Gert að draga úr útblæstri um 50 prósent í skiptum fyrir ríkisaðstoð Atli Ísleifsson skrifar 26. maí 2020 09:47 Vélar Air France á Orly-flugvelli í París. Getty Stjórnvöld í Frakklandi hafa sett ströng skilyrði um að flugfélagið Air France dragi hressilega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, ætli það sér að fá ríkisaðstoð til að bjarga sér úr ástandinu vegna heimsfaraldursins. Líkt og með önnur flugfélög hefur faraldur kórónuveirunnar leikið félagið grátt og hefur farþegum fækkað um rúmlega 80 prósent frá því fyrir faraldur. Fréttaskýrendur segja að skilyrði Frakklandsstjórnar þýði að félagið verði að svo gott sem hætta öllu innanlandsflugi á leiðum þar sem lestarferðir eru raunhæfur og hraður valkostur. Um 50 prósent fyrir árið 2024 Forsvarsmenn Air France segja að nokkur ár komi til með að líða þar til að flugbransinn nái fyrra umfangi. Flugfélagið og frönsk stjórnvöld eiga nú í viðræðum um ríkisaðstoð sem fæli í sér að félagið fengi sjö milljarða evra, um 1.083 milljarða íslenskra króna, í lán og lán í ríkisábyrgð. Í skiptum fyrir aðstoðina krefst franska ríkið að Air France dragi úr útblæstri um 50 prósent fyrir árið 2024, að því er segir í frétt Le Figaro. Er haft eftir umhverfisráðherranum Elisabeth Borne að forsvarsmenn Air France hafi samþykkt skilmála um 50 prósent samdrátt í útblæstri. Ekki liggur þó fyrir að svo stöddu hvernig flugfélagið ætli sér að standa við loforðin um minni útblástur. Franski fjármálaráðherrann Bruno Le Maire.Getty Allir í lestirnar „Það er engin ástæða til að fljúga þegar hægt er að ferðast með lest á skemmri tíma en tveimur og hálfum tíma,“ segir fjármálaráðherrann Bruno Le Maire, en í Frakklandi er að finna elsta og næststærsta háhraðalestakerfi álfunnar. Ferðast TGV-lestirnar að jafnaði um á 320 kílómetra hraða. Air France flýgur nú til sextán borga víðs vegar um Frakkland og er fjarlægðin milli margra þeirra vel innan þeirra marka sem fjármálaráðherrann Le Maire talar um. Air France hefur einnig gripið til fleiri aðgerða til að bregðast við faraldrinum. Þannig var greint frá því í síðustu viku að níu A380 risaþotur flugfélagsins hafi verið teknar úr umferð, en áður hafði verið miðað við að það myndi gerast árið 2022. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Stjórnvöld í Frakklandi hafa sett ströng skilyrði um að flugfélagið Air France dragi hressilega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, ætli það sér að fá ríkisaðstoð til að bjarga sér úr ástandinu vegna heimsfaraldursins. Líkt og með önnur flugfélög hefur faraldur kórónuveirunnar leikið félagið grátt og hefur farþegum fækkað um rúmlega 80 prósent frá því fyrir faraldur. Fréttaskýrendur segja að skilyrði Frakklandsstjórnar þýði að félagið verði að svo gott sem hætta öllu innanlandsflugi á leiðum þar sem lestarferðir eru raunhæfur og hraður valkostur. Um 50 prósent fyrir árið 2024 Forsvarsmenn Air France segja að nokkur ár komi til með að líða þar til að flugbransinn nái fyrra umfangi. Flugfélagið og frönsk stjórnvöld eiga nú í viðræðum um ríkisaðstoð sem fæli í sér að félagið fengi sjö milljarða evra, um 1.083 milljarða íslenskra króna, í lán og lán í ríkisábyrgð. Í skiptum fyrir aðstoðina krefst franska ríkið að Air France dragi úr útblæstri um 50 prósent fyrir árið 2024, að því er segir í frétt Le Figaro. Er haft eftir umhverfisráðherranum Elisabeth Borne að forsvarsmenn Air France hafi samþykkt skilmála um 50 prósent samdrátt í útblæstri. Ekki liggur þó fyrir að svo stöddu hvernig flugfélagið ætli sér að standa við loforðin um minni útblástur. Franski fjármálaráðherrann Bruno Le Maire.Getty Allir í lestirnar „Það er engin ástæða til að fljúga þegar hægt er að ferðast með lest á skemmri tíma en tveimur og hálfum tíma,“ segir fjármálaráðherrann Bruno Le Maire, en í Frakklandi er að finna elsta og næststærsta háhraðalestakerfi álfunnar. Ferðast TGV-lestirnar að jafnaði um á 320 kílómetra hraða. Air France flýgur nú til sextán borga víðs vegar um Frakkland og er fjarlægðin milli margra þeirra vel innan þeirra marka sem fjármálaráðherrann Le Maire talar um. Air France hefur einnig gripið til fleiri aðgerða til að bregðast við faraldrinum. Þannig var greint frá því í síðustu viku að níu A380 risaþotur flugfélagsins hafi verið teknar úr umferð, en áður hafði verið miðað við að það myndi gerast árið 2022.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira