Fundu engin merki um meint misferli sonar Biden í Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2020 13:41 Ruslan Ryaboshapka var ríkissaksóknari Úkraínu frá október til mars. Á þeim tíma lét hann fara yfir eldri mál, þar á meðal mál orkufyrirtækisins Burisma. Ekkert kom fram þar sem benti til þess að Hunter Biden hefði eitthvað sér til saka unnið. Vísir/EPA Fyrrverandi saksóknari í Úkraínu segir að engar vísbendingar hafi komið fram um að sonur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, hafi gert nokkuð saknæmt við endurskoðun á gömlum málsskjölum þar. Donald Trump Bandaríkjaforseti og repúblikanar hafa haldið því fram án sannana að Biden-feðgarnir hafi gerst sekir um spillingu í Úkraínu. Ruslan Ryaboshapka var ríkissaksóknari Úkraínu þar til í mars. Honum var falið að endurskoða hvort að rétt hafi verið staðið að gömlum málum þegar hann tók við embættinu í október í fyrra en spilling hefur lengið loðað við saksóknara í landinu. Á meðal þeirra mála var rannsókn á orkufyrirtækinu Burisma en Hunter Biden, sonur Joe Biden, sat í stjórn þess frá 2014 til 2019. Hluta þess tíma rak faðir hans Joe Biden stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Úkraínu en hún og önnur vestræn ríki beittu úkraínsk stjórnvöld þá þrýstingi um að uppræta landlæga spillingu. Trump og repúblikanar hafa haldið því fram án frekari rökstuðnings að Biden eldri hafi beitt sér í þágu sonar síns. Í viðtali við Reuters-fréttastofuna segir Ryaboshapka segir hann að saksóknarar hafi ekki fundið neitt um að Hunter Biden hafi komið nálægt nokkru misjöfnu. Ryaboshapka var rekinn í mars eftir að þingmenn sökuðu hann um að draga lappirnar í að reka mál. Sjálfur heldur hann því fram að sér hafi verið bolað burt þegar hann hóf umbætur á embættinu sem hafi ógnað hagsmunum spilltra stjórnmálamanna. Trump Bandaríkjaforseti var kærður fyrir embættisbrot á Bandaríkjaþingi í vetur fyrir tilraunir hans til þess að þvinga úkraínsk stjórnvöld til að hefja rannsókn á Burisma og Biden-feðgunum en fyrrverandi varaforsetinn var þá talinn líklegasti keppinautur Trump í forsetakosningum sem fara fram nú í haust. Öldungadeildin, þar sem repúblikanar ráða ríkjum, sýknaði Trump af kærunni í febrúar. Ríkisstjórn Trump hélt eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu og fundi í Hvíta húsinu sem Volodýmýr Zelenskíj, þá nýkjörinn forsetinn Úkraínu, sóttist eftir til þess að knýja á um rannsóknina á Biden. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings standa nú fyrir rannsókn á störfum Hunter Biden í Úkraínu. Biden yngri hefur sjálfur sagt að það hafi verið dómgreindarbrestur að taka stjórnarsæti í úkraínsku fyrirtæki á sama tíma og faðir hans var varaforseti en hafnað algerlega að þeir feðgarnir hefðu gert nokkuð rangt. Úkraína Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Fyrrverandi saksóknari í Úkraínu segir að engar vísbendingar hafi komið fram um að sonur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, hafi gert nokkuð saknæmt við endurskoðun á gömlum málsskjölum þar. Donald Trump Bandaríkjaforseti og repúblikanar hafa haldið því fram án sannana að Biden-feðgarnir hafi gerst sekir um spillingu í Úkraínu. Ruslan Ryaboshapka var ríkissaksóknari Úkraínu þar til í mars. Honum var falið að endurskoða hvort að rétt hafi verið staðið að gömlum málum þegar hann tók við embættinu í október í fyrra en spilling hefur lengið loðað við saksóknara í landinu. Á meðal þeirra mála var rannsókn á orkufyrirtækinu Burisma en Hunter Biden, sonur Joe Biden, sat í stjórn þess frá 2014 til 2019. Hluta þess tíma rak faðir hans Joe Biden stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Úkraínu en hún og önnur vestræn ríki beittu úkraínsk stjórnvöld þá þrýstingi um að uppræta landlæga spillingu. Trump og repúblikanar hafa haldið því fram án frekari rökstuðnings að Biden eldri hafi beitt sér í þágu sonar síns. Í viðtali við Reuters-fréttastofuna segir Ryaboshapka segir hann að saksóknarar hafi ekki fundið neitt um að Hunter Biden hafi komið nálægt nokkru misjöfnu. Ryaboshapka var rekinn í mars eftir að þingmenn sökuðu hann um að draga lappirnar í að reka mál. Sjálfur heldur hann því fram að sér hafi verið bolað burt þegar hann hóf umbætur á embættinu sem hafi ógnað hagsmunum spilltra stjórnmálamanna. Trump Bandaríkjaforseti var kærður fyrir embættisbrot á Bandaríkjaþingi í vetur fyrir tilraunir hans til þess að þvinga úkraínsk stjórnvöld til að hefja rannsókn á Burisma og Biden-feðgunum en fyrrverandi varaforsetinn var þá talinn líklegasti keppinautur Trump í forsetakosningum sem fara fram nú í haust. Öldungadeildin, þar sem repúblikanar ráða ríkjum, sýknaði Trump af kærunni í febrúar. Ríkisstjórn Trump hélt eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu og fundi í Hvíta húsinu sem Volodýmýr Zelenskíj, þá nýkjörinn forsetinn Úkraínu, sóttist eftir til þess að knýja á um rannsóknina á Biden. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings standa nú fyrir rannsókn á störfum Hunter Biden í Úkraínu. Biden yngri hefur sjálfur sagt að það hafi verið dómgreindarbrestur að taka stjórnarsæti í úkraínsku fyrirtæki á sama tíma og faðir hans var varaforseti en hafnað algerlega að þeir feðgarnir hefðu gert nokkuð rangt.
Úkraína Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira