Innlent

For­maður Sjálf­stæðis­flokksins fer yfir þunga stöðu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld.
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka Grænland með hervaldi. Hins vegar krefst hann viðræðna um eignarhald á eyjunni. Utanríkisráðherra Danmerkur hafnar öllum viðræðum.

Þingmaður og sérfræðingur málefnum Norðurslóða fer yfir tíðindi fundarins í beinni í kvöldfréttum Sýnar og spáir í næstu skref.

Meirihlutinn í borgarstjórn ákvað í gær að styrkja Félagsbústaði tvöfalt hærri upphæð en þá lágmarksupphæð sem starfshópur starfshópur um fjárhagsstöðuna leggur til í nýrri skýrslu. Borgarfulltrúi gagnrýnir að skýrslunni hafi verið haldið leyndri fyrir minnihlutanum og segir málið lykta af prófkjörsbaráttu Samfylkingarinnar.

Við förum yfir helstu tíðindi í könnun Maskínu sem kom út í dag. Fylgi Sjálfstæðisflokksins dregst saman og flokkurinn mælist minni en Viðreisn. Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir stöðuna í beinni. 

Þetta og fleira á samtengdum rásum Sýnar á slaginu 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×