Telja sig hafa náð mynd af fæðingu reikistjörnu Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2020 16:00 Innri hluti efnisskífunnar í kringum AB Aurigae. Skærguli hnúturinn fyrir miðju myndarinnar er reikistjarnan sem vísindamenn telja í myndun. ESO/Boccaletti et al. Myndir sem hópur stjörnufræðinga hefur birt eru taldar þær fyrstu af reikistjörnu í fæðingu í nýju sólkerfi sem er að myndast í hundraða ljósára fjarlægð frá jörðinni. Uppgötvunin getur hjálpað stjörnufræðingum að skilja betur hvernig reikistjörnur verða til. Vitað er að reikistjörnur myndast úr efnisskífum umhverfis ungar stjörnur þegar kalt ryk og gas hlaupa þar í kekki. Nýju myndirnar virðast sýna reikistjörnu að verða til í skífu í kringum ungstjörnuna AB Aurigae. Þær væru þá fyrstu beinu vísbendingarnar um hvernig reikistjörnur fæðast. AB Aurigae er í um 520 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Ökumanninum. Á myndinni sjást gas- og rykþyrlar í kringum stjörnuna sem eru fyrstu merkin um reikistjörnu sem eru að verða til, að því er segir í tilkynningu Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO). Fram að þessu hefur ekki verið hægt að taka nógu skarpar og djúpar myndir af efnisskífum sem eru svo skammt á veg komnar í reikistjörnumyndun að hægt hafi verið að koma auga á hnúta í þeim þar sem reikistjörnur gætu verið að myndast. Myndirnar voru teknar með VLT-sjónaukanum í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Þyrilformin sem sjást á þeim eru fyrstu merkin um reikistjörnu í mótun. Reikistjörnuvísarnir ýta gasinu til og mynda bylgjur í efnisskífunni. Þegar reikistjarnan snýst um stjörnuna móta bylgjurnar þyrilarma. Nýja reikistjarnan er í svipaðri fjarlægð frá móðurstjörnu sinni og Neptúnus er frá sólinni okkar. ESO er með annan risasjónauka í smíðum sem á að gera stjörnufræðingum kleift að ná enn nákvæmari myndum af reikistjörnum í frumbernsku. „Við ættum að geta séð með enn nákvæmari hætti hvernig tilfærsla gass leiðir til myndunar reikistjarna,“ segir Anthony Boccaletti frá Parísarathuganastöðinni í Meudon í Frakklandi sem leiddi hópinn sem gerði rannsóknina. Myndin til vinstri sýnir AB Aurigae og efnisskífuna í kringum hana. Á myndinni til hægri er þysjað inn á svæðið sem er merkt með rauðum ramma á myndinni til vinstri. Þar sést innri hluti efnisskífunnar, þar á meðal skærguli hnúturinn sem er talinn reikistjarna í myndun merktur með hvítum hring. Blái hringurinn í horni myndarinnar sýnir hlutfallslega stærð sporbrautar Neptúnusar um sólina okkar. Myndirnar voru teknar með SPHERE-mælitækinu á VLT-sjónaukanum sem er næmt fyrir sýnilegu og nærinnrauðu ljósi.ESO/Boccaletti et al. Geimurinn Vísindi Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Myndir sem hópur stjörnufræðinga hefur birt eru taldar þær fyrstu af reikistjörnu í fæðingu í nýju sólkerfi sem er að myndast í hundraða ljósára fjarlægð frá jörðinni. Uppgötvunin getur hjálpað stjörnufræðingum að skilja betur hvernig reikistjörnur verða til. Vitað er að reikistjörnur myndast úr efnisskífum umhverfis ungar stjörnur þegar kalt ryk og gas hlaupa þar í kekki. Nýju myndirnar virðast sýna reikistjörnu að verða til í skífu í kringum ungstjörnuna AB Aurigae. Þær væru þá fyrstu beinu vísbendingarnar um hvernig reikistjörnur fæðast. AB Aurigae er í um 520 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Ökumanninum. Á myndinni sjást gas- og rykþyrlar í kringum stjörnuna sem eru fyrstu merkin um reikistjörnu sem eru að verða til, að því er segir í tilkynningu Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO). Fram að þessu hefur ekki verið hægt að taka nógu skarpar og djúpar myndir af efnisskífum sem eru svo skammt á veg komnar í reikistjörnumyndun að hægt hafi verið að koma auga á hnúta í þeim þar sem reikistjörnur gætu verið að myndast. Myndirnar voru teknar með VLT-sjónaukanum í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Þyrilformin sem sjást á þeim eru fyrstu merkin um reikistjörnu í mótun. Reikistjörnuvísarnir ýta gasinu til og mynda bylgjur í efnisskífunni. Þegar reikistjarnan snýst um stjörnuna móta bylgjurnar þyrilarma. Nýja reikistjarnan er í svipaðri fjarlægð frá móðurstjörnu sinni og Neptúnus er frá sólinni okkar. ESO er með annan risasjónauka í smíðum sem á að gera stjörnufræðingum kleift að ná enn nákvæmari myndum af reikistjörnum í frumbernsku. „Við ættum að geta séð með enn nákvæmari hætti hvernig tilfærsla gass leiðir til myndunar reikistjarna,“ segir Anthony Boccaletti frá Parísarathuganastöðinni í Meudon í Frakklandi sem leiddi hópinn sem gerði rannsóknina. Myndin til vinstri sýnir AB Aurigae og efnisskífuna í kringum hana. Á myndinni til hægri er þysjað inn á svæðið sem er merkt með rauðum ramma á myndinni til vinstri. Þar sést innri hluti efnisskífunnar, þar á meðal skærguli hnúturinn sem er talinn reikistjarna í myndun merktur með hvítum hring. Blái hringurinn í horni myndarinnar sýnir hlutfallslega stærð sporbrautar Neptúnusar um sólina okkar. Myndirnar voru teknar með SPHERE-mælitækinu á VLT-sjónaukanum sem er næmt fyrir sýnilegu og nærinnrauðu ljósi.ESO/Boccaletti et al.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira