Heilbrigðisþjónusta ríkisrekin og ekki ríkisrekin Sigurður Páll Jónsson skrifar 29. maí 2020 18:30 Umsvif heilbrigðisþjónustu hefur tekið gríðarlegum breytingum á síðustu árum og áratugum. Tækniframfarir á öllum sviðum heilbrigðismála eru og hafa verið í örri þróun sem gerir möguleika okkar að fást við hina ýmsu sjúkdóma bæði líkamlega og andlega á mun árangursríkari hátt en áður var. Þetta er gleðiefni, þó koma upp sjúkdómar eins og sá sem nú skekur heiminn, Covid-19 sem setur allt mannlegt samfélag á móður jörð á hliðina. Þetta kennir manni að vanmáttur mannsins gegn lífinu er hnattrænn. Hér á Íslandi er árangur við þessa veiru gríðarlega aðdáunarverður og ber að þakka fyrir það. Heilbrigðiskerfið hér á landi hefur verið ríkisrekið í bland við einka- og félagarekstur og gengið bærilega. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa stjórnendur fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu sem ekki eru ríkisrekin kvartað yfir sinni stöðu gagnvart hinu opinbera og þá helst heilbrigðisráðuneytinu. Það er eins og ráðherra heilbrigðismála sjái „rautt“ ef viðkomandi heilbrigðisþjónusta er ekki ríkisrekin. Vill heilbrigðisráherra að hjúkrunar- og dvalarheimili, fíknmeðferðir, sjúkraþjálfun og önnur heilbrigðisþjónusta sem ekki er ríkisrekin verði komið fyrir í fangi ríkisins. Væri það ódýrara fyrir skattgreiðendur okkar lands? Í kastljósþætti kom fram hjá Kára Stefánssyni að hans fyrirtæki, Erfðagreining kæmi ekki að frekari skimunum nema af beiðni Þórólf sóttvarnalæknis. Erfðagreining á stóran þátt í því hvað vel hefur gengið í baráttunni við Covid-19 en að sögn Kára ekki fengið svo mikið sem „takk“ frá heilbrigðisráðherra. Samtök félaga í velferðarþjónustu sem halda úti þjónustu hjúkrunar- og dvalarheimila hafa lyft grettistaki í þeim árangri að halda sýkingum frá hjúkrunarheimilunum í covid-19 fárinu og því hefur fylgt mikil kostnaður. Þau haf þurft að gera tvíbýli að einbýli, og orðið þar af leiðandi af þeim af tekjum frá ríkinu vegna minni nýtingu dvalarrýma út af 2 metra reglu út af Covid-19. Ríkið greiðir ekki fyrir þjónustu dvalarýma nema þau séu nýtt, þannig að minni nýting rýma vegna Covid-19 hefur rýrt tekjur hjúkrunarheimila sem því nemur. þar hefur starfsfólk lagt á sig mikla aukavinnu til að mæta því ástandi sem veiran hefur haft í fór með sér. Í tíð núverandi ríkisstjórna hefur orðið raun lækkun á daggjöldum til hjúkrunarheimila þrátt fyrir skýr fyrirheit í stjórnarsáttmálanum um annað. Ítrekað hefur verið leitað eftir leiðréttingu á því en ekki fengist. Hrópandi er sá munur á daggjöldum sem heimilin fá til móts við þann kostnað sem t.d. kostar ríkið (Landspítala) að reka Vífilsstaði og hafa Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu ítrekað bent á þann mismun. Hjúkrunarheimili á Íslandi og starfmenn þeirra hafa sýnt það og sannað nú á tímum Covid-19 hverslags úrvalsstarfsemi fer fram á hjúkrunarheimilum á Íslandi. Staðan á hjúkrunarheimilum hér á landi í samanburði við ýmis nágrannalönd er sláandi. Starfsfólki hjúkrunarheimila ber að þakka og er rétt að taka fram að heimilin sáu til þess með framgöngu sinni að álag á sjúkrahúsum og þá sérstaklega Landspítala varð minn en reikna mátti með. Rekstrarform það sem mörg heimilin starfa innan, svokallað sjálfseignarstofnanaform, hefur sannað gildi sitt í gegnum árin og áratugina, ríkið á ekki að standa í slíkum rekstri þó það greiði að sjálfsögðu fyrir þjónustuna. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa sannað tilverurétt sinn með sinni framgöngu og hagsmunabaráttu fyrir hjúkrunarheimili landsins, burtséð frá baklandi og rekstrarformi hvers og eins heimilis. Formfesta ætti samskipti ríkisvaldsins enn frekar við heimilin þannig að samráð og samvinna yrði tryggð með bestum og skýrustum hætti til framtíðar. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Umsvif heilbrigðisþjónustu hefur tekið gríðarlegum breytingum á síðustu árum og áratugum. Tækniframfarir á öllum sviðum heilbrigðismála eru og hafa verið í örri þróun sem gerir möguleika okkar að fást við hina ýmsu sjúkdóma bæði líkamlega og andlega á mun árangursríkari hátt en áður var. Þetta er gleðiefni, þó koma upp sjúkdómar eins og sá sem nú skekur heiminn, Covid-19 sem setur allt mannlegt samfélag á móður jörð á hliðina. Þetta kennir manni að vanmáttur mannsins gegn lífinu er hnattrænn. Hér á Íslandi er árangur við þessa veiru gríðarlega aðdáunarverður og ber að þakka fyrir það. Heilbrigðiskerfið hér á landi hefur verið ríkisrekið í bland við einka- og félagarekstur og gengið bærilega. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa stjórnendur fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu sem ekki eru ríkisrekin kvartað yfir sinni stöðu gagnvart hinu opinbera og þá helst heilbrigðisráðuneytinu. Það er eins og ráðherra heilbrigðismála sjái „rautt“ ef viðkomandi heilbrigðisþjónusta er ekki ríkisrekin. Vill heilbrigðisráherra að hjúkrunar- og dvalarheimili, fíknmeðferðir, sjúkraþjálfun og önnur heilbrigðisþjónusta sem ekki er ríkisrekin verði komið fyrir í fangi ríkisins. Væri það ódýrara fyrir skattgreiðendur okkar lands? Í kastljósþætti kom fram hjá Kára Stefánssyni að hans fyrirtæki, Erfðagreining kæmi ekki að frekari skimunum nema af beiðni Þórólf sóttvarnalæknis. Erfðagreining á stóran þátt í því hvað vel hefur gengið í baráttunni við Covid-19 en að sögn Kára ekki fengið svo mikið sem „takk“ frá heilbrigðisráðherra. Samtök félaga í velferðarþjónustu sem halda úti þjónustu hjúkrunar- og dvalarheimila hafa lyft grettistaki í þeim árangri að halda sýkingum frá hjúkrunarheimilunum í covid-19 fárinu og því hefur fylgt mikil kostnaður. Þau haf þurft að gera tvíbýli að einbýli, og orðið þar af leiðandi af þeim af tekjum frá ríkinu vegna minni nýtingu dvalarrýma út af 2 metra reglu út af Covid-19. Ríkið greiðir ekki fyrir þjónustu dvalarýma nema þau séu nýtt, þannig að minni nýting rýma vegna Covid-19 hefur rýrt tekjur hjúkrunarheimila sem því nemur. þar hefur starfsfólk lagt á sig mikla aukavinnu til að mæta því ástandi sem veiran hefur haft í fór með sér. Í tíð núverandi ríkisstjórna hefur orðið raun lækkun á daggjöldum til hjúkrunarheimila þrátt fyrir skýr fyrirheit í stjórnarsáttmálanum um annað. Ítrekað hefur verið leitað eftir leiðréttingu á því en ekki fengist. Hrópandi er sá munur á daggjöldum sem heimilin fá til móts við þann kostnað sem t.d. kostar ríkið (Landspítala) að reka Vífilsstaði og hafa Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu ítrekað bent á þann mismun. Hjúkrunarheimili á Íslandi og starfmenn þeirra hafa sýnt það og sannað nú á tímum Covid-19 hverslags úrvalsstarfsemi fer fram á hjúkrunarheimilum á Íslandi. Staðan á hjúkrunarheimilum hér á landi í samanburði við ýmis nágrannalönd er sláandi. Starfsfólki hjúkrunarheimila ber að þakka og er rétt að taka fram að heimilin sáu til þess með framgöngu sinni að álag á sjúkrahúsum og þá sérstaklega Landspítala varð minn en reikna mátti með. Rekstrarform það sem mörg heimilin starfa innan, svokallað sjálfseignarstofnanaform, hefur sannað gildi sitt í gegnum árin og áratugina, ríkið á ekki að standa í slíkum rekstri þó það greiði að sjálfsögðu fyrir þjónustuna. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa sannað tilverurétt sinn með sinni framgöngu og hagsmunabaráttu fyrir hjúkrunarheimili landsins, burtséð frá baklandi og rekstrarformi hvers og eins heimilis. Formfesta ætti samskipti ríkisvaldsins enn frekar við heimilin þannig að samráð og samvinna yrði tryggð með bestum og skýrustum hætti til framtíðar. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun