Gert að draga úr útblæstri um 50 prósent í skiptum fyrir ríkisaðstoð Atli Ísleifsson skrifar 26. maí 2020 09:47 Vélar Air France á Orly-flugvelli í París. Getty Stjórnvöld í Frakklandi hafa sett ströng skilyrði um að flugfélagið Air France dragi hressilega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, ætli það sér að fá ríkisaðstoð til að bjarga sér úr ástandinu vegna heimsfaraldursins. Líkt og með önnur flugfélög hefur faraldur kórónuveirunnar leikið félagið grátt og hefur farþegum fækkað um rúmlega 80 prósent frá því fyrir faraldur. Fréttaskýrendur segja að skilyrði Frakklandsstjórnar þýði að félagið verði að svo gott sem hætta öllu innanlandsflugi á leiðum þar sem lestarferðir eru raunhæfur og hraður valkostur. Um 50 prósent fyrir árið 2024 Forsvarsmenn Air France segja að nokkur ár komi til með að líða þar til að flugbransinn nái fyrra umfangi. Flugfélagið og frönsk stjórnvöld eiga nú í viðræðum um ríkisaðstoð sem fæli í sér að félagið fengi sjö milljarða evra, um 1.083 milljarða íslenskra króna, í lán og lán í ríkisábyrgð. Í skiptum fyrir aðstoðina krefst franska ríkið að Air France dragi úr útblæstri um 50 prósent fyrir árið 2024, að því er segir í frétt Le Figaro. Er haft eftir umhverfisráðherranum Elisabeth Borne að forsvarsmenn Air France hafi samþykkt skilmála um 50 prósent samdrátt í útblæstri. Ekki liggur þó fyrir að svo stöddu hvernig flugfélagið ætli sér að standa við loforðin um minni útblástur. Franski fjármálaráðherrann Bruno Le Maire.Getty Allir í lestirnar „Það er engin ástæða til að fljúga þegar hægt er að ferðast með lest á skemmri tíma en tveimur og hálfum tíma,“ segir fjármálaráðherrann Bruno Le Maire, en í Frakklandi er að finna elsta og næststærsta háhraðalestakerfi álfunnar. Ferðast TGV-lestirnar að jafnaði um á 320 kílómetra hraða. Air France flýgur nú til sextán borga víðs vegar um Frakkland og er fjarlægðin milli margra þeirra vel innan þeirra marka sem fjármálaráðherrann Le Maire talar um. Air France hefur einnig gripið til fleiri aðgerða til að bregðast við faraldrinum. Þannig var greint frá því í síðustu viku að níu A380 risaþotur flugfélagsins hafi verið teknar úr umferð, en áður hafði verið miðað við að það myndi gerast árið 2022. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Stjórnvöld í Frakklandi hafa sett ströng skilyrði um að flugfélagið Air France dragi hressilega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, ætli það sér að fá ríkisaðstoð til að bjarga sér úr ástandinu vegna heimsfaraldursins. Líkt og með önnur flugfélög hefur faraldur kórónuveirunnar leikið félagið grátt og hefur farþegum fækkað um rúmlega 80 prósent frá því fyrir faraldur. Fréttaskýrendur segja að skilyrði Frakklandsstjórnar þýði að félagið verði að svo gott sem hætta öllu innanlandsflugi á leiðum þar sem lestarferðir eru raunhæfur og hraður valkostur. Um 50 prósent fyrir árið 2024 Forsvarsmenn Air France segja að nokkur ár komi til með að líða þar til að flugbransinn nái fyrra umfangi. Flugfélagið og frönsk stjórnvöld eiga nú í viðræðum um ríkisaðstoð sem fæli í sér að félagið fengi sjö milljarða evra, um 1.083 milljarða íslenskra króna, í lán og lán í ríkisábyrgð. Í skiptum fyrir aðstoðina krefst franska ríkið að Air France dragi úr útblæstri um 50 prósent fyrir árið 2024, að því er segir í frétt Le Figaro. Er haft eftir umhverfisráðherranum Elisabeth Borne að forsvarsmenn Air France hafi samþykkt skilmála um 50 prósent samdrátt í útblæstri. Ekki liggur þó fyrir að svo stöddu hvernig flugfélagið ætli sér að standa við loforðin um minni útblástur. Franski fjármálaráðherrann Bruno Le Maire.Getty Allir í lestirnar „Það er engin ástæða til að fljúga þegar hægt er að ferðast með lest á skemmri tíma en tveimur og hálfum tíma,“ segir fjármálaráðherrann Bruno Le Maire, en í Frakklandi er að finna elsta og næststærsta háhraðalestakerfi álfunnar. Ferðast TGV-lestirnar að jafnaði um á 320 kílómetra hraða. Air France flýgur nú til sextán borga víðs vegar um Frakkland og er fjarlægðin milli margra þeirra vel innan þeirra marka sem fjármálaráðherrann Le Maire talar um. Air France hefur einnig gripið til fleiri aðgerða til að bregðast við faraldrinum. Þannig var greint frá því í síðustu viku að níu A380 risaþotur flugfélagsins hafi verið teknar úr umferð, en áður hafði verið miðað við að það myndi gerast árið 2022.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira