Toppurinn á ferli Kristjáns Arasonar var fyrir nákvæmlega þrjátíu árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2020 17:00 Kristján Arason skrifaði nýjan kafla í sögu íslenskra boltaíþrótta á þessum degi fyrir þrjátíu árum síðar. Skjámynd/Youtube Kristján Arason varð Evrópumeistari bikarhafa 29. maí 1990 með félögum sínum í spænska Teka Santander. Teka Santander vann þá upp tveggja marka forskot sænska liðsins Drott með því að vinna 23-18 sigur í seinni leiknum á Spáni. Enginn Íslendingur hafði þá orðið Evrópumeistari í hópíþrótt en árið á undan hafði Alfreð Gíslason tapað á grátlegan hátt í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða í handbolta með Essen og Ásgeir Sigurvinsson tapaði sama vor í úrslitaleik UEFA-bikarsins með Stuttgart. Arnór Guðjohnsen hafði einnig tapað úrslitaleik með Anderlecht og þá höfði Valsmenn tapað í úrslitaleik meistaraliða í handbolta árið 1980. Þetta var líka sögulegur titill fyrir Teka-liðið, sem er frá borginni Santander á Norður-Spáni. Árið áður hafði Kristján Arason hjálað liðinu að vinna spænska bikarinn og þetta var síðan fyrsti alþjóðlegi titilinn. Alla nóttina dansaði fólkið í Santander út á götu „Evrópumeistaratitillinn er toppurinn á mínum ferli, á því leikur ekki minnsti vafi. Þessi sigur var í einu orði sagt stórkostlegur. Við náðum fljótlega 4-5 marka forystu og segja má að sænska liðið hafi eftir það aldrei náð að ógna okkur. Í kjölfar sigursins brutust að vonum út mikil fagnaðarlæti í borginni og í alla nótt hefur fólk í Santander dansað á götum úti og ennþá eru bíleigendur að þeyta bílflautur sínar," sagði Kristján Arason í samtali við Jón Kristján Sigurðsson á DV. Kristján Arason í leiknum fyrir þrjátíu árum síðan.Skjámynd/Youtube Kristján Arason hafði áður orðið þýskur meistari með Gummersbach en þaðan hann fór hann síðan til Teka Santander árið 1988. Kristján Arason skoraði þrjú mörk í seinni leiknum og fór fyrir sínu liði í varnarleiknum. Hann var samt mjög tæpur að ná leiknum. Öxlin var deyfð rétt fyrir leikinn „Ég var smeykur um að geta ekki leikið þennan úrslitaleik því ég hef verið slæmur í öxlinni að undanförnu. Ég hef verið í meðferð hjá læknum liðsins og rétt fyrir leikinn í gærkvöldi var öxlin deyfð með þeim árangri að ég fann ekkert til meðan á leiknum stóð. Ég gat ekki skotið utan af velli en færði mig aðeins nær vörninni með góðum árangri," sagði Kristján Arason í samtalinu við blaðamann DV. Kristján Arason var eitt ár í viðbót út á Spáni en kom svo heim í FH sumarið 1991. Hér fyrir neðan er hægt að sjá þennan fræga og sögulega leik Kristjáns Arasona á spænskri Youtube-síðu sem geymir fræga íþróttakappleiki spænsku þjóðarinnar. watch on YouTube Handbolti Spænski handboltinn Tímamót Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjá meira
Kristján Arason varð Evrópumeistari bikarhafa 29. maí 1990 með félögum sínum í spænska Teka Santander. Teka Santander vann þá upp tveggja marka forskot sænska liðsins Drott með því að vinna 23-18 sigur í seinni leiknum á Spáni. Enginn Íslendingur hafði þá orðið Evrópumeistari í hópíþrótt en árið á undan hafði Alfreð Gíslason tapað á grátlegan hátt í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða í handbolta með Essen og Ásgeir Sigurvinsson tapaði sama vor í úrslitaleik UEFA-bikarsins með Stuttgart. Arnór Guðjohnsen hafði einnig tapað úrslitaleik með Anderlecht og þá höfði Valsmenn tapað í úrslitaleik meistaraliða í handbolta árið 1980. Þetta var líka sögulegur titill fyrir Teka-liðið, sem er frá borginni Santander á Norður-Spáni. Árið áður hafði Kristján Arason hjálað liðinu að vinna spænska bikarinn og þetta var síðan fyrsti alþjóðlegi titilinn. Alla nóttina dansaði fólkið í Santander út á götu „Evrópumeistaratitillinn er toppurinn á mínum ferli, á því leikur ekki minnsti vafi. Þessi sigur var í einu orði sagt stórkostlegur. Við náðum fljótlega 4-5 marka forystu og segja má að sænska liðið hafi eftir það aldrei náð að ógna okkur. Í kjölfar sigursins brutust að vonum út mikil fagnaðarlæti í borginni og í alla nótt hefur fólk í Santander dansað á götum úti og ennþá eru bíleigendur að þeyta bílflautur sínar," sagði Kristján Arason í samtali við Jón Kristján Sigurðsson á DV. Kristján Arason í leiknum fyrir þrjátíu árum síðan.Skjámynd/Youtube Kristján Arason hafði áður orðið þýskur meistari með Gummersbach en þaðan hann fór hann síðan til Teka Santander árið 1988. Kristján Arason skoraði þrjú mörk í seinni leiknum og fór fyrir sínu liði í varnarleiknum. Hann var samt mjög tæpur að ná leiknum. Öxlin var deyfð rétt fyrir leikinn „Ég var smeykur um að geta ekki leikið þennan úrslitaleik því ég hef verið slæmur í öxlinni að undanförnu. Ég hef verið í meðferð hjá læknum liðsins og rétt fyrir leikinn í gærkvöldi var öxlin deyfð með þeim árangri að ég fann ekkert til meðan á leiknum stóð. Ég gat ekki skotið utan af velli en færði mig aðeins nær vörninni með góðum árangri," sagði Kristján Arason í samtalinu við blaðamann DV. Kristján Arason var eitt ár í viðbót út á Spáni en kom svo heim í FH sumarið 1991. Hér fyrir neðan er hægt að sjá þennan fræga og sögulega leik Kristjáns Arasona á spænskri Youtube-síðu sem geymir fræga íþróttakappleiki spænsku þjóðarinnar. watch on YouTube
Handbolti Spænski handboltinn Tímamót Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn