Ásókn í auðlindir Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 2. júní 2020 09:00 Við verðum að búa svo um hnútana að náttúruauðlindir okkar nýtist kynslóðum landsins hverju sinni og að aðgengi að þeim sé tryggt með sjálfbærum nýtingarétti til takmarkaðs tíma í senn. Þrátt fyrir hraðar samfélagsbreytingar þá er undirstaða efnahags okkar auðlindanýting. Hvort sem um er að ræða nýtingu á gjöfulum sjávarmiðum, sölu á endurnýjanlegri raforku til stóriðju eða komu ferðamanna til að sjá stórbrotna náttúru landsins. Við berum ábyrgð á því að nýta auðlindir okkar á skynsaman og hagkvæman hátt samhliða því að fólkið í landinu upplifi að nýtingin sé sanngjörn, gagnsæ og sjálfbær og skili arði til samfélagsins. Við getum ekki horft upp á að auðmenn sölsi undir sig jarðir, vatnsföll, orkuauðlindir og sjávarauðlindina án þess að tekið sé til varnar fyrir land og þjóð. Sjálfstæði hverrar þjóðar byggist m.a. á að geta haft fullan yfirráðarétt yfir sinni auðlindanýtingu og að eignarhald færist ekki á hendur þeim sem bera enga samfélagslega ábyrgð heldur séu reknir áfram af auðsöfnun og græðgi. Afleiðingar þessa eru ójöfnuður og byggðaröskun, auðlindirnar færast frá þeim sem byggja afkomu sína á auðlindanýtingu í sínu nærumhverfi og rétturinn er tekinn frá komandi kynslóðum á að geta nýtt auðlindirnar í sínu nærumhverfi með sjálfbærum hætti. Tryggja þarf sem best að land sem er nytsamlegt til matvælaframleiðslu verði ekki tekið til annara nota með varanlegum hætti því öflug matvælaframleiðsla er okkur mjög dýrmæt til að tryggja matvælaöryggi. Peningaöflin ásælast mjög okkar vistvænu orku og uppkaup auðmanna á laxveiðijörðum eru dæmi um ásælni og græðgi í yfirráð yfir verðmætum sem hafa verið mikill stuðningur við búsetu í sveitum landsins. Sumargjafir eigenda stærsta útgerðarfélags landsins til afkomenda sinna er sláandi dæmi um hvernig við erum komin á villigötur í að færa eignarhald á endurnýjanlegri sameign þjóðarinnar, sjávarauðlindinni á milli kynslóða sem hafa ekkert meiri rétt til þessara fjármuna en Jón og Gunna sem byggja Ísland. Hvað er til ráða? Alþingi er með til meðferðar mikilvæg frumvörp sem eru skref í rétta átt í nýtingu auðlinda. Þar má nefna frumvarp forsætisráðherra um breytingar á lögum um eignarráð og nýtingu fasteigna annars vegar og frumvarp um minnihlutavernd í veiðifélögum hins vegar. Óheft framsal kvótakerfisins hefur bitnað harkalega á mörgum sjávarbyggðum og ýtt undir fólksfækkun. Mikil verðmætasköpun hefur átt sér stað í sjávarútvegi í skjóli hagræðingar og samþjöppunar á kostnað félagslegra- og byggðarsjónarmiða. Fáir einstaklingar og fyrirtæki hafa grætt á tá og fingri á kostnað nýliðunar í atvinnugreininni og atvinnuöryggis íbúa sjávarbyggðanna. Það er aldrei mikilvægara en nú að koma auðlindarákvæði í stjórnarskrá og festa í sessi að landsréttindi og auðlindir á láði og í legi sem ekki eru háðar einkaeignarrétti séu í eign íslensku þjóðarinnar. Ásælni í auðlindir þjóða er alþjóðlegt vandamál. Hún grefur undan lýðræði og möguleikum þjóða til að tryggja efnahagslegt sjálfstæði, sjálfbæra nýtingu og að afraksturinn af nýtingu auðlindanna renni til fólksins sem byggir landið. Þessari hættulegu þróun eigum við að berjast gegn og klára sem fyrst þau mál sem bíða afgreiðslu Alþingis. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Alþingi Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Við verðum að búa svo um hnútana að náttúruauðlindir okkar nýtist kynslóðum landsins hverju sinni og að aðgengi að þeim sé tryggt með sjálfbærum nýtingarétti til takmarkaðs tíma í senn. Þrátt fyrir hraðar samfélagsbreytingar þá er undirstaða efnahags okkar auðlindanýting. Hvort sem um er að ræða nýtingu á gjöfulum sjávarmiðum, sölu á endurnýjanlegri raforku til stóriðju eða komu ferðamanna til að sjá stórbrotna náttúru landsins. Við berum ábyrgð á því að nýta auðlindir okkar á skynsaman og hagkvæman hátt samhliða því að fólkið í landinu upplifi að nýtingin sé sanngjörn, gagnsæ og sjálfbær og skili arði til samfélagsins. Við getum ekki horft upp á að auðmenn sölsi undir sig jarðir, vatnsföll, orkuauðlindir og sjávarauðlindina án þess að tekið sé til varnar fyrir land og þjóð. Sjálfstæði hverrar þjóðar byggist m.a. á að geta haft fullan yfirráðarétt yfir sinni auðlindanýtingu og að eignarhald færist ekki á hendur þeim sem bera enga samfélagslega ábyrgð heldur séu reknir áfram af auðsöfnun og græðgi. Afleiðingar þessa eru ójöfnuður og byggðaröskun, auðlindirnar færast frá þeim sem byggja afkomu sína á auðlindanýtingu í sínu nærumhverfi og rétturinn er tekinn frá komandi kynslóðum á að geta nýtt auðlindirnar í sínu nærumhverfi með sjálfbærum hætti. Tryggja þarf sem best að land sem er nytsamlegt til matvælaframleiðslu verði ekki tekið til annara nota með varanlegum hætti því öflug matvælaframleiðsla er okkur mjög dýrmæt til að tryggja matvælaöryggi. Peningaöflin ásælast mjög okkar vistvænu orku og uppkaup auðmanna á laxveiðijörðum eru dæmi um ásælni og græðgi í yfirráð yfir verðmætum sem hafa verið mikill stuðningur við búsetu í sveitum landsins. Sumargjafir eigenda stærsta útgerðarfélags landsins til afkomenda sinna er sláandi dæmi um hvernig við erum komin á villigötur í að færa eignarhald á endurnýjanlegri sameign þjóðarinnar, sjávarauðlindinni á milli kynslóða sem hafa ekkert meiri rétt til þessara fjármuna en Jón og Gunna sem byggja Ísland. Hvað er til ráða? Alþingi er með til meðferðar mikilvæg frumvörp sem eru skref í rétta átt í nýtingu auðlinda. Þar má nefna frumvarp forsætisráðherra um breytingar á lögum um eignarráð og nýtingu fasteigna annars vegar og frumvarp um minnihlutavernd í veiðifélögum hins vegar. Óheft framsal kvótakerfisins hefur bitnað harkalega á mörgum sjávarbyggðum og ýtt undir fólksfækkun. Mikil verðmætasköpun hefur átt sér stað í sjávarútvegi í skjóli hagræðingar og samþjöppunar á kostnað félagslegra- og byggðarsjónarmiða. Fáir einstaklingar og fyrirtæki hafa grætt á tá og fingri á kostnað nýliðunar í atvinnugreininni og atvinnuöryggis íbúa sjávarbyggðanna. Það er aldrei mikilvægara en nú að koma auðlindarákvæði í stjórnarskrá og festa í sessi að landsréttindi og auðlindir á láði og í legi sem ekki eru háðar einkaeignarrétti séu í eign íslensku þjóðarinnar. Ásælni í auðlindir þjóða er alþjóðlegt vandamál. Hún grefur undan lýðræði og möguleikum þjóða til að tryggja efnahagslegt sjálfstæði, sjálfbæra nýtingu og að afraksturinn af nýtingu auðlindanna renni til fólksins sem byggir landið. Þessari hættulegu þróun eigum við að berjast gegn og klára sem fyrst þau mál sem bíða afgreiðslu Alþingis. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun