Óvæntur liðsauki? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. apríl 2020 15:00 Þverskurður hins pólitíska litrófs á Íslandi hefur með einum eða öðrum hætti komið að uppbyggingu fiskveiðistjórnunarkerfisins okkar á umliðnum áratugum. Blessunarlega, en í því felst ákveðin samstaða og nokkuð víðtækur stuðningur. Kvótakerfið, sem byggir á sjálfbærni og vísindalegri ráðgjöf, er að mestu leyti öflugt og gott í eðli sínu. Veiðarnar eru arðbærar og verðmætasköpun sjávarútvegs, allt frá veiðum til vinnslu og sölu sjávarafurða, hefur aukist verulega. Sú hagkvæmni er til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Það sem hins vegar hefur grafið undan kerfinu og trausti almennings til þess, er að ítrekað hefur verið staðið í vegi fyrir mikilvægum og löngu tímabærum breytingum sem varða almannahag. Gott dæmi um þetta er þegar þverpólitísk samstaða náðist í auðlindanefndinni árið 2000 um gjaldtöku annars vegar og tímabundnar veiðiheimildir hins vegar. Það var skynsöm tillaga og fól í sér grundvallarbreytingu sem átti að leiða til frekari sátta um fiskveiðistjórnunarkerfið. Tímabundin aflahlutdeild er í raun stærsta prinsipp atriðið varðandi stjórnun fiskveiða. Ótímabundnar heimildir tryggja ekki ævarandi eignarrétt útgerða en þær styrkja lagalega stöðu þeirra og annarra til að líta svo á. Á hinn bóginn er augljóst að tímabundnar heimildir fullnægja best skilyrðum um sameign þjóðarinnar og nauðsynlegan varanleika til að tryggja hagkvæmar veiðar. Í hvert sinn sem reynt hefur verið að ýta kerfinu í átt að fyrrgreindri niðurstöðu auðlindanefndar heyrast kunnugleg stef um að ekki megi hrófla við kerfinu. Varðstaðan hefur verið öflug. Ekki hefur mátt ræða tímabundna samninga, hvað þá að treysta markaðnum fyrir verðlagningu á veiðiheimildum. Fyrir vikið er lítill skilningur hjá almenningi þegar sjávarútvegsfyrirtæki vilja allt í einu fá milljarða í bætur frá ríkinu fyrir verðmætar veiðiheimildir en gera síðan lítið úr þeim sömu verðmætum þegar greiða á veiðigjöld í ríkissjóð. Skynsöm skref til aukins trausts Við í Viðreisn höfum lagt fram á þingi mál sem við teljum að séu brýn og til þess fallin að auka gegnsæi og skilning á mikilvægu gangverki sjávarútvegs. Leiðarljósin hafa verið skýrar, sanngjarnar reglur og arðbær sjávarútvegur. Það styrkir lífskjör almennings og samkeppnishæfni sjávarútvegs og er í takti við meginstef Viðreisnar um að almannahagsmunir framar sérhagsmunum stuðli að heilbrigðara atvinnulífi. Við höfum sett fram tillögur sem fela í sér tímabundna samninga eins og í makríl og mál er snerta eignarhald og skilgreiningu á tengdum aðilum. Ekki með því umbylta kerfinu heldur til að skerpa frekar á leikreglunum og auka traust á þessari mikilvægu atvinnugrein. Við höfum lagt áherslu á að tryggja sanngjarnt gjald fyrir veiðiheimildir, að ferlið í kringum verðlagningu afla valdi ekki tortryggni, eins og á milli sjómanna og útgerða og að pólitískar geðþóttaákvarðanir ráði ekki verðmati hverju sinni. Við höfum hins vegar mætt harðri andstöðu af hálfu stjórnarflokkanna þriggja og hagsmunasamtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Eins og milli þeirra séu órofa bönd. Einhverra hluta vegna. Nýr og óvæntur tónn ríkisstjórnarinnar Þess vegna var áhugavert að hlusta á bæði Katrínu Jakobsdóttur og Bjarna Benediktsson segja það afdráttarlaust í þinginu að krafa ákveðinna útgerðarfyrirtækja á hendur ríkinu vegna makrílúthlutunar upp á tíu milljarða hafi valdið þeim vonbrigðum. Bjarni benti réttilega á að fiskveiðistjórnunarkerfið sé ekki náttúrulögmál heldur mannana verk. Og ítrekaði jafnframt að breytingar á kerfinu væru leiddar til lykta á Alþingi. Þrátt fyrir að staðreyndin sé sú að ráðherrarnir tveir hafi vitað af háum bótakröfum útgerðarfyrirtækjanna í meira en ár og upplýsingarnar verið dregnar út úr stjórnarráðinu með töngum þá er gott að skynja að þau séu farin að horfast í augu við veruleikann. Til að þessi nýi og óvænti tónn ríkisstjórnarinnar verði trúverðugur og ekki bara hjómið eitt, þarf að gera meira en að flytja eina ræðu og halda síðan áfram varðstöðunni um óbreytt kerfi. Nú liggur fyrir mat útgerðarfyrirtækjanna sjálfra á verðmæti veiðiheimilda á makríl. Þeirra eigið mat er upp á marga milljarða. Prófsteinn á hina raunverulega alvöru á bak við þessi orð ráðherranna er því hvort þau séu reiðubúin til að horfa á það mat útgerðarfyrirtækjanna sem eðlilegt viðmið við gjaldtöku. Tvennt kemur því til greina. Annað hvort voru þetta yfirlýsingar um að ríkisstjórnin þori loksins að hreyfa sig við verðmat á aflaheimildum og tryggi jafnframt skýrt auðlindaákvæði í stjórnarskrá, er taki til tímabundinna samninga. Eða að ráðherrarnir hafi einvörðungu verið að kaupa sér tíma til að slá á augljósa óánægju í samfélaginu vegna þessa máls, án þess að ætla sér að aðhafast nokkuð. Svona eitthvað til huggulegs heimabrúks. Hvort það verður, mun framtíðin einfaldlega að leiða í ljós. Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Alþingi Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Sjá meira
Þverskurður hins pólitíska litrófs á Íslandi hefur með einum eða öðrum hætti komið að uppbyggingu fiskveiðistjórnunarkerfisins okkar á umliðnum áratugum. Blessunarlega, en í því felst ákveðin samstaða og nokkuð víðtækur stuðningur. Kvótakerfið, sem byggir á sjálfbærni og vísindalegri ráðgjöf, er að mestu leyti öflugt og gott í eðli sínu. Veiðarnar eru arðbærar og verðmætasköpun sjávarútvegs, allt frá veiðum til vinnslu og sölu sjávarafurða, hefur aukist verulega. Sú hagkvæmni er til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Það sem hins vegar hefur grafið undan kerfinu og trausti almennings til þess, er að ítrekað hefur verið staðið í vegi fyrir mikilvægum og löngu tímabærum breytingum sem varða almannahag. Gott dæmi um þetta er þegar þverpólitísk samstaða náðist í auðlindanefndinni árið 2000 um gjaldtöku annars vegar og tímabundnar veiðiheimildir hins vegar. Það var skynsöm tillaga og fól í sér grundvallarbreytingu sem átti að leiða til frekari sátta um fiskveiðistjórnunarkerfið. Tímabundin aflahlutdeild er í raun stærsta prinsipp atriðið varðandi stjórnun fiskveiða. Ótímabundnar heimildir tryggja ekki ævarandi eignarrétt útgerða en þær styrkja lagalega stöðu þeirra og annarra til að líta svo á. Á hinn bóginn er augljóst að tímabundnar heimildir fullnægja best skilyrðum um sameign þjóðarinnar og nauðsynlegan varanleika til að tryggja hagkvæmar veiðar. Í hvert sinn sem reynt hefur verið að ýta kerfinu í átt að fyrrgreindri niðurstöðu auðlindanefndar heyrast kunnugleg stef um að ekki megi hrófla við kerfinu. Varðstaðan hefur verið öflug. Ekki hefur mátt ræða tímabundna samninga, hvað þá að treysta markaðnum fyrir verðlagningu á veiðiheimildum. Fyrir vikið er lítill skilningur hjá almenningi þegar sjávarútvegsfyrirtæki vilja allt í einu fá milljarða í bætur frá ríkinu fyrir verðmætar veiðiheimildir en gera síðan lítið úr þeim sömu verðmætum þegar greiða á veiðigjöld í ríkissjóð. Skynsöm skref til aukins trausts Við í Viðreisn höfum lagt fram á þingi mál sem við teljum að séu brýn og til þess fallin að auka gegnsæi og skilning á mikilvægu gangverki sjávarútvegs. Leiðarljósin hafa verið skýrar, sanngjarnar reglur og arðbær sjávarútvegur. Það styrkir lífskjör almennings og samkeppnishæfni sjávarútvegs og er í takti við meginstef Viðreisnar um að almannahagsmunir framar sérhagsmunum stuðli að heilbrigðara atvinnulífi. Við höfum sett fram tillögur sem fela í sér tímabundna samninga eins og í makríl og mál er snerta eignarhald og skilgreiningu á tengdum aðilum. Ekki með því umbylta kerfinu heldur til að skerpa frekar á leikreglunum og auka traust á þessari mikilvægu atvinnugrein. Við höfum lagt áherslu á að tryggja sanngjarnt gjald fyrir veiðiheimildir, að ferlið í kringum verðlagningu afla valdi ekki tortryggni, eins og á milli sjómanna og útgerða og að pólitískar geðþóttaákvarðanir ráði ekki verðmati hverju sinni. Við höfum hins vegar mætt harðri andstöðu af hálfu stjórnarflokkanna þriggja og hagsmunasamtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Eins og milli þeirra séu órofa bönd. Einhverra hluta vegna. Nýr og óvæntur tónn ríkisstjórnarinnar Þess vegna var áhugavert að hlusta á bæði Katrínu Jakobsdóttur og Bjarna Benediktsson segja það afdráttarlaust í þinginu að krafa ákveðinna útgerðarfyrirtækja á hendur ríkinu vegna makrílúthlutunar upp á tíu milljarða hafi valdið þeim vonbrigðum. Bjarni benti réttilega á að fiskveiðistjórnunarkerfið sé ekki náttúrulögmál heldur mannana verk. Og ítrekaði jafnframt að breytingar á kerfinu væru leiddar til lykta á Alþingi. Þrátt fyrir að staðreyndin sé sú að ráðherrarnir tveir hafi vitað af háum bótakröfum útgerðarfyrirtækjanna í meira en ár og upplýsingarnar verið dregnar út úr stjórnarráðinu með töngum þá er gott að skynja að þau séu farin að horfast í augu við veruleikann. Til að þessi nýi og óvænti tónn ríkisstjórnarinnar verði trúverðugur og ekki bara hjómið eitt, þarf að gera meira en að flytja eina ræðu og halda síðan áfram varðstöðunni um óbreytt kerfi. Nú liggur fyrir mat útgerðarfyrirtækjanna sjálfra á verðmæti veiðiheimilda á makríl. Þeirra eigið mat er upp á marga milljarða. Prófsteinn á hina raunverulega alvöru á bak við þessi orð ráðherranna er því hvort þau séu reiðubúin til að horfa á það mat útgerðarfyrirtækjanna sem eðlilegt viðmið við gjaldtöku. Tvennt kemur því til greina. Annað hvort voru þetta yfirlýsingar um að ríkisstjórnin þori loksins að hreyfa sig við verðmat á aflaheimildum og tryggi jafnframt skýrt auðlindaákvæði í stjórnarskrá, er taki til tímabundinna samninga. Eða að ráðherrarnir hafi einvörðungu verið að kaupa sér tíma til að slá á augljósa óánægju í samfélaginu vegna þessa máls, án þess að ætla sér að aðhafast nokkuð. Svona eitthvað til huggulegs heimabrúks. Hvort það verður, mun framtíðin einfaldlega að leiða í ljós. Höfundur er formaður Viðreisnar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun