Ætla að keyra öryggislög áfram í Hong Kong Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2020 07:21 Frá mótmælunum í Hong Kong í gær. EPA/JEROME FAVRE Yfirmenn öryggismála í Hong Kong segja „hryðjuverkastarfsemi“ vaxa ásmegin í borginni. Yfirvöld Hong Kong og Kína vinna nú að því að setja á ný lög varðandi öryggismál og auka umsvif leyniþjónusta og annarra kínverskra öryggisstofnanna á eyjunni. Lögunum er ætlað að banna alls konar aðgerðir sem beinast gegn ríkinu. Lögin myndu takmarka alla andstöðu gegn yfirvöldum í Peking og auðvelda öryggissveitum að brjóta mótmæli á bak aftur. Gagnrýnendur þeirra segja að lögin muni ógna stöðu og sjálfstæði Hong Kong. Lögunum sé ætlað að þagga í öllum gagnrýnisröddum. Umfangsmikil mótmæli fóru fram í Hong Kong í gær í fyrsta sinn í marga mánuði. Minnst 180 mótmælendur voru handteknir. Mótmælendur kölluðu eftir sjálfstæði Hong Kong og sögðu það einu leiðina. Önnur ríki hafa lýst yfir áhyggjum af aðgerðum yfirvalda. Fyrrverandi ríkisstjóri Hong Kong, þegar Bretar stjórnuðu eyjunni, segir Kínverja hafa svikið íbúa þar og segir þá brjóta gegn samkomulagi Kína og Bretlands um Hong Kong sem gert var árið 1984. John Lee. öryggisráðherra Hong Kong líkti mótmælunum í gær við hryðjuverkastarfsemi í nótt og sagði hana færast í aukana. Þar að auki hefði ógnum gagnvart þjóðaröryggi Kína fjölgað og nefndi hann sérstaklega áköll eftir sjálfstæði Hong Kong í því samhengi. Lee sagði nýju lögin nauðsynleg til að tryggja hagsæld og stöðugleika í Hong Kong til lengri tíma. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Beittu táragasi gegn andstæðingum nýrra öryggislaga Þúsundir andstæðinga nýrra öryggislaga um Hong Kong sem Kínverjar hafa sett mótmæltu setningu laganna á götum Hong Kong í dag. Lögreglan beitti táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum. 24. maí 2020 11:32 Fyrrum ríkisstjóri segir Kína hafa svikið Hong Kong Chris Patten, sem gegndi embætti ríkisstjóra í Hong Kong á árunum 1992-1997, stýrði Hong Kong áður en að yfirráð voru færð yfir til kínverska yfirvalda eftir 150 ár af breskri stjórn, sagði í viðtali við the Times að Bretar hefðu skyldu til að standa við bakið á Hong Kong. 23. maí 2020 11:54 Kína leggur til lög sem myndu takmarka andstöðu Hong Kong Kínversk stjórnvöld hafa lagt fram frumvarp um ný öryggislög í Hong Kong sem myndu banna uppreisnaráróður, sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins og landráð. 21. maí 2020 14:50 Lögreglan sögð hafa fylgt reglum í Hong Kong Innri eftirlitsaðilar lögreglunnar í Hong Kong segja lögregluna ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt í mótmælunum í borginni í fyrra. 15. maí 2020 15:58 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Yfirmenn öryggismála í Hong Kong segja „hryðjuverkastarfsemi“ vaxa ásmegin í borginni. Yfirvöld Hong Kong og Kína vinna nú að því að setja á ný lög varðandi öryggismál og auka umsvif leyniþjónusta og annarra kínverskra öryggisstofnanna á eyjunni. Lögunum er ætlað að banna alls konar aðgerðir sem beinast gegn ríkinu. Lögin myndu takmarka alla andstöðu gegn yfirvöldum í Peking og auðvelda öryggissveitum að brjóta mótmæli á bak aftur. Gagnrýnendur þeirra segja að lögin muni ógna stöðu og sjálfstæði Hong Kong. Lögunum sé ætlað að þagga í öllum gagnrýnisröddum. Umfangsmikil mótmæli fóru fram í Hong Kong í gær í fyrsta sinn í marga mánuði. Minnst 180 mótmælendur voru handteknir. Mótmælendur kölluðu eftir sjálfstæði Hong Kong og sögðu það einu leiðina. Önnur ríki hafa lýst yfir áhyggjum af aðgerðum yfirvalda. Fyrrverandi ríkisstjóri Hong Kong, þegar Bretar stjórnuðu eyjunni, segir Kínverja hafa svikið íbúa þar og segir þá brjóta gegn samkomulagi Kína og Bretlands um Hong Kong sem gert var árið 1984. John Lee. öryggisráðherra Hong Kong líkti mótmælunum í gær við hryðjuverkastarfsemi í nótt og sagði hana færast í aukana. Þar að auki hefði ógnum gagnvart þjóðaröryggi Kína fjölgað og nefndi hann sérstaklega áköll eftir sjálfstæði Hong Kong í því samhengi. Lee sagði nýju lögin nauðsynleg til að tryggja hagsæld og stöðugleika í Hong Kong til lengri tíma.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Beittu táragasi gegn andstæðingum nýrra öryggislaga Þúsundir andstæðinga nýrra öryggislaga um Hong Kong sem Kínverjar hafa sett mótmæltu setningu laganna á götum Hong Kong í dag. Lögreglan beitti táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum. 24. maí 2020 11:32 Fyrrum ríkisstjóri segir Kína hafa svikið Hong Kong Chris Patten, sem gegndi embætti ríkisstjóra í Hong Kong á árunum 1992-1997, stýrði Hong Kong áður en að yfirráð voru færð yfir til kínverska yfirvalda eftir 150 ár af breskri stjórn, sagði í viðtali við the Times að Bretar hefðu skyldu til að standa við bakið á Hong Kong. 23. maí 2020 11:54 Kína leggur til lög sem myndu takmarka andstöðu Hong Kong Kínversk stjórnvöld hafa lagt fram frumvarp um ný öryggislög í Hong Kong sem myndu banna uppreisnaráróður, sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins og landráð. 21. maí 2020 14:50 Lögreglan sögð hafa fylgt reglum í Hong Kong Innri eftirlitsaðilar lögreglunnar í Hong Kong segja lögregluna ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt í mótmælunum í borginni í fyrra. 15. maí 2020 15:58 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Beittu táragasi gegn andstæðingum nýrra öryggislaga Þúsundir andstæðinga nýrra öryggislaga um Hong Kong sem Kínverjar hafa sett mótmæltu setningu laganna á götum Hong Kong í dag. Lögreglan beitti táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum. 24. maí 2020 11:32
Fyrrum ríkisstjóri segir Kína hafa svikið Hong Kong Chris Patten, sem gegndi embætti ríkisstjóra í Hong Kong á árunum 1992-1997, stýrði Hong Kong áður en að yfirráð voru færð yfir til kínverska yfirvalda eftir 150 ár af breskri stjórn, sagði í viðtali við the Times að Bretar hefðu skyldu til að standa við bakið á Hong Kong. 23. maí 2020 11:54
Kína leggur til lög sem myndu takmarka andstöðu Hong Kong Kínversk stjórnvöld hafa lagt fram frumvarp um ný öryggislög í Hong Kong sem myndu banna uppreisnaráróður, sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins og landráð. 21. maí 2020 14:50
Lögreglan sögð hafa fylgt reglum í Hong Kong Innri eftirlitsaðilar lögreglunnar í Hong Kong segja lögregluna ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt í mótmælunum í borginni í fyrra. 15. maí 2020 15:58