Nýstofnuð sjávarakademía einblínir á sjálfbærni, umhverfismál og nýsköpun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2020 14:47 Sjávarakademía Sjávarklasans var opnuð í dag. Vísir/Hanna Andrésdóttir Sjávarakademía Sjávarklasans var sett á laggirnar í dag í nánu samstarfi við Fisktækniskóla Íslands. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, opnaði Sjávarakademíuna formlega í Húsi sjávarklasans að viðstöddum gestum að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenska sjávarklasanum. Í Sjávarakademíunni mun nemendum gefast kostur á að kynnast frumkvöðlastarfsemi sem tengist hafinu, læra um sjálfbærni og hvernig bæta megi umhverfi og afurðir hafsins. Kennslan fer að mestu fram í Húsi sjávarklasans en einnig í haftengdum fyrirtækjum og stofnunum á Suðurnesjum. “Ef einhvern tíma var þörf þá er núna nauðsyn að efla áhuga fyrir haftengdum greinum. Aldrei áður í sögunni hefur jafn mikið verið rætt um fæðuöryggi hérlendis eins og undanfarna mánuði og tækifærin í þeim efnum í hafinu við Ísland eru mikil,” segir Ólafur Jón Arnbjörnsson skólastjóri Fisktækniskólans. Boðið verður upp á nám sem stendur yfir í eina önn og hefst námið í haust. Þá verður boðið upp á sérstakt fjögurra vikna námskeið í sumar þar sem lögð er áhersla á nýsköpun, sjálfbærni og tækifæri í bláa hagkerfinu. Þá munu nemendur hitta frumkvöðla og kynnast því hvernig þau komu hugmynd í framkvæmd, læra að stofna fyrirtæki, kynnast tækifærum til að nýta sjávarauðlindir betur og svo framvegis. Skóla - og menntamál Umhverfismál Sjávarútvegur Reykjavík Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Sjávarakademía Sjávarklasans var sett á laggirnar í dag í nánu samstarfi við Fisktækniskóla Íslands. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, opnaði Sjávarakademíuna formlega í Húsi sjávarklasans að viðstöddum gestum að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenska sjávarklasanum. Í Sjávarakademíunni mun nemendum gefast kostur á að kynnast frumkvöðlastarfsemi sem tengist hafinu, læra um sjálfbærni og hvernig bæta megi umhverfi og afurðir hafsins. Kennslan fer að mestu fram í Húsi sjávarklasans en einnig í haftengdum fyrirtækjum og stofnunum á Suðurnesjum. “Ef einhvern tíma var þörf þá er núna nauðsyn að efla áhuga fyrir haftengdum greinum. Aldrei áður í sögunni hefur jafn mikið verið rætt um fæðuöryggi hérlendis eins og undanfarna mánuði og tækifærin í þeim efnum í hafinu við Ísland eru mikil,” segir Ólafur Jón Arnbjörnsson skólastjóri Fisktækniskólans. Boðið verður upp á nám sem stendur yfir í eina önn og hefst námið í haust. Þá verður boðið upp á sérstakt fjögurra vikna námskeið í sumar þar sem lögð er áhersla á nýsköpun, sjálfbærni og tækifæri í bláa hagkerfinu. Þá munu nemendur hitta frumkvöðla og kynnast því hvernig þau komu hugmynd í framkvæmd, læra að stofna fyrirtæki, kynnast tækifærum til að nýta sjávarauðlindir betur og svo framvegis.
Skóla - og menntamál Umhverfismál Sjávarútvegur Reykjavík Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira