Telja sig hafa náð mynd af fæðingu reikistjörnu Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2020 16:00 Innri hluti efnisskífunnar í kringum AB Aurigae. Skærguli hnúturinn fyrir miðju myndarinnar er reikistjarnan sem vísindamenn telja í myndun. ESO/Boccaletti et al. Myndir sem hópur stjörnufræðinga hefur birt eru taldar þær fyrstu af reikistjörnu í fæðingu í nýju sólkerfi sem er að myndast í hundraða ljósára fjarlægð frá jörðinni. Uppgötvunin getur hjálpað stjörnufræðingum að skilja betur hvernig reikistjörnur verða til. Vitað er að reikistjörnur myndast úr efnisskífum umhverfis ungar stjörnur þegar kalt ryk og gas hlaupa þar í kekki. Nýju myndirnar virðast sýna reikistjörnu að verða til í skífu í kringum ungstjörnuna AB Aurigae. Þær væru þá fyrstu beinu vísbendingarnar um hvernig reikistjörnur fæðast. AB Aurigae er í um 520 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Ökumanninum. Á myndinni sjást gas- og rykþyrlar í kringum stjörnuna sem eru fyrstu merkin um reikistjörnu sem eru að verða til, að því er segir í tilkynningu Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO). Fram að þessu hefur ekki verið hægt að taka nógu skarpar og djúpar myndir af efnisskífum sem eru svo skammt á veg komnar í reikistjörnumyndun að hægt hafi verið að koma auga á hnúta í þeim þar sem reikistjörnur gætu verið að myndast. Myndirnar voru teknar með VLT-sjónaukanum í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Þyrilformin sem sjást á þeim eru fyrstu merkin um reikistjörnu í mótun. Reikistjörnuvísarnir ýta gasinu til og mynda bylgjur í efnisskífunni. Þegar reikistjarnan snýst um stjörnuna móta bylgjurnar þyrilarma. Nýja reikistjarnan er í svipaðri fjarlægð frá móðurstjörnu sinni og Neptúnus er frá sólinni okkar. ESO er með annan risasjónauka í smíðum sem á að gera stjörnufræðingum kleift að ná enn nákvæmari myndum af reikistjörnum í frumbernsku. „Við ættum að geta séð með enn nákvæmari hætti hvernig tilfærsla gass leiðir til myndunar reikistjarna,“ segir Anthony Boccaletti frá Parísarathuganastöðinni í Meudon í Frakklandi sem leiddi hópinn sem gerði rannsóknina. Myndin til vinstri sýnir AB Aurigae og efnisskífuna í kringum hana. Á myndinni til hægri er þysjað inn á svæðið sem er merkt með rauðum ramma á myndinni til vinstri. Þar sést innri hluti efnisskífunnar, þar á meðal skærguli hnúturinn sem er talinn reikistjarna í myndun merktur með hvítum hring. Blái hringurinn í horni myndarinnar sýnir hlutfallslega stærð sporbrautar Neptúnusar um sólina okkar. Myndirnar voru teknar með SPHERE-mælitækinu á VLT-sjónaukanum sem er næmt fyrir sýnilegu og nærinnrauðu ljósi.ESO/Boccaletti et al. Geimurinn Vísindi Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Myndir sem hópur stjörnufræðinga hefur birt eru taldar þær fyrstu af reikistjörnu í fæðingu í nýju sólkerfi sem er að myndast í hundraða ljósára fjarlægð frá jörðinni. Uppgötvunin getur hjálpað stjörnufræðingum að skilja betur hvernig reikistjörnur verða til. Vitað er að reikistjörnur myndast úr efnisskífum umhverfis ungar stjörnur þegar kalt ryk og gas hlaupa þar í kekki. Nýju myndirnar virðast sýna reikistjörnu að verða til í skífu í kringum ungstjörnuna AB Aurigae. Þær væru þá fyrstu beinu vísbendingarnar um hvernig reikistjörnur fæðast. AB Aurigae er í um 520 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Ökumanninum. Á myndinni sjást gas- og rykþyrlar í kringum stjörnuna sem eru fyrstu merkin um reikistjörnu sem eru að verða til, að því er segir í tilkynningu Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO). Fram að þessu hefur ekki verið hægt að taka nógu skarpar og djúpar myndir af efnisskífum sem eru svo skammt á veg komnar í reikistjörnumyndun að hægt hafi verið að koma auga á hnúta í þeim þar sem reikistjörnur gætu verið að myndast. Myndirnar voru teknar með VLT-sjónaukanum í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Þyrilformin sem sjást á þeim eru fyrstu merkin um reikistjörnu í mótun. Reikistjörnuvísarnir ýta gasinu til og mynda bylgjur í efnisskífunni. Þegar reikistjarnan snýst um stjörnuna móta bylgjurnar þyrilarma. Nýja reikistjarnan er í svipaðri fjarlægð frá móðurstjörnu sinni og Neptúnus er frá sólinni okkar. ESO er með annan risasjónauka í smíðum sem á að gera stjörnufræðingum kleift að ná enn nákvæmari myndum af reikistjörnum í frumbernsku. „Við ættum að geta séð með enn nákvæmari hætti hvernig tilfærsla gass leiðir til myndunar reikistjarna,“ segir Anthony Boccaletti frá Parísarathuganastöðinni í Meudon í Frakklandi sem leiddi hópinn sem gerði rannsóknina. Myndin til vinstri sýnir AB Aurigae og efnisskífuna í kringum hana. Á myndinni til hægri er þysjað inn á svæðið sem er merkt með rauðum ramma á myndinni til vinstri. Þar sést innri hluti efnisskífunnar, þar á meðal skærguli hnúturinn sem er talinn reikistjarna í myndun merktur með hvítum hring. Blái hringurinn í horni myndarinnar sýnir hlutfallslega stærð sporbrautar Neptúnusar um sólina okkar. Myndirnar voru teknar með SPHERE-mælitækinu á VLT-sjónaukanum sem er næmt fyrir sýnilegu og nærinnrauðu ljósi.ESO/Boccaletti et al.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira