Fundu engin merki um meint misferli sonar Biden í Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2020 13:41 Ruslan Ryaboshapka var ríkissaksóknari Úkraínu frá október til mars. Á þeim tíma lét hann fara yfir eldri mál, þar á meðal mál orkufyrirtækisins Burisma. Ekkert kom fram þar sem benti til þess að Hunter Biden hefði eitthvað sér til saka unnið. Vísir/EPA Fyrrverandi saksóknari í Úkraínu segir að engar vísbendingar hafi komið fram um að sonur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, hafi gert nokkuð saknæmt við endurskoðun á gömlum málsskjölum þar. Donald Trump Bandaríkjaforseti og repúblikanar hafa haldið því fram án sannana að Biden-feðgarnir hafi gerst sekir um spillingu í Úkraínu. Ruslan Ryaboshapka var ríkissaksóknari Úkraínu þar til í mars. Honum var falið að endurskoða hvort að rétt hafi verið staðið að gömlum málum þegar hann tók við embættinu í október í fyrra en spilling hefur lengið loðað við saksóknara í landinu. Á meðal þeirra mála var rannsókn á orkufyrirtækinu Burisma en Hunter Biden, sonur Joe Biden, sat í stjórn þess frá 2014 til 2019. Hluta þess tíma rak faðir hans Joe Biden stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Úkraínu en hún og önnur vestræn ríki beittu úkraínsk stjórnvöld þá þrýstingi um að uppræta landlæga spillingu. Trump og repúblikanar hafa haldið því fram án frekari rökstuðnings að Biden eldri hafi beitt sér í þágu sonar síns. Í viðtali við Reuters-fréttastofuna segir Ryaboshapka segir hann að saksóknarar hafi ekki fundið neitt um að Hunter Biden hafi komið nálægt nokkru misjöfnu. Ryaboshapka var rekinn í mars eftir að þingmenn sökuðu hann um að draga lappirnar í að reka mál. Sjálfur heldur hann því fram að sér hafi verið bolað burt þegar hann hóf umbætur á embættinu sem hafi ógnað hagsmunum spilltra stjórnmálamanna. Trump Bandaríkjaforseti var kærður fyrir embættisbrot á Bandaríkjaþingi í vetur fyrir tilraunir hans til þess að þvinga úkraínsk stjórnvöld til að hefja rannsókn á Burisma og Biden-feðgunum en fyrrverandi varaforsetinn var þá talinn líklegasti keppinautur Trump í forsetakosningum sem fara fram nú í haust. Öldungadeildin, þar sem repúblikanar ráða ríkjum, sýknaði Trump af kærunni í febrúar. Ríkisstjórn Trump hélt eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu og fundi í Hvíta húsinu sem Volodýmýr Zelenskíj, þá nýkjörinn forsetinn Úkraínu, sóttist eftir til þess að knýja á um rannsóknina á Biden. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings standa nú fyrir rannsókn á störfum Hunter Biden í Úkraínu. Biden yngri hefur sjálfur sagt að það hafi verið dómgreindarbrestur að taka stjórnarsæti í úkraínsku fyrirtæki á sama tíma og faðir hans var varaforseti en hafnað algerlega að þeir feðgarnir hefðu gert nokkuð rangt. Úkraína Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Fyrrverandi saksóknari í Úkraínu segir að engar vísbendingar hafi komið fram um að sonur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, hafi gert nokkuð saknæmt við endurskoðun á gömlum málsskjölum þar. Donald Trump Bandaríkjaforseti og repúblikanar hafa haldið því fram án sannana að Biden-feðgarnir hafi gerst sekir um spillingu í Úkraínu. Ruslan Ryaboshapka var ríkissaksóknari Úkraínu þar til í mars. Honum var falið að endurskoða hvort að rétt hafi verið staðið að gömlum málum þegar hann tók við embættinu í október í fyrra en spilling hefur lengið loðað við saksóknara í landinu. Á meðal þeirra mála var rannsókn á orkufyrirtækinu Burisma en Hunter Biden, sonur Joe Biden, sat í stjórn þess frá 2014 til 2019. Hluta þess tíma rak faðir hans Joe Biden stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Úkraínu en hún og önnur vestræn ríki beittu úkraínsk stjórnvöld þá þrýstingi um að uppræta landlæga spillingu. Trump og repúblikanar hafa haldið því fram án frekari rökstuðnings að Biden eldri hafi beitt sér í þágu sonar síns. Í viðtali við Reuters-fréttastofuna segir Ryaboshapka segir hann að saksóknarar hafi ekki fundið neitt um að Hunter Biden hafi komið nálægt nokkru misjöfnu. Ryaboshapka var rekinn í mars eftir að þingmenn sökuðu hann um að draga lappirnar í að reka mál. Sjálfur heldur hann því fram að sér hafi verið bolað burt þegar hann hóf umbætur á embættinu sem hafi ógnað hagsmunum spilltra stjórnmálamanna. Trump Bandaríkjaforseti var kærður fyrir embættisbrot á Bandaríkjaþingi í vetur fyrir tilraunir hans til þess að þvinga úkraínsk stjórnvöld til að hefja rannsókn á Burisma og Biden-feðgunum en fyrrverandi varaforsetinn var þá talinn líklegasti keppinautur Trump í forsetakosningum sem fara fram nú í haust. Öldungadeildin, þar sem repúblikanar ráða ríkjum, sýknaði Trump af kærunni í febrúar. Ríkisstjórn Trump hélt eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu og fundi í Hvíta húsinu sem Volodýmýr Zelenskíj, þá nýkjörinn forsetinn Úkraínu, sóttist eftir til þess að knýja á um rannsóknina á Biden. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings standa nú fyrir rannsókn á störfum Hunter Biden í Úkraínu. Biden yngri hefur sjálfur sagt að það hafi verið dómgreindarbrestur að taka stjórnarsæti í úkraínsku fyrirtæki á sama tíma og faðir hans var varaforseti en hafnað algerlega að þeir feðgarnir hefðu gert nokkuð rangt.
Úkraína Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira