Inga Sæland segir ungan frænda sinn í sárum hafa lent í klóm Þórhalls miðils Jakob Bjarnar skrifar 8. júní 2020 09:32 Inga Sæland segir ungan frænda sinn hafa lent í klóm Þórhalls miðils. Og henni sé kunnugt um fleiri fórnarlömb hans. Opinská og afdráttarlaus færsla þingmannsins hefur vakið mikla athygli og óhug. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að bróðursonur sinn hafi lent í klóm Þórhalls miðils þá er hann var í sárum eftir föðurmissi. Drengurinn hafi þá aðeins verið 17 ára gamall og leitaði til Þórhalls sem misnotaði traust drengsins. Inga greinir frá þessu opinberlega á Facebooksíðu sinni en frásögn hennar er sláandi. Inga segir að sér sé kunnugt um fleiri fórnarlömb miðilsins. Frásögn Ingu hefur vakið nokkurn óhug ef marka má athugsemdir við færslu Ingu sem hún birti í gær. „Við vitum um fleiri fórnarlömb sem áttu það sameiginlegt að hafa misst foreldri sitt og þessi níðingur nýtti sér sorg þeirra til að svala afbrigðilegum fýsnum sínum,“ segir þingmaðurinn og er afdráttarlaus. Þórhallur Guðmundsson var um árabil einn þekktasti og umtalaðasti miðill landsins. Landsréttur staðfesti í síðustu viku átján mánaða fangelsisdóm yfir Þórhalli vegna kynferðisbrots gegn karlmanni sem kom til hans í heilunarmeðferð fyrir tíu árum. Maðurinn var rúmlega tvítugur þegar brotið átti sér stað. Þórhallur neitaði allri sök í málinu en tekið var tillit til hversu langan tíma málið dróst þegar refsing hans var ákvörðuð. Brotaþoli sakaði Þórhall um að hafa fróað honum án samþykkis hans þegar hann lá nakinn á nuddbekk. Þórhallur var jafnframt sakfelldur fyrir að beita þolandann ólögmætri nauðung og misnotað þannig traust sem brotaþoli bar til hans sem heilara. Þetta rímar við frásögn Ingu. Eins og áður sagði var Þórhallur um langt árabil einn þekktasti spámiðill landsins. Árið 2015 fjallaði Þorbjörn Þórðarson fréttamaður um spámiðla í fréttaskýringarþættinum Brestum og var þar velt upp spurningunni hvort þar væru loddarar á ferð. Má sjá hér brot úr þeirri umfjöllun en þar ræðir Þorbjörn við Þórhall. Dómsmál Kynferðisofbeldi Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að bróðursonur sinn hafi lent í klóm Þórhalls miðils þá er hann var í sárum eftir föðurmissi. Drengurinn hafi þá aðeins verið 17 ára gamall og leitaði til Þórhalls sem misnotaði traust drengsins. Inga greinir frá þessu opinberlega á Facebooksíðu sinni en frásögn hennar er sláandi. Inga segir að sér sé kunnugt um fleiri fórnarlömb miðilsins. Frásögn Ingu hefur vakið nokkurn óhug ef marka má athugsemdir við færslu Ingu sem hún birti í gær. „Við vitum um fleiri fórnarlömb sem áttu það sameiginlegt að hafa misst foreldri sitt og þessi níðingur nýtti sér sorg þeirra til að svala afbrigðilegum fýsnum sínum,“ segir þingmaðurinn og er afdráttarlaus. Þórhallur Guðmundsson var um árabil einn þekktasti og umtalaðasti miðill landsins. Landsréttur staðfesti í síðustu viku átján mánaða fangelsisdóm yfir Þórhalli vegna kynferðisbrots gegn karlmanni sem kom til hans í heilunarmeðferð fyrir tíu árum. Maðurinn var rúmlega tvítugur þegar brotið átti sér stað. Þórhallur neitaði allri sök í málinu en tekið var tillit til hversu langan tíma málið dróst þegar refsing hans var ákvörðuð. Brotaþoli sakaði Þórhall um að hafa fróað honum án samþykkis hans þegar hann lá nakinn á nuddbekk. Þórhallur var jafnframt sakfelldur fyrir að beita þolandann ólögmætri nauðung og misnotað þannig traust sem brotaþoli bar til hans sem heilara. Þetta rímar við frásögn Ingu. Eins og áður sagði var Þórhallur um langt árabil einn þekktasti spámiðill landsins. Árið 2015 fjallaði Þorbjörn Þórðarson fréttamaður um spámiðla í fréttaskýringarþættinum Brestum og var þar velt upp spurningunni hvort þar væru loddarar á ferð. Má sjá hér brot úr þeirri umfjöllun en þar ræðir Þorbjörn við Þórhall.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira