Tímabundin tækifæri Guðmundur Haukur Guðmundsson skrifar 17. apríl 2020 09:00 Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það áfall sem íslenskt hagkerfi hefur orðið fyrir vegna COVID-19 og þau efnahagslegu áhrif sem veiran hefur á fyrirtæki í landinu, bæði stór og smá. Stjórnvöld leggja nú á ráðin um næsta aðgerðapakka og er þrýst á að sá pakki feli í sér frekari stuðning við fyrirtæki, einkum lítil og meðalstór. Áhugavert er að líta til nágrannaríkja okkar í þessu samhengi og þeirra ríkisaðstoðarkerfa (e. state aid schemes) sem erlend stjórnvöld hafa sett á laggirnar til stuðnings fyrirtækjum þar í landi. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) framfylgir ríkisaðstoðarreglum EES-samningsins og taka reglurnar til sérstakra aðstæðna líkt og COVID-19. Hvers kyns ríkisaðstoð eða ríkisaðstoðarkerfi þarf að hljóta samþykki ESA áður en það kemst til framkvæmdar og hefur ESA nýverið stofnað starfshóp til þess að aðstoða íslensk stjórnvöld við að hrinda ríkisaðstoðarkerfum hratt í framkvæmd. ESA og framkvæmdastjórn ESB hafa einnig kynnt tímabundna útvíkkun á ríkisaðstoðarreglum til þess að veita stjórnvöldum aukið svigrúm til að bæta rekstrarhæfni fyrirtækja. Felur þetta meðal annars í sér möguleika á beinum fjárstuðningi, endurgreiðanlegum fyrirgreiðslum, skattaívilnunum eða lánsábyrgðum. Ólíkt nágrannalöndum okkar hafa íslensk stjórnvöld, þegar þetta er ritað, ekki ennþá nýtt sér þessar tímabundnu útvíkkanir á ríkisaðstoðarreglum EES-samningsins, eða tilkynnt ríkisaðstoðarkerfi formlega til ESA. Á meðan hefur Danmörk fengið sjö ríkisaðstoðarkerfi samþykkt, Noregur fimm og Svíþjóð þrjú. Af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins hafa 23 sett á laggirnar margvísleg ríkisaðstoðarkerfi, og sum ríki fleiri en eitt. Það virðist því ganga hraðar fyrir sig að hrinda slíkum ríkisaðstoðarkerfum í framkvæmd erlendis. Vissulega er það svo að almennar aðgerðir, sem gilda fyrir öll fyrirtæki, falla ekki undir eftirlit ESA með ríkisaðstoð og geta ríki því hrint þeim í framkvæmd án aðkomu ESA. Hins vegar hefur hlutfall ríkisaðstoðar af landsframleiðslu verið fremur lágt á Íslandi í gegnum tíðina, og talsvert lægra en meðaltal ríkja Evrópusambandsins. Með fyrrgreindum útvíkkunum á ríkisaðstoðarreglum eru möguleikar íslenskra stjórnvalda, til þess að grípa inn í og styðja fyrirtæki í vanda, meiri nú en í fjármálahruninu. Aftur á móti er það einungis tímabundið og ættu stjórnvöld því að skoða þessa möguleika vandlega og hvernig nágrannaþjóðir okkar hafa nýtt þetta tímabundna tækifæri. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samkeppniseftirlitinu. Skoðanir eru höfundar og þurfa ekki nauðsynlega að endurspegla afstöðu eða stefnu Samkeppniseftirlitsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Samkeppnismál Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það áfall sem íslenskt hagkerfi hefur orðið fyrir vegna COVID-19 og þau efnahagslegu áhrif sem veiran hefur á fyrirtæki í landinu, bæði stór og smá. Stjórnvöld leggja nú á ráðin um næsta aðgerðapakka og er þrýst á að sá pakki feli í sér frekari stuðning við fyrirtæki, einkum lítil og meðalstór. Áhugavert er að líta til nágrannaríkja okkar í þessu samhengi og þeirra ríkisaðstoðarkerfa (e. state aid schemes) sem erlend stjórnvöld hafa sett á laggirnar til stuðnings fyrirtækjum þar í landi. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) framfylgir ríkisaðstoðarreglum EES-samningsins og taka reglurnar til sérstakra aðstæðna líkt og COVID-19. Hvers kyns ríkisaðstoð eða ríkisaðstoðarkerfi þarf að hljóta samþykki ESA áður en það kemst til framkvæmdar og hefur ESA nýverið stofnað starfshóp til þess að aðstoða íslensk stjórnvöld við að hrinda ríkisaðstoðarkerfum hratt í framkvæmd. ESA og framkvæmdastjórn ESB hafa einnig kynnt tímabundna útvíkkun á ríkisaðstoðarreglum til þess að veita stjórnvöldum aukið svigrúm til að bæta rekstrarhæfni fyrirtækja. Felur þetta meðal annars í sér möguleika á beinum fjárstuðningi, endurgreiðanlegum fyrirgreiðslum, skattaívilnunum eða lánsábyrgðum. Ólíkt nágrannalöndum okkar hafa íslensk stjórnvöld, þegar þetta er ritað, ekki ennþá nýtt sér þessar tímabundnu útvíkkanir á ríkisaðstoðarreglum EES-samningsins, eða tilkynnt ríkisaðstoðarkerfi formlega til ESA. Á meðan hefur Danmörk fengið sjö ríkisaðstoðarkerfi samþykkt, Noregur fimm og Svíþjóð þrjú. Af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins hafa 23 sett á laggirnar margvísleg ríkisaðstoðarkerfi, og sum ríki fleiri en eitt. Það virðist því ganga hraðar fyrir sig að hrinda slíkum ríkisaðstoðarkerfum í framkvæmd erlendis. Vissulega er það svo að almennar aðgerðir, sem gilda fyrir öll fyrirtæki, falla ekki undir eftirlit ESA með ríkisaðstoð og geta ríki því hrint þeim í framkvæmd án aðkomu ESA. Hins vegar hefur hlutfall ríkisaðstoðar af landsframleiðslu verið fremur lágt á Íslandi í gegnum tíðina, og talsvert lægra en meðaltal ríkja Evrópusambandsins. Með fyrrgreindum útvíkkunum á ríkisaðstoðarreglum eru möguleikar íslenskra stjórnvalda, til þess að grípa inn í og styðja fyrirtæki í vanda, meiri nú en í fjármálahruninu. Aftur á móti er það einungis tímabundið og ættu stjórnvöld því að skoða þessa möguleika vandlega og hvernig nágrannaþjóðir okkar hafa nýtt þetta tímabundna tækifæri. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samkeppniseftirlitinu. Skoðanir eru höfundar og þurfa ekki nauðsynlega að endurspegla afstöðu eða stefnu Samkeppniseftirlitsins.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun