Ráðast í átak gegn örbylgjuloftnetum Atli Ísleifsson skrifar 12. júní 2020 09:00 Örbylgjuloftnetin eru enn víða á húsum og ef þau eru enn í sambandi við rafmagn veldur það truflunum á farsímasambandi í og við þau hús. PFS Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hyggst í sumar í samstarfi við fjarskiptafélögin Vodafone, Nova og Símann ráðast í átak til að vinna bug á ítrekuðum truflunum sem hafa orðið á farsímasambandi á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Eru truflanirnar sagðar tengjast bilun í örbylgjuloftnetum. Í tilkynningu frá PFS segir að á undanförnum vikum og misserum hafi í vaxandi mæli orðið vart við truflanar sem tengjast bilun í örbylgjuloftnetum. „Loftnetin voru notuð til að dreifa Fjölvarpinu fram til 2017 þegar þeim útsendingum var hætt. Örbylgjuloftnetin eru enn víða á húsum og ef þau eru enn í sambandi við rafmagn veldur það truflunum á farsímasambandi í og við þau hús. Dæmi um truflanir: Minni gæði á talsambandi farsíma SMS komast ekki til skila í fyrstu tilraun Símtöl ná ekki í gegn í fyrstu tilraun og þau slitna Streymi er hægt og höktir Almenn netþjónusta og gagnaflutningur er hægur Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur m.a. það hlutverk að vakta truflanir á fjarskiptum, taka við kvörtunum og grípa til aðgerða þegar þörf er á,“ segir í tilkynningunni. Þetta á ekki við um UHF-sjónvarpsloftnet, eða greiðurnar svokölluðu. Þau loftnet eru enn virk og verða það næstu árin. Að finna víða á suðvesturhorninu Örbylgjuloftnetin eru útbreidd á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars í Vesturbæ Reykjavíkur, Fossvogi og á ákveðnum svæðum í Kópavogi og Hafnarfirði. Útsendingar Fjölvarpsins náðu sömuleiðis til Akraness, Selfoss og Reykjanesbæjar. „Talið er að allt að 20-30 þúsund loftnet geti verið að valda truflun og er verkefnið því viðamikið. Til að komast fyrir þessa truflun sem fyrst og á sem skemmstum tíma biðlum við til húseigenda á þessum svæðum að ganga í lið með okkur við að uppræta truflunina. Það er hægt að gera með þeim einfalda hætti að kanna fyrst hvort örbylgjuloftnet sé að finna á húsum og ef svo reynist, þarf að finna út úr því hvort þau séu enn þá tengd rafmagni og taka spennugjafa þeirra úr sambandi ef svo er,“ segir í tilkynningunni. PFS mun ráða sex sumarstarfsmenn til að sinna bilanaleit og verktaka til að aðstoða húseigendur við að aftengja búnað þegar þess er þörf. Fjarskipti Reykjavík Akranes Árborg Reykjanesbær Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hyggst í sumar í samstarfi við fjarskiptafélögin Vodafone, Nova og Símann ráðast í átak til að vinna bug á ítrekuðum truflunum sem hafa orðið á farsímasambandi á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Eru truflanirnar sagðar tengjast bilun í örbylgjuloftnetum. Í tilkynningu frá PFS segir að á undanförnum vikum og misserum hafi í vaxandi mæli orðið vart við truflanar sem tengjast bilun í örbylgjuloftnetum. „Loftnetin voru notuð til að dreifa Fjölvarpinu fram til 2017 þegar þeim útsendingum var hætt. Örbylgjuloftnetin eru enn víða á húsum og ef þau eru enn í sambandi við rafmagn veldur það truflunum á farsímasambandi í og við þau hús. Dæmi um truflanir: Minni gæði á talsambandi farsíma SMS komast ekki til skila í fyrstu tilraun Símtöl ná ekki í gegn í fyrstu tilraun og þau slitna Streymi er hægt og höktir Almenn netþjónusta og gagnaflutningur er hægur Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur m.a. það hlutverk að vakta truflanir á fjarskiptum, taka við kvörtunum og grípa til aðgerða þegar þörf er á,“ segir í tilkynningunni. Þetta á ekki við um UHF-sjónvarpsloftnet, eða greiðurnar svokölluðu. Þau loftnet eru enn virk og verða það næstu árin. Að finna víða á suðvesturhorninu Örbylgjuloftnetin eru útbreidd á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars í Vesturbæ Reykjavíkur, Fossvogi og á ákveðnum svæðum í Kópavogi og Hafnarfirði. Útsendingar Fjölvarpsins náðu sömuleiðis til Akraness, Selfoss og Reykjanesbæjar. „Talið er að allt að 20-30 þúsund loftnet geti verið að valda truflun og er verkefnið því viðamikið. Til að komast fyrir þessa truflun sem fyrst og á sem skemmstum tíma biðlum við til húseigenda á þessum svæðum að ganga í lið með okkur við að uppræta truflunina. Það er hægt að gera með þeim einfalda hætti að kanna fyrst hvort örbylgjuloftnet sé að finna á húsum og ef svo reynist, þarf að finna út úr því hvort þau séu enn þá tengd rafmagni og taka spennugjafa þeirra úr sambandi ef svo er,“ segir í tilkynningunni. PFS mun ráða sex sumarstarfsmenn til að sinna bilanaleit og verktaka til að aðstoða húseigendur við að aftengja búnað þegar þess er þörf.
Fjarskipti Reykjavík Akranes Árborg Reykjanesbær Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira