Mæta aftur til samningafundar eftir verkfallsboðun Atli Ísleifsson skrifar 8. júní 2020 10:17 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Erla Björg Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga mæta til samningafundar í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Fundurinn er sá fyrsti eftir að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna Fíh samþykktu að boða til verkfallsaðgerða. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh, segir að eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar lá fyrir á föstudaginn hafi ríkissáttasemjari boðað til fundarins. „Sem bæði við og formaður samninganefndar ríkisins erum algerlega tilbúin til að taka. Það stendur ekkert á okkur að halda áfram samtalinu.“ Alls greiddu 85,5 prósent félagsmanna Fíh atkvæði með verkfallsaðgerðunum, en 2.143 félagsmenn tóku þátt í atkvæðagreiðslunni eða 82,2 prósent. Einhverra hluta vegna sitjum við hér enn „Það er hálfur mánuður til stefnu þar til að verkfallsaðgerðirnar hefjast klukkan 8 að morgni 22. júní. Þetta er ótímabundið allsherjarverkfall hjá öllum þeim sem að vinna hjá stofnunum á vegum ríkisins. Þannig að við erum að tala um allar heilbrigðisstofnanir sem eru þarna undir – Sjúkrahúsið á Akureyri, Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og embætti landlæknis,“ segir Guðbjörg. Hún segist þrátt fyrir allt vilja vera bjartsýn á að samningar náist áður en til verkfalls kemur. „Við erum náttúrulega búin að sitja í hvað, fimmtán mánuði, og einhverra hluta vegna sitjum við hér enn. Ég vil samt vera bjartsýn og þess vegna mætum við. Ég trúi því ekki að staðan eigi eftir að verða þannig að við þurfum að beita þessu síðasta úrræði okkar, að fara í verkfall. En ég er bjartsýn og við mætum við opinn huga,“ segir Guðbjörg. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfallsaðgerðir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðar til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Málið var lagt til atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi og tóku 82,2 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á ofangreindum samningi. 5. júní 2020 13:38 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga mæta til samningafundar í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Fundurinn er sá fyrsti eftir að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna Fíh samþykktu að boða til verkfallsaðgerða. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh, segir að eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar lá fyrir á föstudaginn hafi ríkissáttasemjari boðað til fundarins. „Sem bæði við og formaður samninganefndar ríkisins erum algerlega tilbúin til að taka. Það stendur ekkert á okkur að halda áfram samtalinu.“ Alls greiddu 85,5 prósent félagsmanna Fíh atkvæði með verkfallsaðgerðunum, en 2.143 félagsmenn tóku þátt í atkvæðagreiðslunni eða 82,2 prósent. Einhverra hluta vegna sitjum við hér enn „Það er hálfur mánuður til stefnu þar til að verkfallsaðgerðirnar hefjast klukkan 8 að morgni 22. júní. Þetta er ótímabundið allsherjarverkfall hjá öllum þeim sem að vinna hjá stofnunum á vegum ríkisins. Þannig að við erum að tala um allar heilbrigðisstofnanir sem eru þarna undir – Sjúkrahúsið á Akureyri, Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og embætti landlæknis,“ segir Guðbjörg. Hún segist þrátt fyrir allt vilja vera bjartsýn á að samningar náist áður en til verkfalls kemur. „Við erum náttúrulega búin að sitja í hvað, fimmtán mánuði, og einhverra hluta vegna sitjum við hér enn. Ég vil samt vera bjartsýn og þess vegna mætum við. Ég trúi því ekki að staðan eigi eftir að verða þannig að við þurfum að beita þessu síðasta úrræði okkar, að fara í verkfall. En ég er bjartsýn og við mætum við opinn huga,“ segir Guðbjörg.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfallsaðgerðir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðar til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Málið var lagt til atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi og tóku 82,2 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á ofangreindum samningi. 5. júní 2020 13:38 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfallsaðgerðir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðar til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Málið var lagt til atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi og tóku 82,2 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á ofangreindum samningi. 5. júní 2020 13:38