Samfélagsmiðlarisar ósammála um ábyrgð sína Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2020 12:13 Jack Dorsey, forstjóri Twitter, (t.v.) og Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, (t.h) eru ekki á einu máli um hvort að þeir beri einhverja ábyrgð á því að ósannindum og áróðri sé dreift á miðlum þeirra. SAMSETT/EPA/GETTY Forstjórar Facebook og Twitter eru ekki á einu máli um hvaða ábyrgð samfélagsmiðlarnir bera á upplýsingafalsi sem þeir eru notaðir til þess að dreifa. Hvíta húsið heldur því fram að Donald Trump Bandaríkjaforseti ætli að gefa út tilskipun um samfélagsmiðla eftir að Twitter setti fyrirvara við fullyrðingar sem hann setti fram í tísti í vikunni. Trump forseti er í miklu uppnámi yfir því að Twitter hafi í fyrsta skipti merkt tíst hans með fyrirvara þar sem vísað var á staðreyndavöktun fjölmiðla á þriðjudag. Í tístunum fór Trump með ósannindi um tengsl póstatkvæða, sem ýmis ríki vilja gera kjósendum auðveldara að nota í kórónuveirufaraldrinum, og kosningasvika. Hélt forsetinn því meðal annars ranglega fram að Kaliforníu ætlaði að senda öllum íbúum ríkisins kjörseðil sem ætti eftir að leiða til stórfelldra kosningasvika. Aðeins kjósendur sem eru skráðir í kjörskrá fá hins vegar kjörseðil sendan. Í kjölfarið sagði Hvíta húsið að Trump ætlaði sér að skrifa undir tilskipun um samfélagsmiðla í dag. Ekki hefur enn verð greint frá því hvað hún gæti falið í sér nákvæmlega. Óstaðfestar fregnir herma að tilskipuninni verði beint gegn lagalegri friðhelgi sem samfélagsmiðlafyrirtæki hafa notið gegn því að vera stefnt fyrir það sem notendur segja á miðlunum. Samfélagsmiðlafyrirtæki hafa legið undir gagnrýni undanfarin ár fyrir að leyfa alls kyns áróðri og upplýsingafalsi að grassera á miðlum sínum, ekki síst í aðdraganda kosninga. Á sama tíma hafa bandarískir íhaldsmenn sakað fyrirtækin um pólitíska slagsíðu og að þagga niður í hægrimönnum. Segir Facebook ekki „dómara sannleikans“ Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, setti ofan í við Twitter vegna ákvörðunar fyrirtækisins um að setja fyrirvara við tíst Trump í viðtali við Fox News-sjónvarpsstöðina í gær. Sagði hann að Facebook ætlaði ekki að vakta sannleiksgildi fullyrðinga bandaríska forsetans hjá sér. „Ég hef sterka skoðun á því að Facebook ætti ekki að dómari sannleikans um allt það sem fólk segir á netinu,“ sagði Zuckerberg í viðtalinu. Gagnrýnin virðist þó ekki hafa breytt skoðun Jack Dorsey, forstjóra Twitter, um ágæti ákvörðunarinnar um að merkja tíst Trump. Tíst forsetans hefðu getað gefið fólki þá röngu hugmynd að það þurfi ekki að skrá sig á kjörskrá til að fá að kjósa. Í röð tísta í gærkvöldi sagði Dorsey Twitter ætlaði að halda áfram að benda á rangar eða umdeildar upplýsingar um kosningar á heimsvísu. Virtist hann svara Zuckerberg beint. „Þetta gerir okkur ekki að „dómara sannleikans“. Markmið okkar er að setja yfirlýsingar sem stangast á í samhengi og sýna upplýsingarnar sem deilt er um þannig að fólk geti dæmt sjálft,“ tísti Dorsey sem bað fólk um að láta starfsfólk Twitter í friði þar sem það væri á endanum hann sjálfur sem bæri ábyrgð á gjörðum fyrirtækisins. Fact check: there is someone ultimately accountable for our actions as a company, and that s me. Please leave our employees out of this. We ll continue to point out incorrect or disputed information about elections globally. And we will admit to and own any mistakes we make.— jack (@jack) May 28, 2020 Samfélagsmiðlar Twitter Facebook Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ætlar að skrifa undir forsetatilskipun um samfélagsmiðla Búist er við því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, muni í dag skrifa undir forsetatilskipun sem koma á niður á fyrirtækjum sem reka samfélagsmiðla. 28. maí 2020 06:36 Trump hótar að loka samfélagsmiðlum Ákvörðun Twitter um að setja fyrirvara við tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta um meint kosningasvik í gær urðu forsetanum tilefni til þess að hóta því að loka samfélagsmiðlum eða setja reglur á þá í dag. Þetta var í fyrsta skipti sem Twitter beitti slíkri merkingu á ósannindi sem Trump dreifði á miðlinum. 27. maí 2020 14:51 Trump hunsaði óskir ekkils um frið fyrir samsæriskenningum Óskir ekkils konu sem lést af slysförum fyrir tveimur áratugum um að Donald Trump hætti að dreifa samsæriskenningum um dauða hennar féllu á dauf eyru hjá Bandaríkjaforseta, framboði hans og blaðafulltrúa Hvíta hússins í gær. 27. maí 2020 11:25 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Forstjórar Facebook og Twitter eru ekki á einu máli um hvaða ábyrgð samfélagsmiðlarnir bera á upplýsingafalsi sem þeir eru notaðir til þess að dreifa. Hvíta húsið heldur því fram að Donald Trump Bandaríkjaforseti ætli að gefa út tilskipun um samfélagsmiðla eftir að Twitter setti fyrirvara við fullyrðingar sem hann setti fram í tísti í vikunni. Trump forseti er í miklu uppnámi yfir því að Twitter hafi í fyrsta skipti merkt tíst hans með fyrirvara þar sem vísað var á staðreyndavöktun fjölmiðla á þriðjudag. Í tístunum fór Trump með ósannindi um tengsl póstatkvæða, sem ýmis ríki vilja gera kjósendum auðveldara að nota í kórónuveirufaraldrinum, og kosningasvika. Hélt forsetinn því meðal annars ranglega fram að Kaliforníu ætlaði að senda öllum íbúum ríkisins kjörseðil sem ætti eftir að leiða til stórfelldra kosningasvika. Aðeins kjósendur sem eru skráðir í kjörskrá fá hins vegar kjörseðil sendan. Í kjölfarið sagði Hvíta húsið að Trump ætlaði sér að skrifa undir tilskipun um samfélagsmiðla í dag. Ekki hefur enn verð greint frá því hvað hún gæti falið í sér nákvæmlega. Óstaðfestar fregnir herma að tilskipuninni verði beint gegn lagalegri friðhelgi sem samfélagsmiðlafyrirtæki hafa notið gegn því að vera stefnt fyrir það sem notendur segja á miðlunum. Samfélagsmiðlafyrirtæki hafa legið undir gagnrýni undanfarin ár fyrir að leyfa alls kyns áróðri og upplýsingafalsi að grassera á miðlum sínum, ekki síst í aðdraganda kosninga. Á sama tíma hafa bandarískir íhaldsmenn sakað fyrirtækin um pólitíska slagsíðu og að þagga niður í hægrimönnum. Segir Facebook ekki „dómara sannleikans“ Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, setti ofan í við Twitter vegna ákvörðunar fyrirtækisins um að setja fyrirvara við tíst Trump í viðtali við Fox News-sjónvarpsstöðina í gær. Sagði hann að Facebook ætlaði ekki að vakta sannleiksgildi fullyrðinga bandaríska forsetans hjá sér. „Ég hef sterka skoðun á því að Facebook ætti ekki að dómari sannleikans um allt það sem fólk segir á netinu,“ sagði Zuckerberg í viðtalinu. Gagnrýnin virðist þó ekki hafa breytt skoðun Jack Dorsey, forstjóra Twitter, um ágæti ákvörðunarinnar um að merkja tíst Trump. Tíst forsetans hefðu getað gefið fólki þá röngu hugmynd að það þurfi ekki að skrá sig á kjörskrá til að fá að kjósa. Í röð tísta í gærkvöldi sagði Dorsey Twitter ætlaði að halda áfram að benda á rangar eða umdeildar upplýsingar um kosningar á heimsvísu. Virtist hann svara Zuckerberg beint. „Þetta gerir okkur ekki að „dómara sannleikans“. Markmið okkar er að setja yfirlýsingar sem stangast á í samhengi og sýna upplýsingarnar sem deilt er um þannig að fólk geti dæmt sjálft,“ tísti Dorsey sem bað fólk um að láta starfsfólk Twitter í friði þar sem það væri á endanum hann sjálfur sem bæri ábyrgð á gjörðum fyrirtækisins. Fact check: there is someone ultimately accountable for our actions as a company, and that s me. Please leave our employees out of this. We ll continue to point out incorrect or disputed information about elections globally. And we will admit to and own any mistakes we make.— jack (@jack) May 28, 2020
Samfélagsmiðlar Twitter Facebook Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ætlar að skrifa undir forsetatilskipun um samfélagsmiðla Búist er við því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, muni í dag skrifa undir forsetatilskipun sem koma á niður á fyrirtækjum sem reka samfélagsmiðla. 28. maí 2020 06:36 Trump hótar að loka samfélagsmiðlum Ákvörðun Twitter um að setja fyrirvara við tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta um meint kosningasvik í gær urðu forsetanum tilefni til þess að hóta því að loka samfélagsmiðlum eða setja reglur á þá í dag. Þetta var í fyrsta skipti sem Twitter beitti slíkri merkingu á ósannindi sem Trump dreifði á miðlinum. 27. maí 2020 14:51 Trump hunsaði óskir ekkils um frið fyrir samsæriskenningum Óskir ekkils konu sem lést af slysförum fyrir tveimur áratugum um að Donald Trump hætti að dreifa samsæriskenningum um dauða hennar féllu á dauf eyru hjá Bandaríkjaforseta, framboði hans og blaðafulltrúa Hvíta hússins í gær. 27. maí 2020 11:25 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Ætlar að skrifa undir forsetatilskipun um samfélagsmiðla Búist er við því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, muni í dag skrifa undir forsetatilskipun sem koma á niður á fyrirtækjum sem reka samfélagsmiðla. 28. maí 2020 06:36
Trump hótar að loka samfélagsmiðlum Ákvörðun Twitter um að setja fyrirvara við tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta um meint kosningasvik í gær urðu forsetanum tilefni til þess að hóta því að loka samfélagsmiðlum eða setja reglur á þá í dag. Þetta var í fyrsta skipti sem Twitter beitti slíkri merkingu á ósannindi sem Trump dreifði á miðlinum. 27. maí 2020 14:51
Trump hunsaði óskir ekkils um frið fyrir samsæriskenningum Óskir ekkils konu sem lést af slysförum fyrir tveimur áratugum um að Donald Trump hætti að dreifa samsæriskenningum um dauða hennar féllu á dauf eyru hjá Bandaríkjaforseta, framboði hans og blaðafulltrúa Hvíta hússins í gær. 27. maí 2020 11:25