Ætla að keyra öryggislög áfram í Hong Kong Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2020 07:21 Frá mótmælunum í Hong Kong í gær. EPA/JEROME FAVRE Yfirmenn öryggismála í Hong Kong segja „hryðjuverkastarfsemi“ vaxa ásmegin í borginni. Yfirvöld Hong Kong og Kína vinna nú að því að setja á ný lög varðandi öryggismál og auka umsvif leyniþjónusta og annarra kínverskra öryggisstofnanna á eyjunni. Lögunum er ætlað að banna alls konar aðgerðir sem beinast gegn ríkinu. Lögin myndu takmarka alla andstöðu gegn yfirvöldum í Peking og auðvelda öryggissveitum að brjóta mótmæli á bak aftur. Gagnrýnendur þeirra segja að lögin muni ógna stöðu og sjálfstæði Hong Kong. Lögunum sé ætlað að þagga í öllum gagnrýnisröddum. Umfangsmikil mótmæli fóru fram í Hong Kong í gær í fyrsta sinn í marga mánuði. Minnst 180 mótmælendur voru handteknir. Mótmælendur kölluðu eftir sjálfstæði Hong Kong og sögðu það einu leiðina. Önnur ríki hafa lýst yfir áhyggjum af aðgerðum yfirvalda. Fyrrverandi ríkisstjóri Hong Kong, þegar Bretar stjórnuðu eyjunni, segir Kínverja hafa svikið íbúa þar og segir þá brjóta gegn samkomulagi Kína og Bretlands um Hong Kong sem gert var árið 1984. John Lee. öryggisráðherra Hong Kong líkti mótmælunum í gær við hryðjuverkastarfsemi í nótt og sagði hana færast í aukana. Þar að auki hefði ógnum gagnvart þjóðaröryggi Kína fjölgað og nefndi hann sérstaklega áköll eftir sjálfstæði Hong Kong í því samhengi. Lee sagði nýju lögin nauðsynleg til að tryggja hagsæld og stöðugleika í Hong Kong til lengri tíma. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Beittu táragasi gegn andstæðingum nýrra öryggislaga Þúsundir andstæðinga nýrra öryggislaga um Hong Kong sem Kínverjar hafa sett mótmæltu setningu laganna á götum Hong Kong í dag. Lögreglan beitti táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum. 24. maí 2020 11:32 Fyrrum ríkisstjóri segir Kína hafa svikið Hong Kong Chris Patten, sem gegndi embætti ríkisstjóra í Hong Kong á árunum 1992-1997, stýrði Hong Kong áður en að yfirráð voru færð yfir til kínverska yfirvalda eftir 150 ár af breskri stjórn, sagði í viðtali við the Times að Bretar hefðu skyldu til að standa við bakið á Hong Kong. 23. maí 2020 11:54 Kína leggur til lög sem myndu takmarka andstöðu Hong Kong Kínversk stjórnvöld hafa lagt fram frumvarp um ný öryggislög í Hong Kong sem myndu banna uppreisnaráróður, sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins og landráð. 21. maí 2020 14:50 Lögreglan sögð hafa fylgt reglum í Hong Kong Innri eftirlitsaðilar lögreglunnar í Hong Kong segja lögregluna ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt í mótmælunum í borginni í fyrra. 15. maí 2020 15:58 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Yfirmenn öryggismála í Hong Kong segja „hryðjuverkastarfsemi“ vaxa ásmegin í borginni. Yfirvöld Hong Kong og Kína vinna nú að því að setja á ný lög varðandi öryggismál og auka umsvif leyniþjónusta og annarra kínverskra öryggisstofnanna á eyjunni. Lögunum er ætlað að banna alls konar aðgerðir sem beinast gegn ríkinu. Lögin myndu takmarka alla andstöðu gegn yfirvöldum í Peking og auðvelda öryggissveitum að brjóta mótmæli á bak aftur. Gagnrýnendur þeirra segja að lögin muni ógna stöðu og sjálfstæði Hong Kong. Lögunum sé ætlað að þagga í öllum gagnrýnisröddum. Umfangsmikil mótmæli fóru fram í Hong Kong í gær í fyrsta sinn í marga mánuði. Minnst 180 mótmælendur voru handteknir. Mótmælendur kölluðu eftir sjálfstæði Hong Kong og sögðu það einu leiðina. Önnur ríki hafa lýst yfir áhyggjum af aðgerðum yfirvalda. Fyrrverandi ríkisstjóri Hong Kong, þegar Bretar stjórnuðu eyjunni, segir Kínverja hafa svikið íbúa þar og segir þá brjóta gegn samkomulagi Kína og Bretlands um Hong Kong sem gert var árið 1984. John Lee. öryggisráðherra Hong Kong líkti mótmælunum í gær við hryðjuverkastarfsemi í nótt og sagði hana færast í aukana. Þar að auki hefði ógnum gagnvart þjóðaröryggi Kína fjölgað og nefndi hann sérstaklega áköll eftir sjálfstæði Hong Kong í því samhengi. Lee sagði nýju lögin nauðsynleg til að tryggja hagsæld og stöðugleika í Hong Kong til lengri tíma.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Beittu táragasi gegn andstæðingum nýrra öryggislaga Þúsundir andstæðinga nýrra öryggislaga um Hong Kong sem Kínverjar hafa sett mótmæltu setningu laganna á götum Hong Kong í dag. Lögreglan beitti táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum. 24. maí 2020 11:32 Fyrrum ríkisstjóri segir Kína hafa svikið Hong Kong Chris Patten, sem gegndi embætti ríkisstjóra í Hong Kong á árunum 1992-1997, stýrði Hong Kong áður en að yfirráð voru færð yfir til kínverska yfirvalda eftir 150 ár af breskri stjórn, sagði í viðtali við the Times að Bretar hefðu skyldu til að standa við bakið á Hong Kong. 23. maí 2020 11:54 Kína leggur til lög sem myndu takmarka andstöðu Hong Kong Kínversk stjórnvöld hafa lagt fram frumvarp um ný öryggislög í Hong Kong sem myndu banna uppreisnaráróður, sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins og landráð. 21. maí 2020 14:50 Lögreglan sögð hafa fylgt reglum í Hong Kong Innri eftirlitsaðilar lögreglunnar í Hong Kong segja lögregluna ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt í mótmælunum í borginni í fyrra. 15. maí 2020 15:58 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Beittu táragasi gegn andstæðingum nýrra öryggislaga Þúsundir andstæðinga nýrra öryggislaga um Hong Kong sem Kínverjar hafa sett mótmæltu setningu laganna á götum Hong Kong í dag. Lögreglan beitti táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum. 24. maí 2020 11:32
Fyrrum ríkisstjóri segir Kína hafa svikið Hong Kong Chris Patten, sem gegndi embætti ríkisstjóra í Hong Kong á árunum 1992-1997, stýrði Hong Kong áður en að yfirráð voru færð yfir til kínverska yfirvalda eftir 150 ár af breskri stjórn, sagði í viðtali við the Times að Bretar hefðu skyldu til að standa við bakið á Hong Kong. 23. maí 2020 11:54
Kína leggur til lög sem myndu takmarka andstöðu Hong Kong Kínversk stjórnvöld hafa lagt fram frumvarp um ný öryggislög í Hong Kong sem myndu banna uppreisnaráróður, sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins og landráð. 21. maí 2020 14:50
Lögreglan sögð hafa fylgt reglum í Hong Kong Innri eftirlitsaðilar lögreglunnar í Hong Kong segja lögregluna ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt í mótmælunum í borginni í fyrra. 15. maí 2020 15:58