Sprengivinnu vegna nýs Landspítala senn lokið Atli Ísleifsson skrifar 11. júní 2020 14:09 Til stendur að opna sjúkrahúsið árið 2026. Hringbrautarverkefnið Síðasta táknræna, stóra sprengingin vegna framkvæmda við byggingu meðferðarkjarna nýs Landspítala við Hringbraut var gerð fyrr í dag. Til stendur að opna sjúkrahúsið árið 2026. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var viðstödd sprenginguna en meðferðarkjarninn er stærsta byggingin í heildaruppbyggingu Nýs Landspítala við Hringbraut. Enn á eftir að ráðast í fáeinar minniháttar sprengingar við frágang, en sprengingin í dag var gerð í norðausturhorni framtíðar bílakjallara. Í tilkynningu er haft eftir Svandísi að þetta séu stór tímamót og mikill áfangi að sjá draum landsmanna um uppbyggingu Landspítala rætast. Vopnaður heilbrigðisráðherra við Hringbraut.Hringbrautarverkefnið „Framkvæmdir hér á svæðinu hafa gengið vel og færa okkur nær þvi markmiði að hér verði tekið í notkun nýtt þjóðarsjúkrahús árið 2026. Nýtt sjúkrahús mun breyta miklu til framtíðar allri heilbrigðisþjónustu, auka þjónustu við sjúklinga og stórbæta aðstöðu heilbrigðisstarfsfólks,“ sagði Svandís. Lokað útboð Einnig er haft eftir Gunnari Svavarssyni, framkvæmdastjóra NLSH ohf, að jarðvegsframkvæmdir við grunn hússins hafi gengið samkvæmt áætlun. ÍAV hefur verið aðalverktaki verksins. „Verkefnið hefur ekki haft neina samgönguröskun í för með sér á svæðinu og um leið endurspeglar landfyllingarverkefnið gildi umhverfisþátta og þess metnaðar sem lagt er upp með. Þessi táknræna lokasprenging í grunninum segir okkur að nú sé næsta stóra verkefnið að steypa upp húsið og áætlanir NLSH eru að uppsteypan geti hafist von bráðar í samræmi við heimildir. Fimm verktakar munu fljótlega skila inn tilboðum í lokuðu útboði,“ segir í tilkynningunni. Svandís og Gunnar.Hringbrautarverkefnið Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Síðasta táknræna, stóra sprengingin vegna framkvæmda við byggingu meðferðarkjarna nýs Landspítala við Hringbraut var gerð fyrr í dag. Til stendur að opna sjúkrahúsið árið 2026. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var viðstödd sprenginguna en meðferðarkjarninn er stærsta byggingin í heildaruppbyggingu Nýs Landspítala við Hringbraut. Enn á eftir að ráðast í fáeinar minniháttar sprengingar við frágang, en sprengingin í dag var gerð í norðausturhorni framtíðar bílakjallara. Í tilkynningu er haft eftir Svandísi að þetta séu stór tímamót og mikill áfangi að sjá draum landsmanna um uppbyggingu Landspítala rætast. Vopnaður heilbrigðisráðherra við Hringbraut.Hringbrautarverkefnið „Framkvæmdir hér á svæðinu hafa gengið vel og færa okkur nær þvi markmiði að hér verði tekið í notkun nýtt þjóðarsjúkrahús árið 2026. Nýtt sjúkrahús mun breyta miklu til framtíðar allri heilbrigðisþjónustu, auka þjónustu við sjúklinga og stórbæta aðstöðu heilbrigðisstarfsfólks,“ sagði Svandís. Lokað útboð Einnig er haft eftir Gunnari Svavarssyni, framkvæmdastjóra NLSH ohf, að jarðvegsframkvæmdir við grunn hússins hafi gengið samkvæmt áætlun. ÍAV hefur verið aðalverktaki verksins. „Verkefnið hefur ekki haft neina samgönguröskun í för með sér á svæðinu og um leið endurspeglar landfyllingarverkefnið gildi umhverfisþátta og þess metnaðar sem lagt er upp með. Þessi táknræna lokasprenging í grunninum segir okkur að nú sé næsta stóra verkefnið að steypa upp húsið og áætlanir NLSH eru að uppsteypan geti hafist von bráðar í samræmi við heimildir. Fimm verktakar munu fljótlega skila inn tilboðum í lokuðu útboði,“ segir í tilkynningunni. Svandís og Gunnar.Hringbrautarverkefnið
Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira