Skemmdarverk áfram unnin vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2020 11:35 Símamastur í London sem kveikt var í. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Skemmdarvargar sem aðhyllast undarlegar og innihaldslausar samsæriskenningar um 5G samskiptatækni hafa kveikt í eða reynt að kveikja í tugum símamastra í Evrópu á undanförnum vikum. Mörg þeirra koma með engum hætti að 5G og einhver eru eingöngu notuð af viðbragðsaðilum. Meðal annars snúa umræddar samsæriskenningar að því að geislun frá 5G veiki ónæmiskerfi fólks og hjálpi til við útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Því hefur jafnvel verið haldið fram, af minni hópum þó, að bylgjurnar valdi hreinlega Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, og einnig hafa samsæriskenningar um að Bill Gates komi einnig að útbreiðslu veirunnar og 5G verið í dreifingu. Ekkert til í kenningunum Sambærilegar kenningar varðandi 3G og 4G hafa verið til um árabil, þó þær hafi ekki náð nærri því jafn mikilli útbreiðslu. Meðal annarra hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varpað ljósi á það að 5G valdi ekki Covid-19 eða hjálpi til við útbreiðslu hans. WHO segir þar að auki að geilsun frá símamöstrum hafi verið rannsökuð í áratugi og engar vísbendingar hafi fundist um að sú geilsun sé skaðsöm. Alþjóðageislavarnaráðið (ICNIRP), hefur sömuleiðis sýnt fram á að farsímanet valdi ekki krabbameini eða öðrum sjúkdómum í mönnum. Þrátt fyrir það var ákveðið að herða reglur varðandi geislun frá farsímum aðeins í síðasta mánuði. Sjá einnig: Herða takmörk um geislun frá snjallsímum fyrir 5G-væðingu Samsæriskenningum um 5G er að miklu leyti dreift af aðilum sem eru andsnúnir bóluefnum og þeim sem aðhyllast svokölluðum QAnon samsæriskenningum um djúpríki sem starfi gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Skemmdarverk víða Blaðamenn Financial Times fundu upplýsingar um að skemmdir hafi verið unnar á tæplega 60 möstrum í Bretlandi, ellefu í Hollandi, tveimur í Írlandi og að á Kýpur hafi 18 manns ráðist á og skemmt mastur. Yfirmaður Vodafone í Bretlandi gaf frá sér yfirlýsingu í vikunni þar sem hann sagði skemmdarverkin ógna lífum fólks. Þær geti til dæmis komið niður á störfum viðbragðsaðila. Blaðakona Sunday Times spurðist fyrir um fyrstu tuttugu möstrin sem skemmdir voru unnar á. Ekkert þeirra kom að 5G á nokkurn hátt. One of the (many) perverse aspects of the "5G causes coronavirus" conspiracy theory is the resulting indiscriminate vandalism of *non-5G* mobile infrastructure.A Mobile UK spox confirmed to me that none of the initial 20 attacks on phone masts had actually damaged any 5G kit.— Lucy Fisher (@LOS_Fisher) April 15, 2020 Hanna Linderstål, sem vinnur hjá sænska fyrirtækinu Business Protection Agency og rannsakar falsupplýsingar og áróður á netinu, segir að fyrsta myndbandið sem tengdi 5G við kórónuveiruna hafi birst á netinu í janúar. Þar hafi verið um að ræða einhverskonar fyrirlestur um skaðsemi bylgja frá 5G möstrum. Í kjölfarið hafi fjöldinn allur af myndböndum verið birt sem sýni dauða fugla, dauða fiska og fólk lenda í yfirliði á götum út og allt er þetta sagt rakið til 5G bylgja. Byrjaði á belgískum lækni Blaðamaður Wired rakti sömuleiðis uppruna samsæriskenninganna og fann hann viðtal í belgísku dagblaði frá 22. janúar. Þar var rætt við lækni sem sagði 5G ógna lífum fólks og að tæknin tengdist kórónuveirunni. Það viðtal var svo fjarlægt. Læknirinn, Kris Van Kerckhoven, hélt því fram að mörg 5G möstur hafi verið reist í kringum borgina Wuhan í Kína árið 2019 og velti vöngum yfir því hvort það tengdist kórónuveirunni á nokkurn hátt. „Ég hef ekki kannað það en það gæti verið,“ sagði læknirinn. Andstæðingar 5G væðingarinnar dreifðu ummælum læknisins á samfélagsmiðlum og sögðu þau til sönnunar um hættur bylgjanna. Að endingu rataði umræðan á samfélagsmiðla þekktra einstaklinga eins og boxarans Amir Khan, söngkonunnar Anne-Marie, leikarans Woody Harrelson og fleiri aðila. Þar á meðal Amanda Holden, sem tísti hlekk á undirskriftarsöfnun gegn 5G. Á síðu söfnunarinnar stóð að einkenni þess að verða fyrir 5G væru mjög lík einkennum Covid-19. Holden sagðist seinna hafa tíst hlekknum fyrir mistök. Vangaveltur og ekkert annað Meðal þeirra sem hafa verið að dreifa samsæriskenningum um 5G er Piers Corbyn, bróðir Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtoga Verkamannaflokksins. Hann hefur til að mynda sagt WHO hafa rangt fyrir sér um að 5G komi ekki að útbreiðslu kórónuveirunnar. Meðal annars vegna þess að hátíðnibylgjur gætu verið að skaða lungu fólks. Hann sagðist skilja reiði fólks og skemmdarverk á símamöstrum. Hann hefur rangt fyrir sér. Eins og áður segir eru engar vísbendingar um að geislun frá 5G tækni skaði menn á nokkurn hátt. Breska fjarskipta- og fjölmiðlastofnunin, Ofcom, leggur nú mat á hvort að þáttastjórnandi þar í landi hafi farið á svig við siðareglur með vangaveltum sínum um möguleg tengsl kórónuveirunnar og 5G-símamastra. Sá þáttastjórnandi, Eamonn Holmes, sagði að enginn vissi fyrir víst hvort 5G væri skaðlaust og hvort tæknin tengdist heimsfaraldrinum. Vísindamenn vita fyrir víst að 5G tæknin kemur með engum hætti að útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Rússar duglegir við áróður gegn 5G Í umfjöllun Wired kemur fram að sjónvarpsstöðin RT, sem er í eigu rússneska ríkisins, hafi lengi birt umfjallanir gegn 5G væðingu. Þar á meðal er frétt á Youtube-síðu RT frá janúar í fyrra, þar sem því er haldið fram að 5G gæti drepið fólk. Frá upphafi 2019 hefur RT gert fjölda frétta um skaðsemi 5G og byggt upp fjölmargar samsæriskenningar. Háttsettir embættismenn í Evrópu hafa að undanförnu kallað eftir því að tæknifyrirtæki beiti sér gegn dreifingu samsæriskenninga. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook. Fyrirtækið hefur lokað stórum síðum þar sem samsæriskenningum um 5G hefur verið dreift.EPA/PHILIPP GUELLAND Forsvarsmenn Facebook hafa sagt að starfsmenn fyrirtækisins muni berjast gegn dreifingu hættulegra samsæriskenninga um innviðauppbyggingu og hafa til að mynda lokað stórum Facebooksíðum þar sem verið var að dreifa samsæriskenningum um 5G. Alphabet hefur einnig gripið til aðgerða og breytt skilmálum Youtube á þann veg að hægt sé að fjarlægja öll myndbönd sem stinga upp á tengslum milli 5G og kórónuveirunnar. TikTok notað til að ná til yngra fólks Samsæriskenningarnar sem um ræðir eru þó enn á dreifingu á Facebook og Youtube og einnig á öðrum samfélagsmiðlum. Linderstål bendir til að mynda á TikTok. Hún segir það öflugt tól fyrir samsæringa til að ná til yngra fólks. Eitt myndband sem hún nefnir sýnir konu öskra á verktaka um það hvernig 5G muni „drepa alla“ og kallar hún kórónaveirusjúkrahúsið í London „útrýmingarbúðir“. Blaðamenn FT bentu forsvarsmönnum TikTok á nokkur slík myndbönd og fengu þau svo að falsupplýsingar sem gætu valdið skaða væru ekki leyfðar á samfélagsmiðlinum. Slíkt efni yrði fjarlægt. Sérfræðingar sem FT ræddi við segja samfélag aðila sem er á móti bóluefnum hafa tekið vel í samsæriskenningar um skaðsemi 5G og dreift þeim verulega. Aðrir benda sömuleiðis á RT, eins og gert var í grein Wired. RT birti til að mynda myndband á Youtube fyrir skömmu, þar sem því var haldið fram að börn sem leiki sér nærri 5G möstrum geti fengið blóðnasir, krabbamein og átt við lærdómserfiðleika að stríða. Eins og áður segir eru nákvæmlega engar vísbendingar um að það sé rétt. Fjarskipti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Facebook Google Bretland Holland Írland Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Fleiri fréttir Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Sjá meira
Skemmdarvargar sem aðhyllast undarlegar og innihaldslausar samsæriskenningar um 5G samskiptatækni hafa kveikt í eða reynt að kveikja í tugum símamastra í Evrópu á undanförnum vikum. Mörg þeirra koma með engum hætti að 5G og einhver eru eingöngu notuð af viðbragðsaðilum. Meðal annars snúa umræddar samsæriskenningar að því að geislun frá 5G veiki ónæmiskerfi fólks og hjálpi til við útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Því hefur jafnvel verið haldið fram, af minni hópum þó, að bylgjurnar valdi hreinlega Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, og einnig hafa samsæriskenningar um að Bill Gates komi einnig að útbreiðslu veirunnar og 5G verið í dreifingu. Ekkert til í kenningunum Sambærilegar kenningar varðandi 3G og 4G hafa verið til um árabil, þó þær hafi ekki náð nærri því jafn mikilli útbreiðslu. Meðal annarra hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varpað ljósi á það að 5G valdi ekki Covid-19 eða hjálpi til við útbreiðslu hans. WHO segir þar að auki að geilsun frá símamöstrum hafi verið rannsökuð í áratugi og engar vísbendingar hafi fundist um að sú geilsun sé skaðsöm. Alþjóðageislavarnaráðið (ICNIRP), hefur sömuleiðis sýnt fram á að farsímanet valdi ekki krabbameini eða öðrum sjúkdómum í mönnum. Þrátt fyrir það var ákveðið að herða reglur varðandi geislun frá farsímum aðeins í síðasta mánuði. Sjá einnig: Herða takmörk um geislun frá snjallsímum fyrir 5G-væðingu Samsæriskenningum um 5G er að miklu leyti dreift af aðilum sem eru andsnúnir bóluefnum og þeim sem aðhyllast svokölluðum QAnon samsæriskenningum um djúpríki sem starfi gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Skemmdarverk víða Blaðamenn Financial Times fundu upplýsingar um að skemmdir hafi verið unnar á tæplega 60 möstrum í Bretlandi, ellefu í Hollandi, tveimur í Írlandi og að á Kýpur hafi 18 manns ráðist á og skemmt mastur. Yfirmaður Vodafone í Bretlandi gaf frá sér yfirlýsingu í vikunni þar sem hann sagði skemmdarverkin ógna lífum fólks. Þær geti til dæmis komið niður á störfum viðbragðsaðila. Blaðakona Sunday Times spurðist fyrir um fyrstu tuttugu möstrin sem skemmdir voru unnar á. Ekkert þeirra kom að 5G á nokkurn hátt. One of the (many) perverse aspects of the "5G causes coronavirus" conspiracy theory is the resulting indiscriminate vandalism of *non-5G* mobile infrastructure.A Mobile UK spox confirmed to me that none of the initial 20 attacks on phone masts had actually damaged any 5G kit.— Lucy Fisher (@LOS_Fisher) April 15, 2020 Hanna Linderstål, sem vinnur hjá sænska fyrirtækinu Business Protection Agency og rannsakar falsupplýsingar og áróður á netinu, segir að fyrsta myndbandið sem tengdi 5G við kórónuveiruna hafi birst á netinu í janúar. Þar hafi verið um að ræða einhverskonar fyrirlestur um skaðsemi bylgja frá 5G möstrum. Í kjölfarið hafi fjöldinn allur af myndböndum verið birt sem sýni dauða fugla, dauða fiska og fólk lenda í yfirliði á götum út og allt er þetta sagt rakið til 5G bylgja. Byrjaði á belgískum lækni Blaðamaður Wired rakti sömuleiðis uppruna samsæriskenninganna og fann hann viðtal í belgísku dagblaði frá 22. janúar. Þar var rætt við lækni sem sagði 5G ógna lífum fólks og að tæknin tengdist kórónuveirunni. Það viðtal var svo fjarlægt. Læknirinn, Kris Van Kerckhoven, hélt því fram að mörg 5G möstur hafi verið reist í kringum borgina Wuhan í Kína árið 2019 og velti vöngum yfir því hvort það tengdist kórónuveirunni á nokkurn hátt. „Ég hef ekki kannað það en það gæti verið,“ sagði læknirinn. Andstæðingar 5G væðingarinnar dreifðu ummælum læknisins á samfélagsmiðlum og sögðu þau til sönnunar um hættur bylgjanna. Að endingu rataði umræðan á samfélagsmiðla þekktra einstaklinga eins og boxarans Amir Khan, söngkonunnar Anne-Marie, leikarans Woody Harrelson og fleiri aðila. Þar á meðal Amanda Holden, sem tísti hlekk á undirskriftarsöfnun gegn 5G. Á síðu söfnunarinnar stóð að einkenni þess að verða fyrir 5G væru mjög lík einkennum Covid-19. Holden sagðist seinna hafa tíst hlekknum fyrir mistök. Vangaveltur og ekkert annað Meðal þeirra sem hafa verið að dreifa samsæriskenningum um 5G er Piers Corbyn, bróðir Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtoga Verkamannaflokksins. Hann hefur til að mynda sagt WHO hafa rangt fyrir sér um að 5G komi ekki að útbreiðslu kórónuveirunnar. Meðal annars vegna þess að hátíðnibylgjur gætu verið að skaða lungu fólks. Hann sagðist skilja reiði fólks og skemmdarverk á símamöstrum. Hann hefur rangt fyrir sér. Eins og áður segir eru engar vísbendingar um að geislun frá 5G tækni skaði menn á nokkurn hátt. Breska fjarskipta- og fjölmiðlastofnunin, Ofcom, leggur nú mat á hvort að þáttastjórnandi þar í landi hafi farið á svig við siðareglur með vangaveltum sínum um möguleg tengsl kórónuveirunnar og 5G-símamastra. Sá þáttastjórnandi, Eamonn Holmes, sagði að enginn vissi fyrir víst hvort 5G væri skaðlaust og hvort tæknin tengdist heimsfaraldrinum. Vísindamenn vita fyrir víst að 5G tæknin kemur með engum hætti að útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Rússar duglegir við áróður gegn 5G Í umfjöllun Wired kemur fram að sjónvarpsstöðin RT, sem er í eigu rússneska ríkisins, hafi lengi birt umfjallanir gegn 5G væðingu. Þar á meðal er frétt á Youtube-síðu RT frá janúar í fyrra, þar sem því er haldið fram að 5G gæti drepið fólk. Frá upphafi 2019 hefur RT gert fjölda frétta um skaðsemi 5G og byggt upp fjölmargar samsæriskenningar. Háttsettir embættismenn í Evrópu hafa að undanförnu kallað eftir því að tæknifyrirtæki beiti sér gegn dreifingu samsæriskenninga. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook. Fyrirtækið hefur lokað stórum síðum þar sem samsæriskenningum um 5G hefur verið dreift.EPA/PHILIPP GUELLAND Forsvarsmenn Facebook hafa sagt að starfsmenn fyrirtækisins muni berjast gegn dreifingu hættulegra samsæriskenninga um innviðauppbyggingu og hafa til að mynda lokað stórum Facebooksíðum þar sem verið var að dreifa samsæriskenningum um 5G. Alphabet hefur einnig gripið til aðgerða og breytt skilmálum Youtube á þann veg að hægt sé að fjarlægja öll myndbönd sem stinga upp á tengslum milli 5G og kórónuveirunnar. TikTok notað til að ná til yngra fólks Samsæriskenningarnar sem um ræðir eru þó enn á dreifingu á Facebook og Youtube og einnig á öðrum samfélagsmiðlum. Linderstål bendir til að mynda á TikTok. Hún segir það öflugt tól fyrir samsæringa til að ná til yngra fólks. Eitt myndband sem hún nefnir sýnir konu öskra á verktaka um það hvernig 5G muni „drepa alla“ og kallar hún kórónaveirusjúkrahúsið í London „útrýmingarbúðir“. Blaðamenn FT bentu forsvarsmönnum TikTok á nokkur slík myndbönd og fengu þau svo að falsupplýsingar sem gætu valdið skaða væru ekki leyfðar á samfélagsmiðlinum. Slíkt efni yrði fjarlægt. Sérfræðingar sem FT ræddi við segja samfélag aðila sem er á móti bóluefnum hafa tekið vel í samsæriskenningar um skaðsemi 5G og dreift þeim verulega. Aðrir benda sömuleiðis á RT, eins og gert var í grein Wired. RT birti til að mynda myndband á Youtube fyrir skömmu, þar sem því var haldið fram að börn sem leiki sér nærri 5G möstrum geti fengið blóðnasir, krabbamein og átt við lærdómserfiðleika að stríða. Eins og áður segir eru nákvæmlega engar vísbendingar um að það sé rétt.
Fjarskipti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Facebook Google Bretland Holland Írland Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Fleiri fréttir Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent