„Að skima fólk sem er ekki með einkenni eru ekki góð vísindi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. maí 2020 17:24 Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Stöð 2 Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, segir að það séu ekki góð vísindi að taka sýni úr einkennalausum ferðamönnum á landamærunum líkt og fyrirhugað er í júní. Hún var til viðtals í Reykjavík síðdegis. „Það að skima fólk sem er ekki með einkenni eru ekki góð vísindi. Það er mjög hátt hlutfall af falskt neikvæðum sýnum þannig að við munum hvort eð er hleypa til landsins einstaklingum sem hugsanlega eru með veiruna og eru sýktir en eru ekki með jákvætt sýni.“ Orku heilbrigðisstarfsfólks sé betur varið í annað Hún segir að gífurlega mikil orka, fjármunir og vinna hafa farið í að skoða möguleikann á að skima ferðamenn á landamærunum. Áætlanir stjórnvalda um skimun á Keflavíkurflugvelli séu ekki ráðlegar. „Ég held við ættum að íhuga þá orku okkar heilbrigðisstarfsmanna og fjármuni sem muni fara í þetta verkefni sem hugsanlega væri betur varið annars staðar vegna þess að þetta mun ekki koma í veg fyrir að veiran berist til landsins.“ Hún segir að miklar líkur séu á því að jákvæð sýni muni greinast úr einkennalausum ferðamönnum sem mögulega hafi verið veikir fyrir mánuði eða meira, komnir með mótefni og ekki smitandi. „En við þurfum þá að bera ábyrgð á að einangra þá, fæða þá og veita þeim húsnæði í fjórtán daga,“ segir Bryndís sem bendir á þann mikla kostnað sem af því hlýst. Lítið þurfi til að Landspítalinn fari aftur á neyðarstig Bryndís var spurð hvort hún hefði miklar áhyggjur af því að smitum muni taka að fjölga eftir að landið verður opnað í júní. „Það munu koma til Íslands ferðamenn og Íslendingar sem munu bera veiruna í sér. Það er óumflýjanlegt. Það er mikilvægt, finnst mér, að landsmenn átti sig á því að það þarf ekki mikið til að Landspítalinn sé settur aftur á ákveðið viðbúnaðarstig og jafnvel neyðarstig.“ Viðbúnaður á Landspítalanum þegar faraldurinn var í hámarki var gríðarlegur. „Í tvo mánuði þá snerist heilbrigðiskerfið okkar um þessa veiru og allt annað sat á hakanum. Mér finnst mikilvægt að fólk átti sig á því að þessi staða gæti komið upp aftur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Verðum að vera nægilega stórar manneskjur til þess að láta þetta ekki snúast um okkur“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kveðst ekki hafa staldrað við ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um hana sem hann lét falla í Kastljósi í gær. 28. maí 2020 18:19 „Alveg ljóst“ að ef skima eigi fleiri en 500 á dag þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar Dómsmálaráðherra segir alveg ljóst, að ef það eiga að fara fram fleiri en 500 skimanir á dag fyrir covid-19 á landamærum, þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar. 28. maí 2020 14:25 Vill að sóttvarnalæknir stýri skimunarverkefninu á Keflavíkurflugvelli Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að bæta þurfi samskipti við heilbrigðisráðuneytið. Hann telur eðlilegt að sóttvarnalæknir hafi yfirumsjón með verkefninu skimunum á Keflavíkurflugvelli. Hann eigi í engri baráttu við sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 28. maí 2020 14:02 Kári segir líklegt að Íslensk erfðagreining hjálpi til við skimun á landamærum Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kvað það líklegt að til samstarfs Íslenkrar erfðagreiningar og yfirvöldum komi við kórónuveiruskimun á Keflavíkurflugvelli. 28. maí 2020 11:59 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, segir að það séu ekki góð vísindi að taka sýni úr einkennalausum ferðamönnum á landamærunum líkt og fyrirhugað er í júní. Hún var til viðtals í Reykjavík síðdegis. „Það að skima fólk sem er ekki með einkenni eru ekki góð vísindi. Það er mjög hátt hlutfall af falskt neikvæðum sýnum þannig að við munum hvort eð er hleypa til landsins einstaklingum sem hugsanlega eru með veiruna og eru sýktir en eru ekki með jákvætt sýni.“ Orku heilbrigðisstarfsfólks sé betur varið í annað Hún segir að gífurlega mikil orka, fjármunir og vinna hafa farið í að skoða möguleikann á að skima ferðamenn á landamærunum. Áætlanir stjórnvalda um skimun á Keflavíkurflugvelli séu ekki ráðlegar. „Ég held við ættum að íhuga þá orku okkar heilbrigðisstarfsmanna og fjármuni sem muni fara í þetta verkefni sem hugsanlega væri betur varið annars staðar vegna þess að þetta mun ekki koma í veg fyrir að veiran berist til landsins.“ Hún segir að miklar líkur séu á því að jákvæð sýni muni greinast úr einkennalausum ferðamönnum sem mögulega hafi verið veikir fyrir mánuði eða meira, komnir með mótefni og ekki smitandi. „En við þurfum þá að bera ábyrgð á að einangra þá, fæða þá og veita þeim húsnæði í fjórtán daga,“ segir Bryndís sem bendir á þann mikla kostnað sem af því hlýst. Lítið þurfi til að Landspítalinn fari aftur á neyðarstig Bryndís var spurð hvort hún hefði miklar áhyggjur af því að smitum muni taka að fjölga eftir að landið verður opnað í júní. „Það munu koma til Íslands ferðamenn og Íslendingar sem munu bera veiruna í sér. Það er óumflýjanlegt. Það er mikilvægt, finnst mér, að landsmenn átti sig á því að það þarf ekki mikið til að Landspítalinn sé settur aftur á ákveðið viðbúnaðarstig og jafnvel neyðarstig.“ Viðbúnaður á Landspítalanum þegar faraldurinn var í hámarki var gríðarlegur. „Í tvo mánuði þá snerist heilbrigðiskerfið okkar um þessa veiru og allt annað sat á hakanum. Mér finnst mikilvægt að fólk átti sig á því að þessi staða gæti komið upp aftur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Verðum að vera nægilega stórar manneskjur til þess að láta þetta ekki snúast um okkur“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kveðst ekki hafa staldrað við ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um hana sem hann lét falla í Kastljósi í gær. 28. maí 2020 18:19 „Alveg ljóst“ að ef skima eigi fleiri en 500 á dag þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar Dómsmálaráðherra segir alveg ljóst, að ef það eiga að fara fram fleiri en 500 skimanir á dag fyrir covid-19 á landamærum, þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar. 28. maí 2020 14:25 Vill að sóttvarnalæknir stýri skimunarverkefninu á Keflavíkurflugvelli Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að bæta þurfi samskipti við heilbrigðisráðuneytið. Hann telur eðlilegt að sóttvarnalæknir hafi yfirumsjón með verkefninu skimunum á Keflavíkurflugvelli. Hann eigi í engri baráttu við sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 28. maí 2020 14:02 Kári segir líklegt að Íslensk erfðagreining hjálpi til við skimun á landamærum Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kvað það líklegt að til samstarfs Íslenkrar erfðagreiningar og yfirvöldum komi við kórónuveiruskimun á Keflavíkurflugvelli. 28. maí 2020 11:59 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
„Verðum að vera nægilega stórar manneskjur til þess að láta þetta ekki snúast um okkur“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kveðst ekki hafa staldrað við ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um hana sem hann lét falla í Kastljósi í gær. 28. maí 2020 18:19
„Alveg ljóst“ að ef skima eigi fleiri en 500 á dag þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar Dómsmálaráðherra segir alveg ljóst, að ef það eiga að fara fram fleiri en 500 skimanir á dag fyrir covid-19 á landamærum, þurfi aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar. 28. maí 2020 14:25
Vill að sóttvarnalæknir stýri skimunarverkefninu á Keflavíkurflugvelli Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að bæta þurfi samskipti við heilbrigðisráðuneytið. Hann telur eðlilegt að sóttvarnalæknir hafi yfirumsjón með verkefninu skimunum á Keflavíkurflugvelli. Hann eigi í engri baráttu við sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 28. maí 2020 14:02
Kári segir líklegt að Íslensk erfðagreining hjálpi til við skimun á landamærum Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kvað það líklegt að til samstarfs Íslenkrar erfðagreiningar og yfirvöldum komi við kórónuveiruskimun á Keflavíkurflugvelli. 28. maí 2020 11:59