Pereira og einu frá Tahith Chong. Það helsta úr leiknum má sjá á vefsíðu Man Utd. Finish, @AndrinhoPereira More footage from Old Trafford #MUFC— Manchester United (@ManUtd) June 12, 2020 Bæði lið þurfa nauðsynlega á sigri að halda þegar þau mætast í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Ole Gunnar Solskjær og lærisveinar hans eru sem stendur í 5. sæti með 45 stig, þremur minna en Chelsea sem situr í fjórða og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. José Mourinho og hans menn eru í 8. sæti deildarinnar með 41 stig og því sjö stigum á eftir Chelsea að svo stöddu. Það gæti þó farið svo að 5. sætið gefi sæti í Meistaradeildinni ef bann Manchester City frá keppnum á vegum knattspyrnusambands Evrópu standi en félagið á að hafa brotið fjárhagsreglugerð sambandsins. Enn er óvíst hvenær endanleg niðurstaða kemst í það mál.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjá meira