Bandaríkin auka umsvif sín á Grænlandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júní 2020 08:01 Frá Nuuk. Martin Zwick/Getty Bandarísk stjórnvöld hafa opnað ræðismannsskrifstofu sína í Nuuk á Grænlandi á nýjan leik. Í umfjöllun Politico um málið er opnun skrifstofunnar sögð hluti af viðleitni Bandaríkjamanna til þess að auka umsvif sín á norðurslóðum, og koma á sama tíma í veg fyrir að Rússar og Kínverjar geri slíkt hið sama. Skrifstofan var síðast opin árið 1953. Sagt frá enduropnuninni í tilkynningu frá Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær. Daginn áður hafði bandarískum alríkisstofnunum verið skipað að teikna upp drög að nýjum bandarískum flota ísbrjóta. Í tilkynningu Pompeo segir að opnun skrifstofunnar endurspegli „skuldbindingu Bandaríkjanna við dýpkun sambands okkar við Grænlendinga, og allt danska konungsveldið. Viðvera okkar í Nuuk mun auka þá velsæld sem við höfum deilt með vinum okkar í Danmörku og á Grænlandi, á sama tíma og við vinnum með öðrum bandamönnum á norðurslóðum og tryggjum stöðugleika og sjálfbærni uppbyggingar á svæðinu.“ Athygli vakti síðasta sumar, þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir áhuga sínum á því að kaupa Grænland. Grænland er sjálfstjórnarsvæði undir Danmörku, og tók Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, fálega í þennan áhuga forsetans á að festa kaup á eyjunni stóru. Það leiddi til þess að Trump aflýsti fundi sínum með ráðherranum. Í tilkynningu sagðist Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, fagna opnun ræðismannsskrifstofunnar í Nuuk. „Það er skýrt að aukinn áhugi Bandaríkjanna á Grænlandi er grænlensku samfélagi til heilla. Við höfum unnið stíft að þessu markmiði og ég er ánægður að nú sjáist áþreifanlegar niðurstöður.“ Grænland Bandaríkin Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld hafa opnað ræðismannsskrifstofu sína í Nuuk á Grænlandi á nýjan leik. Í umfjöllun Politico um málið er opnun skrifstofunnar sögð hluti af viðleitni Bandaríkjamanna til þess að auka umsvif sín á norðurslóðum, og koma á sama tíma í veg fyrir að Rússar og Kínverjar geri slíkt hið sama. Skrifstofan var síðast opin árið 1953. Sagt frá enduropnuninni í tilkynningu frá Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær. Daginn áður hafði bandarískum alríkisstofnunum verið skipað að teikna upp drög að nýjum bandarískum flota ísbrjóta. Í tilkynningu Pompeo segir að opnun skrifstofunnar endurspegli „skuldbindingu Bandaríkjanna við dýpkun sambands okkar við Grænlendinga, og allt danska konungsveldið. Viðvera okkar í Nuuk mun auka þá velsæld sem við höfum deilt með vinum okkar í Danmörku og á Grænlandi, á sama tíma og við vinnum með öðrum bandamönnum á norðurslóðum og tryggjum stöðugleika og sjálfbærni uppbyggingar á svæðinu.“ Athygli vakti síðasta sumar, þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir áhuga sínum á því að kaupa Grænland. Grænland er sjálfstjórnarsvæði undir Danmörku, og tók Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, fálega í þennan áhuga forsetans á að festa kaup á eyjunni stóru. Það leiddi til þess að Trump aflýsti fundi sínum með ráðherranum. Í tilkynningu sagðist Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, fagna opnun ræðismannsskrifstofunnar í Nuuk. „Það er skýrt að aukinn áhugi Bandaríkjanna á Grænlandi er grænlensku samfélagi til heilla. Við höfum unnið stíft að þessu markmiði og ég er ánægður að nú sjáist áþreifanlegar niðurstöður.“
Grænland Bandaríkin Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Sjá meira