Dæmdur öðru sinni fyrir kynferðisbrot gegn barni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2020 15:56 Landsréttur dæmdi í málinu á föstudag. Vísir/Egill Anthony Lee Bellere var á föstudag sakfelldur fyrir Landsrétti fyrir ítrekuð kynferðisbrot, tilraun til kynferðisbrots, hótun, áfengislagabrot, brot gegn barnverndarlögum og umferðalagabrot. Hann var dæmdur í tólf mánaða fangelsi og hefur verið sviptur ökuréttindum til æviloka. Þá er honum gert að greiða þolanda 600 þúsund krónur í miskabætur. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði tekið málið fyrir þann 5. apríl 2019 og dæmdi Anthony í sextán mánaða fangelsi sem Landsréttur mildaði. Héraðsdómur. Anthony krafðist þess fyrir Landsrétti að dómurinn yrði mildaður og refsingin skilorðsbundin að öllu leyti. Hann hafði játað verknaðinn fyrir héraðsdómi. Anthony er á 54. aldursári en hann braut á stúlku sem þá var fimmtán ára gömul. Hann sendi henni fjölda grófra textaskilaboða bæði í formi sms-skilaboða og í gegn um Facebook sem innihéldu „kynferðislegt og ósiðlegt orðbragð“ og eina mynd af getnaðarlim sínum í gegn um sama samskiptavef. Sjá einnig: Dæmdur kynferðisbrotamaður áfram í haldi Hann blekkti stúlkuna með því að nota Facbook aðgang með öðru nafni og sagðist hann vera töluvert yngri en hann er. Þá sendi hann stúlkunni andlitsmynd af óþekktum ungum karlmanni sem mynd af sjálfum sér en skilaboðin voru ítrekuð og „til þess fallin að særa blygðunarsemi hennar og valda henni ótta.“ Hann gerði þá tilraun til að tæla hana til að hafa við sig kynferðismök með því að setja sig í samband við hana af fyrra bragði, afhenda henni áfengi, nánar til tekið einn brúsa af landa og senda henni fjölda skilaboða. Eftir að hann hafði afhent henni áfengið bauð hann henni heim til sín og óskaði eftir kynferðismökum með henni og lagði til að hún greiddi fyrir áfengið með því að hafa með honum kynferðismök. Þá aflaði hann sér tveggja ljósmynda af stúlkunni sem sýna hana á kynferðislegan og klámfenginn hátt að því er segir í dómnum og bað hana einnig að senda myndir af sér, sem hún gerði í gegn um Facebook. Áður hafði hann hótað henni þannig að hún óttaðist um líf sitt og heilbrigði. Sjá einnig: Móðir fórnarlambs hvetur til varúðar gagnvart netinu Anthony á að baki langan sakaferil sem nær aftur til ársins 1983 og einkennist af auðgunar- og umferðarlagabrotum. Árið 2008 var hann dæmdur í Hæstarétti í fangelsi í fimm ár fyrir kynferðisbrot og þjófnað. Honum var veitt reynslulausn í júlí 2011 í tvö ár en rauf skilyrði reynslulausnarinnar í júlí 2012. Hann afplánaði eftirstöðvar refsingarinnar til 2014. „Hvað sem framangreindu líður verður ekki hjá því litið að ákærði lét sér ekki segjast eftir að hann var dæmdur fyrir alvarlegt kynferðisbrot gegn ungri stúlku heldur hélt uppteknum hætti. Ásetningur hans var einbeittur eins og aðferðirnar sem hann beitti bera með sér. Var háttsemi ákærða til þess fallin að valda brotaþola, sem er ung að árum, vanlíðan og hafa í för með sér ófyrirséðar afleiðingar. Gildir hér einu þó að kynferðisbrotin hafi átt sér stað á netinu en ungir þolendur slíkra brota njóta ríkrar verndar og gildir einu þó að samþykki þeirra við háttsemi eða einhvers konar þátttaka komi til,“ segir í dómnum. Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Anthony Lee Bellere var á föstudag sakfelldur fyrir Landsrétti fyrir ítrekuð kynferðisbrot, tilraun til kynferðisbrots, hótun, áfengislagabrot, brot gegn barnverndarlögum og umferðalagabrot. Hann var dæmdur í tólf mánaða fangelsi og hefur verið sviptur ökuréttindum til æviloka. Þá er honum gert að greiða þolanda 600 þúsund krónur í miskabætur. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði tekið málið fyrir þann 5. apríl 2019 og dæmdi Anthony í sextán mánaða fangelsi sem Landsréttur mildaði. Héraðsdómur. Anthony krafðist þess fyrir Landsrétti að dómurinn yrði mildaður og refsingin skilorðsbundin að öllu leyti. Hann hafði játað verknaðinn fyrir héraðsdómi. Anthony er á 54. aldursári en hann braut á stúlku sem þá var fimmtán ára gömul. Hann sendi henni fjölda grófra textaskilaboða bæði í formi sms-skilaboða og í gegn um Facebook sem innihéldu „kynferðislegt og ósiðlegt orðbragð“ og eina mynd af getnaðarlim sínum í gegn um sama samskiptavef. Sjá einnig: Dæmdur kynferðisbrotamaður áfram í haldi Hann blekkti stúlkuna með því að nota Facbook aðgang með öðru nafni og sagðist hann vera töluvert yngri en hann er. Þá sendi hann stúlkunni andlitsmynd af óþekktum ungum karlmanni sem mynd af sjálfum sér en skilaboðin voru ítrekuð og „til þess fallin að særa blygðunarsemi hennar og valda henni ótta.“ Hann gerði þá tilraun til að tæla hana til að hafa við sig kynferðismök með því að setja sig í samband við hana af fyrra bragði, afhenda henni áfengi, nánar til tekið einn brúsa af landa og senda henni fjölda skilaboða. Eftir að hann hafði afhent henni áfengið bauð hann henni heim til sín og óskaði eftir kynferðismökum með henni og lagði til að hún greiddi fyrir áfengið með því að hafa með honum kynferðismök. Þá aflaði hann sér tveggja ljósmynda af stúlkunni sem sýna hana á kynferðislegan og klámfenginn hátt að því er segir í dómnum og bað hana einnig að senda myndir af sér, sem hún gerði í gegn um Facebook. Áður hafði hann hótað henni þannig að hún óttaðist um líf sitt og heilbrigði. Sjá einnig: Móðir fórnarlambs hvetur til varúðar gagnvart netinu Anthony á að baki langan sakaferil sem nær aftur til ársins 1983 og einkennist af auðgunar- og umferðarlagabrotum. Árið 2008 var hann dæmdur í Hæstarétti í fangelsi í fimm ár fyrir kynferðisbrot og þjófnað. Honum var veitt reynslulausn í júlí 2011 í tvö ár en rauf skilyrði reynslulausnarinnar í júlí 2012. Hann afplánaði eftirstöðvar refsingarinnar til 2014. „Hvað sem framangreindu líður verður ekki hjá því litið að ákærði lét sér ekki segjast eftir að hann var dæmdur fyrir alvarlegt kynferðisbrot gegn ungri stúlku heldur hélt uppteknum hætti. Ásetningur hans var einbeittur eins og aðferðirnar sem hann beitti bera með sér. Var háttsemi ákærða til þess fallin að valda brotaþola, sem er ung að árum, vanlíðan og hafa í för með sér ófyrirséðar afleiðingar. Gildir hér einu þó að kynferðisbrotin hafi átt sér stað á netinu en ungir þolendur slíkra brota njóta ríkrar verndar og gildir einu þó að samþykki þeirra við háttsemi eða einhvers konar þátttaka komi til,“ segir í dómnum.
Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira