Fimm milljarðar króna í auglýsingakaup til Google, Facebook og erlendra miðla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. maí 2020 11:37 Facebook og Google taka til sín stóra sneið af ísensku auglýsingakökunni Getty/Chesnot Ætla má að íslenskir auglýsendur hafi greitt Google, Facebook og öðrum útlenskum miðlum 5,2 milljarða fyrir birtingu auglýsinga árið 2018 samkvæmt varfærnu mati Hagstofunnar. Tekjur innlendra aðila af birtingu auglýsinga árið 2018 voru sambærilegar við það sem var árið 2004. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar sem birt hefur greiningu á auglýsingamarkaði fyrir árið 2018. Þar kemur fram að greiðslur fyrir birtingu auglýsinga í innlendum miðlum árið 2018 hafi numið 13,4 milljörðum króna eða tveimur prósentum lægri upphæð en árið 2017 reiknað á föstu verðlagi. „Samkvæmt varfærnu mati má gera ráð fyrir að greiðslur fyrir birtingu auglýsinga í útlendum miðlum, einkum á vef, hafi numið 5,2 milljörðum króna, eða 38% af auglýsingakaupum innlendra aðila árið 2018,“ segir á vef Hagstofunnar. Auglýsingatekjur innlendra fjölmiðlaMynd/Hagstofan Þar kemur fram að þetta mat sé varfærið og byggt á gögnum um þjónustuinnflutning fyrir kaup á birtingu auglýsinga, markaðsrannsóknum og skoðanakönnunum. Þannig megi ætla að greiðslur til erlendra aðila fyrir birtingu auglýsinga á vef hafi numið vel yfir fimm milljörðum króna árið 2018, eða yfir 70 prósent þeirrar upphæðar sem innlendir aðilar greiddu fyrir birtingu auglýsinga á vef til innlendra og erlendra aðila. Upplýsingar um tekjur erlendra af birtingu auglýsinga sem beint er að landsmönnum liggja ekki fyrir þar eð fæstir þessara aðila greiða virðisaukaskatt af sölu sinni til íslenskra stjórnvalda. Þar á meðal eru stóru vefmiðlarnir Google og Facebook, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Þar kemur einnig fram að auglýsingamarkaðurinn hérlendis skeri sig í veigamiklum atriðum úr því sem gerist á öðrum Norðurlöndum þar sem hljóðvarp og dag- og vikublöð taka til sín stærri hluta af auglýsingatekjum á sama tíma og hlutur innlendra vefmiðla sé tiltölulega rýr, en nánari skiptingu má sjá á myndinni hér fyrir neðan. Mynd/Hagstofan Fjölmiðlar Google Facebook Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Ætla má að íslenskir auglýsendur hafi greitt Google, Facebook og öðrum útlenskum miðlum 5,2 milljarða fyrir birtingu auglýsinga árið 2018 samkvæmt varfærnu mati Hagstofunnar. Tekjur innlendra aðila af birtingu auglýsinga árið 2018 voru sambærilegar við það sem var árið 2004. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar sem birt hefur greiningu á auglýsingamarkaði fyrir árið 2018. Þar kemur fram að greiðslur fyrir birtingu auglýsinga í innlendum miðlum árið 2018 hafi numið 13,4 milljörðum króna eða tveimur prósentum lægri upphæð en árið 2017 reiknað á föstu verðlagi. „Samkvæmt varfærnu mati má gera ráð fyrir að greiðslur fyrir birtingu auglýsinga í útlendum miðlum, einkum á vef, hafi numið 5,2 milljörðum króna, eða 38% af auglýsingakaupum innlendra aðila árið 2018,“ segir á vef Hagstofunnar. Auglýsingatekjur innlendra fjölmiðlaMynd/Hagstofan Þar kemur fram að þetta mat sé varfærið og byggt á gögnum um þjónustuinnflutning fyrir kaup á birtingu auglýsinga, markaðsrannsóknum og skoðanakönnunum. Þannig megi ætla að greiðslur til erlendra aðila fyrir birtingu auglýsinga á vef hafi numið vel yfir fimm milljörðum króna árið 2018, eða yfir 70 prósent þeirrar upphæðar sem innlendir aðilar greiddu fyrir birtingu auglýsinga á vef til innlendra og erlendra aðila. Upplýsingar um tekjur erlendra af birtingu auglýsinga sem beint er að landsmönnum liggja ekki fyrir þar eð fæstir þessara aðila greiða virðisaukaskatt af sölu sinni til íslenskra stjórnvalda. Þar á meðal eru stóru vefmiðlarnir Google og Facebook, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Þar kemur einnig fram að auglýsingamarkaðurinn hérlendis skeri sig í veigamiklum atriðum úr því sem gerist á öðrum Norðurlöndum þar sem hljóðvarp og dag- og vikublöð taka til sín stærri hluta af auglýsingatekjum á sama tíma og hlutur innlendra vefmiðla sé tiltölulega rýr, en nánari skiptingu má sjá á myndinni hér fyrir neðan. Mynd/Hagstofan
Fjölmiðlar Google Facebook Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira