Skilja ekkert í því af hverju fólk er að hamstra klósettpappír Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2020 15:04 Engin þörf er á að hamstra mat. Alma Möller landlæknir og Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segjast lítið skilja í því af hverju einhverjir hafa ákveðið að hamstra klósettpappír síðustu daga. Andrés var sérstaklega spurður að þessu á upplýsingafundi almannavarna klukkan 14. Sagði hann að þau sem sætu þar fyrir svörum hafi klórað sér í höfðinu yfir nákvæmlega þessu. „Eins og ég sagði áðan þá er engin ástæða til þess að hamstra mat, frekar en aðrar nauðsynjavörur til heimilisins, þar með talið klósettpappír.“ Alma bætti þá við: „Ef við ætlum að verja okkur verður næsti maður líka að eiga sápu og salernispappír.“ Í lok fundar var Andrés svo spurður hvort að öruggt væri að fólk þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af vörum, mat, olíu og fleiru á næstu mánuðum og vikum. „Það er alveg á hreinu og það eru skilaboðin sem við viljum senda héðan mjög skýrt. Það er til nóg af mat í landinu, bæði innfluttum og innlendum. Vöruflutningar til landsins eru algerlega ótruflaðir. Það eru engin merki um það að það sé vöruskortur í uppsiglingu í landinu. Hvorki á mat, lyfjum né yfir höfuð öðrum vörum. Þannig er það,“ sagði Andrés. Skil ekki fólk sem er að HÓLKA klósettpappír. Er planið í sóttkví að kúka stanslaust í tvær vikur?— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) March 13, 2020 Heilbrigðismál Wuhan-veiran Neytendur Verslun Tengdar fréttir Ítrekar að fólk í sóttkví fari ekki í sýnatöku hjá Íslenskri erfðgreiningu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ítrekaði þau tilmæli sem Íslensk erfðagreining sendi frá sér í morgun varðandi það að fólk sem sé í sóttkví panti sér ekki í tíma í sýnatöku hjá fyrirtækinu og mæti til þess að láta taka sýni á því tímabili sem það er enn í sóttkví. 13. mars 2020 14:35 Örtröð í verslunum: „Það er til nóg af vöru í landinu“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að oft sé sagt að almenning skynsemi sé ekki mjög almenn. Það eigi ekki við um Íslendinga. Íslendingar séu almennt með mjög góða skynsemi. 13. mars 2020 12:23 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Alma Möller landlæknir og Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segjast lítið skilja í því af hverju einhverjir hafa ákveðið að hamstra klósettpappír síðustu daga. Andrés var sérstaklega spurður að þessu á upplýsingafundi almannavarna klukkan 14. Sagði hann að þau sem sætu þar fyrir svörum hafi klórað sér í höfðinu yfir nákvæmlega þessu. „Eins og ég sagði áðan þá er engin ástæða til þess að hamstra mat, frekar en aðrar nauðsynjavörur til heimilisins, þar með talið klósettpappír.“ Alma bætti þá við: „Ef við ætlum að verja okkur verður næsti maður líka að eiga sápu og salernispappír.“ Í lok fundar var Andrés svo spurður hvort að öruggt væri að fólk þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af vörum, mat, olíu og fleiru á næstu mánuðum og vikum. „Það er alveg á hreinu og það eru skilaboðin sem við viljum senda héðan mjög skýrt. Það er til nóg af mat í landinu, bæði innfluttum og innlendum. Vöruflutningar til landsins eru algerlega ótruflaðir. Það eru engin merki um það að það sé vöruskortur í uppsiglingu í landinu. Hvorki á mat, lyfjum né yfir höfuð öðrum vörum. Þannig er það,“ sagði Andrés. Skil ekki fólk sem er að HÓLKA klósettpappír. Er planið í sóttkví að kúka stanslaust í tvær vikur?— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) March 13, 2020
Heilbrigðismál Wuhan-veiran Neytendur Verslun Tengdar fréttir Ítrekar að fólk í sóttkví fari ekki í sýnatöku hjá Íslenskri erfðgreiningu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ítrekaði þau tilmæli sem Íslensk erfðagreining sendi frá sér í morgun varðandi það að fólk sem sé í sóttkví panti sér ekki í tíma í sýnatöku hjá fyrirtækinu og mæti til þess að láta taka sýni á því tímabili sem það er enn í sóttkví. 13. mars 2020 14:35 Örtröð í verslunum: „Það er til nóg af vöru í landinu“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að oft sé sagt að almenning skynsemi sé ekki mjög almenn. Það eigi ekki við um Íslendinga. Íslendingar séu almennt með mjög góða skynsemi. 13. mars 2020 12:23 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Ítrekar að fólk í sóttkví fari ekki í sýnatöku hjá Íslenskri erfðgreiningu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ítrekaði þau tilmæli sem Íslensk erfðagreining sendi frá sér í morgun varðandi það að fólk sem sé í sóttkví panti sér ekki í tíma í sýnatöku hjá fyrirtækinu og mæti til þess að láta taka sýni á því tímabili sem það er enn í sóttkví. 13. mars 2020 14:35
Örtröð í verslunum: „Það er til nóg af vöru í landinu“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að oft sé sagt að almenning skynsemi sé ekki mjög almenn. Það eigi ekki við um Íslendinga. Íslendingar séu almennt með mjög góða skynsemi. 13. mars 2020 12:23