Rof í geðlæknismeðferðum vegna heimsfaraldursins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. maí 2020 14:35 Óttar Guðmundsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, segir að ákveðið rof hafi komið í geðlæknismeðferð sjúklinga þegar faraldurinn og takmarkanir honum tengdar stóðu sem hæst. Reykjavíkurborg Óttar Guðmundsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, segir að ákveðið rof hafi komið í geðlæknismeðferð sjúklinga þegar faraldurinn og takmarkanir honum tengdar stóðu sem hæst. Komum á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans fækkaði. Þá tóku margir geðlæknar sér frí á meðan samfélagssmit var sem mest. Talsvert var um að meðferð færi fram í gegnum síma eða fjarfundarbúnað en Óttar reiknar ekki með að sú breyting hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir sjúklinga. „Ef við tölum fyrst um bráðamótttöku geðsviðs þá fækkaði komum þangað og við höfum ekki orðið vör við mikla aðsókn eftir að samkomubanninu var aflétt þannig að við sjáum hvorki aukingu í komum á bráðamóttöku geðdeildar á meðan á faraldrinum stóð né eftir að honum linnti.“ Óttar bætir við að ákveðið rof hafi komið í meðferð sjúklinga á einkastofum þegar faraldurinn stóð sem hæst. „Vegna þess að margir hættu að vinna og mörgum var sinnt í gegnum síma og Zoom samtölum og þvíumlíkt en ég held það hafi ekki verið neinar alvarlegar afleiðingar af því.“ Margir skjólstæðingar hafi verið hræddir við að fara út, einkum eldra fólk. Samningaþóf við Sjúkratryggingar í fyrstu vegna meðferða í gegnum síma Óttar var spurður hvort nýtt fyrirkomulag á meðferð, til dæmis í gegnum fjarfundarbúnað eða síma hafi gengið upp gagnvart Sjúkratryggingum Íslands. „Jú, eftir smá tíma og smá samningaþóf sem stóð nú ekki lengi. Það voru allir mjög viljugir að leysa þetta mál; ráðuneytið, ráðherra og Sjúkratryggingar Íslands. Þannig að þetta með símaþjónustuna var nú leyst og þeir sem voru mjög tæknivæddir tóku hana upp og það gekk ágætlega.“ Óttar segir, enn sem komið er, að hann geti ekki séð að faraldurinn hafi haft alvarlegar afleiðingar á geðheilsu þjóðarinnar þrátt fyrir að talsvert hafi verið um afkomu-og heilsukvíða. „Auðvitað eru ákveðnir einstaklingar sem voru mjög kvíðnir fyrir sem urðu kannski enn kvíðnari og þeir sem eru með heilsutengdan kvíða. Þetta fór mjög illa í þá en langflestir lifðu með þessu.“ Óttar segist vera ánægður með öfluga upplýsingagjöf þríeykisins svokallaða og stjórnvalda í faraldrinum. Daglegir upplýsingafundir og reglulegt stöðumat hafi eflt tiltrú almennings. „Þetta róaði þjóðina og gerði það að verkum að það var aldrei nein „panic“ gagnvart þessum faraldri.“ Lífsgæðakapphlaupið og samkeppnin ekki lífsnauðsynleg Óttar segir að heilt yfir hafi samfélagið aðlagast breyttum aðstæðum hratt og vel. Aðlögunin þurfi ekki eingöngu að vera neikvæð með tilliti til geðheilsu þótt vissulega séu margar neikvæðar hliðar á Covid-19. Hann segir að faraldurinn hafi fengið fólk til að staldra við, horfa inn á við og forangsraða betur þeim þáttum lífsins sem skiptir það máli. „Fólkið færist nær hvert öðru, talar meira saman og gerir meira saman. Það hefur líka áherslu á geðheilsuna. Fólk áttar sig á því hvað raunverulega er eftirsókn eftir vindi; allar þessar utanlandsferðir, golfferðir og borgarferðir. Það lifir bara ágætu lífi þó það fari ekki í þessar ferðir. Þetta endalausa hlaup og samkeppnisþjóðfélag er ekki lífsnauðsynlegt. Það er alveg hægt að slaka aðeins á. Þessir þættir breyta hugarfari og hefur áhrif á geðheilsu. Þetta er annars flókin staða og kannski verður ekki hægt að gera þetta upp fyrr en eftir svona tíu ár, ef engin önnur kreppa kemur upp á þessu tímabili.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Tengdar fréttir Meira en helmingur nemenda finnur fyrir depurð Samband íslenskra framhaldsskólanema sendu út könnun á alla framhaldsskóla landsins og var meðal annars spurt hvort nemendur finndu fyrir kvíða eða depurð. Samkvæmt niðurstöðum finna um 56 prósent nemenda fyrir depurð og um þriðjungur nemenda finnur fyrir kvíða. 17. maí 2020 18:28 Brýnt að allir hafi greiðan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu, óháð efnahag Nú þegar sjúkraþjálfunarstofur hafa opnað aftur eftir rýmkun samkomubanns hafa biðlistar í sjúkraþjálfun almennt farið minnkandi. 13. maí 2020 08:30 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Óttar Guðmundsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, segir að ákveðið rof hafi komið í geðlæknismeðferð sjúklinga þegar faraldurinn og takmarkanir honum tengdar stóðu sem hæst. Komum á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans fækkaði. Þá tóku margir geðlæknar sér frí á meðan samfélagssmit var sem mest. Talsvert var um að meðferð færi fram í gegnum síma eða fjarfundarbúnað en Óttar reiknar ekki með að sú breyting hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir sjúklinga. „Ef við tölum fyrst um bráðamótttöku geðsviðs þá fækkaði komum þangað og við höfum ekki orðið vör við mikla aðsókn eftir að samkomubanninu var aflétt þannig að við sjáum hvorki aukingu í komum á bráðamóttöku geðdeildar á meðan á faraldrinum stóð né eftir að honum linnti.“ Óttar bætir við að ákveðið rof hafi komið í meðferð sjúklinga á einkastofum þegar faraldurinn stóð sem hæst. „Vegna þess að margir hættu að vinna og mörgum var sinnt í gegnum síma og Zoom samtölum og þvíumlíkt en ég held það hafi ekki verið neinar alvarlegar afleiðingar af því.“ Margir skjólstæðingar hafi verið hræddir við að fara út, einkum eldra fólk. Samningaþóf við Sjúkratryggingar í fyrstu vegna meðferða í gegnum síma Óttar var spurður hvort nýtt fyrirkomulag á meðferð, til dæmis í gegnum fjarfundarbúnað eða síma hafi gengið upp gagnvart Sjúkratryggingum Íslands. „Jú, eftir smá tíma og smá samningaþóf sem stóð nú ekki lengi. Það voru allir mjög viljugir að leysa þetta mál; ráðuneytið, ráðherra og Sjúkratryggingar Íslands. Þannig að þetta með símaþjónustuna var nú leyst og þeir sem voru mjög tæknivæddir tóku hana upp og það gekk ágætlega.“ Óttar segir, enn sem komið er, að hann geti ekki séð að faraldurinn hafi haft alvarlegar afleiðingar á geðheilsu þjóðarinnar þrátt fyrir að talsvert hafi verið um afkomu-og heilsukvíða. „Auðvitað eru ákveðnir einstaklingar sem voru mjög kvíðnir fyrir sem urðu kannski enn kvíðnari og þeir sem eru með heilsutengdan kvíða. Þetta fór mjög illa í þá en langflestir lifðu með þessu.“ Óttar segist vera ánægður með öfluga upplýsingagjöf þríeykisins svokallaða og stjórnvalda í faraldrinum. Daglegir upplýsingafundir og reglulegt stöðumat hafi eflt tiltrú almennings. „Þetta róaði þjóðina og gerði það að verkum að það var aldrei nein „panic“ gagnvart þessum faraldri.“ Lífsgæðakapphlaupið og samkeppnin ekki lífsnauðsynleg Óttar segir að heilt yfir hafi samfélagið aðlagast breyttum aðstæðum hratt og vel. Aðlögunin þurfi ekki eingöngu að vera neikvæð með tilliti til geðheilsu þótt vissulega séu margar neikvæðar hliðar á Covid-19. Hann segir að faraldurinn hafi fengið fólk til að staldra við, horfa inn á við og forangsraða betur þeim þáttum lífsins sem skiptir það máli. „Fólkið færist nær hvert öðru, talar meira saman og gerir meira saman. Það hefur líka áherslu á geðheilsuna. Fólk áttar sig á því hvað raunverulega er eftirsókn eftir vindi; allar þessar utanlandsferðir, golfferðir og borgarferðir. Það lifir bara ágætu lífi þó það fari ekki í þessar ferðir. Þetta endalausa hlaup og samkeppnisþjóðfélag er ekki lífsnauðsynlegt. Það er alveg hægt að slaka aðeins á. Þessir þættir breyta hugarfari og hefur áhrif á geðheilsu. Þetta er annars flókin staða og kannski verður ekki hægt að gera þetta upp fyrr en eftir svona tíu ár, ef engin önnur kreppa kemur upp á þessu tímabili.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Tengdar fréttir Meira en helmingur nemenda finnur fyrir depurð Samband íslenskra framhaldsskólanema sendu út könnun á alla framhaldsskóla landsins og var meðal annars spurt hvort nemendur finndu fyrir kvíða eða depurð. Samkvæmt niðurstöðum finna um 56 prósent nemenda fyrir depurð og um þriðjungur nemenda finnur fyrir kvíða. 17. maí 2020 18:28 Brýnt að allir hafi greiðan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu, óháð efnahag Nú þegar sjúkraþjálfunarstofur hafa opnað aftur eftir rýmkun samkomubanns hafa biðlistar í sjúkraþjálfun almennt farið minnkandi. 13. maí 2020 08:30 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Meira en helmingur nemenda finnur fyrir depurð Samband íslenskra framhaldsskólanema sendu út könnun á alla framhaldsskóla landsins og var meðal annars spurt hvort nemendur finndu fyrir kvíða eða depurð. Samkvæmt niðurstöðum finna um 56 prósent nemenda fyrir depurð og um þriðjungur nemenda finnur fyrir kvíða. 17. maí 2020 18:28
Brýnt að allir hafi greiðan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu, óháð efnahag Nú þegar sjúkraþjálfunarstofur hafa opnað aftur eftir rýmkun samkomubanns hafa biðlistar í sjúkraþjálfun almennt farið minnkandi. 13. maí 2020 08:30