Formanni Samtaka ferðaþjónustunnar svarað Oddný G. Harðardóttir skrifar 3. júní 2020 17:00 Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar bregst illa við facebookfærslu minni sem ég setti fram í fyrradag eftir lestur fréttar um viðtal við Gylfa Zoega prófessor í hagfræði þar sem hann ræddi m.a. ósjálfbæran vöxt ferðaþjónustunnar. Vegna viðbragða Bjarnheiðar vil ég taka það skýrt fram að ég ber enga óvild í brjósti til ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar, þvert á móti. Og ég hef miklar áhyggjur af fólkinu sem starfar við ferðaþjónustu og hefur nú misst vinnuna og óvissa er framundan. Fólk sem hefur með hug, hönd og hjarta skapað frábærar aðstæður til að taka á móti gestum. Ég finn sannarlega til með eigendum ferðaþjónustufyrirtækja sem sitja uppi með fjárfestingar sem nú eru í uppnámi. Ég óska þeim alls hins besta og vona innilega að hagur greinarinnar vænkist sem allra fyrst. Það eru hagsmunir okkar allra. Facebookfærsla mín snerist um gagnrýni á stjórnvöld fyrir það að hafa hvatt til vaxtar ferðaþjónustunnar án mótvægisaðgerða. Ég hef gagnrýnt það harðlega síðastliðin átta ár að stjórnvöld hafi ýtt undir vöxt greinarinnar á meðan innviðir samfélagsins hafi ekki verið búnir undir þann vöxt. Álagið á vegi landsins hefur kallað á viðhald og framkvæmdir sem ekki hafa átt sér stað. Álag á lögreglu hefur verið svo mikil að þjónusta við íbúa hefur orðið útundan í fjölmennustu ferðamannasveitarfélögunum. Álag á heilsugæslu og heilbrigðiskerfið hefur einnig aukist því ferðamenn slasast og verða veikir líkt og aðrir. Slík vinnubrögð stjórnvalda þjóna heldur ekki hagsmunum atvinnugreinarinnar. Gagnrýni mín snýr að stjórnvöldum sem búið hafa atvinnugreininni umgjörð sem ekki hélt nægilega sem stuðningur þegar gaf á bátinn. Enginn efast um að greinin aflaði mikilla gjaldeyristekna sem skiluðu sér til hagsbóta fyrir þjóðarbúið. En greinin er viðkvæm fyrir sveiflum og mörg fyrirtæki voru farin að draga saman seglin fyrir heimsfaraldurinn. Ferðaþjónustan mun í framtíðinni gegna stóru hlutverki í íslensku atvinnulífi. Hún mun vaxa á ný en sá vöxtur þarf að vera jafn og traustur. Fleiri stoðum þarf einnig að renna undir atvinnulífið. Gerum það saman á leiðinni okkar upp úr þeirri lægð sem heimsfaraldurinn gerði enn dýpri hér á landi. Ég hef nú þegar boðið Bjarnheiði á þingflokksfund Samfylkingarinnar sem hún hefur þegið. Samtal er betra en skeytasendingar og við í Samfylkingunni viljum gjarnan eiga gott samstarf við fulltrúa allra atvinnugreina, ekki síst þessarar ungu og þróttmiklu greinar sem á eftir að auðga samfélag okkar í bráð og lengd. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar bregst illa við facebookfærslu minni sem ég setti fram í fyrradag eftir lestur fréttar um viðtal við Gylfa Zoega prófessor í hagfræði þar sem hann ræddi m.a. ósjálfbæran vöxt ferðaþjónustunnar. Vegna viðbragða Bjarnheiðar vil ég taka það skýrt fram að ég ber enga óvild í brjósti til ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar, þvert á móti. Og ég hef miklar áhyggjur af fólkinu sem starfar við ferðaþjónustu og hefur nú misst vinnuna og óvissa er framundan. Fólk sem hefur með hug, hönd og hjarta skapað frábærar aðstæður til að taka á móti gestum. Ég finn sannarlega til með eigendum ferðaþjónustufyrirtækja sem sitja uppi með fjárfestingar sem nú eru í uppnámi. Ég óska þeim alls hins besta og vona innilega að hagur greinarinnar vænkist sem allra fyrst. Það eru hagsmunir okkar allra. Facebookfærsla mín snerist um gagnrýni á stjórnvöld fyrir það að hafa hvatt til vaxtar ferðaþjónustunnar án mótvægisaðgerða. Ég hef gagnrýnt það harðlega síðastliðin átta ár að stjórnvöld hafi ýtt undir vöxt greinarinnar á meðan innviðir samfélagsins hafi ekki verið búnir undir þann vöxt. Álagið á vegi landsins hefur kallað á viðhald og framkvæmdir sem ekki hafa átt sér stað. Álag á lögreglu hefur verið svo mikil að þjónusta við íbúa hefur orðið útundan í fjölmennustu ferðamannasveitarfélögunum. Álag á heilsugæslu og heilbrigðiskerfið hefur einnig aukist því ferðamenn slasast og verða veikir líkt og aðrir. Slík vinnubrögð stjórnvalda þjóna heldur ekki hagsmunum atvinnugreinarinnar. Gagnrýni mín snýr að stjórnvöldum sem búið hafa atvinnugreininni umgjörð sem ekki hélt nægilega sem stuðningur þegar gaf á bátinn. Enginn efast um að greinin aflaði mikilla gjaldeyristekna sem skiluðu sér til hagsbóta fyrir þjóðarbúið. En greinin er viðkvæm fyrir sveiflum og mörg fyrirtæki voru farin að draga saman seglin fyrir heimsfaraldurinn. Ferðaþjónustan mun í framtíðinni gegna stóru hlutverki í íslensku atvinnulífi. Hún mun vaxa á ný en sá vöxtur þarf að vera jafn og traustur. Fleiri stoðum þarf einnig að renna undir atvinnulífið. Gerum það saman á leiðinni okkar upp úr þeirri lægð sem heimsfaraldurinn gerði enn dýpri hér á landi. Ég hef nú þegar boðið Bjarnheiði á þingflokksfund Samfylkingarinnar sem hún hefur þegið. Samtal er betra en skeytasendingar og við í Samfylkingunni viljum gjarnan eiga gott samstarf við fulltrúa allra atvinnugreina, ekki síst þessarar ungu og þróttmiklu greinar sem á eftir að auðga samfélag okkar í bráð og lengd. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar