Litlu sjávarútvegsfyrirtækin og íslensku risarnir Svanur Guðmundsson skrifar 15. maí 2020 17:00 Því er oft haldið fram að fyrirtæki í sjávarútvegi séu of stór og kvótinn sé á fárra manna höndum. Samhliða eru nefnd til sögunnar nokkur stærstu fyrirtækin og stjórnendur þeirra og gjarnan sagt: Þetta gengur ekki! En er þetta rétt, hver er hin raunverulega stærð þeirra og hvernig er samanburður við annan fyrirtækjarekstur hér á landi eða erlendis? Ef við skoðum til að mynda neytendamarkað á Íslandi þá sést að þau fyrirtæki sem þjónusta einstaklinga og heimili hér á landi eru helst dagvöruverslanir, orkuveitur, tryggingafélög, fjölmiðlafyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki, olíusölur og bankar. Sjálfsagt er hér einhverjum gleymt en öll þessi félög hafa mikil áhrif á heimilisbókhald landsmanna og því forvitnilegt að skoða hverjir ráða þar för. Gnæfa sjávarútvegsfyrirtækin yfir þessi félög í stærð og umfangi? Nei, síður en svo. Skoðum það nánar. Fyrirtæki heimilanna Að sölu dagvöru standa að mestu tveir til þrír aðilar. Ef bara er tiltekin matvara sem er í lægra VSK þrepi þá er veltan þar nærri 160 milljarðar. Einungis þrír stórir (og 6 litlir aðilar) sjá um alla mjólk og kjötvöru, samtals með veltu uppá 60 milljarða.[1] Raforkusalar eru örfáir og aðeins einn dreifingaraðili. Í tryggingageiranum ráða þrjú félög yfir stærstum hluta markaðsins og þeir sem selja eldsneyti eru þrír stórir og tveir litlir. Þeir sem deila til okkar sjónvarpi og síma eru aðeins þrír og 2 lang stærstir. Viðskiptabankarnir eru þrír og þeir ákveða vaxtastigið og þjónustugjöldin. Út frá þessu má leiða líkur að því að þau fyrirtæki sem ákveða í raun afkomu heimilanna eru hugsanlega á milli 15 og 20. Þetta er ekki vísindaleg greining en sett fram til að varpa ljósi samanburðinn við sjávarútveginn. Til samanburðar er stærsta sjávarútvegsfyrirtækið hér á landi, Brim hf., með svipaða veltu af innlendri starfsemi og Costco í Garðabæ (bensín, matvara og dægurvara).[2] Fjögur olíufélög eru með meiri veltu en öll útgerð í landinu og hagnaður þeirra svipaður árið 2018.[3] [4] Þá er ekki dregið frá auðlindagjaldið sem leggst á útgerðina. Margir hafa horn í síðu sjávarútvegsins og býsnast yfir samþjöppun og stærð en eru á sama tíma ekki mikið að velta fyrir sér stærð og umfangi þeirra fyrirtækja sem standa að sölu á dagvöru, bensíni, tryggingum, fjarskiptum, orku eða fjármálaþjónustu. Þó eru það þeir liðir sem mestu máli skipta fyrir heimilin í landinu. Hömlur skaða sjávarútvegsfyrirtækin Aflahlutdeild er úthlutað á 466 skip hér við land sem landa á 66 hafnir hringinn í kringum landið. 23 félög eiga 75% kvótans og 50 félög sem eiga 89% kvótans (Fiskistofa, 2019) [9]. Lætur nærri að um helmingur kvótans sé í eigu tíu félaga. Svona er lengi er hægt að telja en ekkert félag á meira en 10% af kvótanum. Þegar þetta er skoðað sést að sjávarútvegurinn stendur síður en svo fyrir meiri samþjöppun en önnur svið viðskiptalífsins. Fyrirtæki í sjávarútvegi hér á landi eru í harðri samkeppni á mörkuðum erlendis og þá oft á tíðum við miklu stærri fyrirtæki. Fyrirtæki sem þjónusta tæknihluta vinnslunnar eru bara tvö hér á landi og þau gætu hugsanlega staðið betur að samkeppni á erlendum vettvangi sameinuð. Sama á við um sjávarútveginn. Samkeppnin er á erlendum mörkuðum og þangað eigum að horfa. Ef horft er til stærðar erlendra sjávarútvegsfyrirtækja þá eru 10 stærstu fyrirtækin í heiminum með meðaltalsveltu uppá 500 milljarða. Við þau fyrirtæki eru íslensku fyrirtækin að keppa. Með því að leita á erlenda markaði getum við með stærri fyrirtækjum sett mark okkar á alþjóðlegan sjávarútveg. Þar vefst fyrir mönnum að ná tökum á auðlindastýringu og rekstri fyrirtækja sem nýta sameiginlegar auðlindir. Við getum því sem hægast leiðbeint öðrum þjóðum og veitt þeim aðstoð byggða á þeirri forskrift sem við höfum byggt upp með sjálfbærri nýtingu auðlinda. Það að opinberar reglur takmarki stærð fyrirtækja hér á landi, til þess eins að einstaka aðilar græði ekki of mikið, er fásinna. Þeim sem gengur vel á að styrkja til að eflast og dafna í stað þess að setja á þá hömlur. Í lögum um stjórn fiskveiða segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar [...] Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“ Mörgum sem fylgst hafa með sjávarútveginum og vilja efla hann finnst eins og við séum föst í fyrstu setningunni og við sem þjóð vitum ekki hvert stefna eigi. Við höfum hins vegar náð þeim markmiðunum sem koma fram í næstu setningu og getum gert enn betur. Við getum til dæmis aukið þekkingu í landinu umtalsvert með því að deila henni með öðrum. Um allt land er reynslumikið fólk sem veit hvernig á að reka sjávarútvegsfyrirtæki en er fast innan þess ramma sem við höfum búið okkur til. Horfum út fyrir kassann, ...hve skal lengi dorga dáðlaus upp við sand, orti Einar Benediktsson. Fleytan er of smá sá guli er utar, á líka við. Í stað þess að agnúast út í sjávarútveginn eigum við að standa saman að því að gera enn betur. Sú sátt sem hefur verið boðuð og meðfylgjandi umræðupólitík leggur lítið til málanna en eykur frekar á öfund og úlfúð. Hættum því og leitum saman leiða að því að gera enn betur. Förum í víking með okkar fiskveiðistjórnunarkerfi og okkar reynslu af því að reka sjávarútveg með hagkvæmum hætti. Allir þeir sem hingað til hafa viljað breyta einhverju gefst tækifæri núna til að breyta heiminum. Hver er með? Höfundur er Sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins. Heimildir [1] https://www.si.is/framleidsla-og-matvaeli/smk/ [2] https://www.vb.is/frettir/costco-med-10-markadshlutdeild/147264/?q=Bens%C3%ADn [3] https://www.vb.is/frettir/gerjun-i-oliugeiranum/151742/ [4] http://hagstofan.s3.amazonaws.com/media/public/2019/1cdb302d-e138-4dac-a4d1-140a31842f81.pdf [5] Velta 2017 skv Samkeppnisstofnun: https://www.samkeppni.is/media/akvardanir-2019/29-2019.pdf [6] https://www.fiskifrettir.is/frettir/tiu-staerstu-sjavarutvegsfyrirtaeki-velta-36-milljordum-dollara/133546/ [7] https://www.samherji.is/is/frettir/farsaell-rekstur-samherja-2017 [8] https://www.brim.is/library/Sidumyndir---skjol/Financial-Information/Fjarmal/arsskyrslur/%c3%81rsreikningur%20Brims%202019.pdf [9] http://www.fiskistofa.is/media/utgefid_efni/Yfirlit_uthlutun_1920.xlsx Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Því er oft haldið fram að fyrirtæki í sjávarútvegi séu of stór og kvótinn sé á fárra manna höndum. Samhliða eru nefnd til sögunnar nokkur stærstu fyrirtækin og stjórnendur þeirra og gjarnan sagt: Þetta gengur ekki! En er þetta rétt, hver er hin raunverulega stærð þeirra og hvernig er samanburður við annan fyrirtækjarekstur hér á landi eða erlendis? Ef við skoðum til að mynda neytendamarkað á Íslandi þá sést að þau fyrirtæki sem þjónusta einstaklinga og heimili hér á landi eru helst dagvöruverslanir, orkuveitur, tryggingafélög, fjölmiðlafyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki, olíusölur og bankar. Sjálfsagt er hér einhverjum gleymt en öll þessi félög hafa mikil áhrif á heimilisbókhald landsmanna og því forvitnilegt að skoða hverjir ráða þar för. Gnæfa sjávarútvegsfyrirtækin yfir þessi félög í stærð og umfangi? Nei, síður en svo. Skoðum það nánar. Fyrirtæki heimilanna Að sölu dagvöru standa að mestu tveir til þrír aðilar. Ef bara er tiltekin matvara sem er í lægra VSK þrepi þá er veltan þar nærri 160 milljarðar. Einungis þrír stórir (og 6 litlir aðilar) sjá um alla mjólk og kjötvöru, samtals með veltu uppá 60 milljarða.[1] Raforkusalar eru örfáir og aðeins einn dreifingaraðili. Í tryggingageiranum ráða þrjú félög yfir stærstum hluta markaðsins og þeir sem selja eldsneyti eru þrír stórir og tveir litlir. Þeir sem deila til okkar sjónvarpi og síma eru aðeins þrír og 2 lang stærstir. Viðskiptabankarnir eru þrír og þeir ákveða vaxtastigið og þjónustugjöldin. Út frá þessu má leiða líkur að því að þau fyrirtæki sem ákveða í raun afkomu heimilanna eru hugsanlega á milli 15 og 20. Þetta er ekki vísindaleg greining en sett fram til að varpa ljósi samanburðinn við sjávarútveginn. Til samanburðar er stærsta sjávarútvegsfyrirtækið hér á landi, Brim hf., með svipaða veltu af innlendri starfsemi og Costco í Garðabæ (bensín, matvara og dægurvara).[2] Fjögur olíufélög eru með meiri veltu en öll útgerð í landinu og hagnaður þeirra svipaður árið 2018.[3] [4] Þá er ekki dregið frá auðlindagjaldið sem leggst á útgerðina. Margir hafa horn í síðu sjávarútvegsins og býsnast yfir samþjöppun og stærð en eru á sama tíma ekki mikið að velta fyrir sér stærð og umfangi þeirra fyrirtækja sem standa að sölu á dagvöru, bensíni, tryggingum, fjarskiptum, orku eða fjármálaþjónustu. Þó eru það þeir liðir sem mestu máli skipta fyrir heimilin í landinu. Hömlur skaða sjávarútvegsfyrirtækin Aflahlutdeild er úthlutað á 466 skip hér við land sem landa á 66 hafnir hringinn í kringum landið. 23 félög eiga 75% kvótans og 50 félög sem eiga 89% kvótans (Fiskistofa, 2019) [9]. Lætur nærri að um helmingur kvótans sé í eigu tíu félaga. Svona er lengi er hægt að telja en ekkert félag á meira en 10% af kvótanum. Þegar þetta er skoðað sést að sjávarútvegurinn stendur síður en svo fyrir meiri samþjöppun en önnur svið viðskiptalífsins. Fyrirtæki í sjávarútvegi hér á landi eru í harðri samkeppni á mörkuðum erlendis og þá oft á tíðum við miklu stærri fyrirtæki. Fyrirtæki sem þjónusta tæknihluta vinnslunnar eru bara tvö hér á landi og þau gætu hugsanlega staðið betur að samkeppni á erlendum vettvangi sameinuð. Sama á við um sjávarútveginn. Samkeppnin er á erlendum mörkuðum og þangað eigum að horfa. Ef horft er til stærðar erlendra sjávarútvegsfyrirtækja þá eru 10 stærstu fyrirtækin í heiminum með meðaltalsveltu uppá 500 milljarða. Við þau fyrirtæki eru íslensku fyrirtækin að keppa. Með því að leita á erlenda markaði getum við með stærri fyrirtækjum sett mark okkar á alþjóðlegan sjávarútveg. Þar vefst fyrir mönnum að ná tökum á auðlindastýringu og rekstri fyrirtækja sem nýta sameiginlegar auðlindir. Við getum því sem hægast leiðbeint öðrum þjóðum og veitt þeim aðstoð byggða á þeirri forskrift sem við höfum byggt upp með sjálfbærri nýtingu auðlinda. Það að opinberar reglur takmarki stærð fyrirtækja hér á landi, til þess eins að einstaka aðilar græði ekki of mikið, er fásinna. Þeim sem gengur vel á að styrkja til að eflast og dafna í stað þess að setja á þá hömlur. Í lögum um stjórn fiskveiða segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar [...] Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“ Mörgum sem fylgst hafa með sjávarútveginum og vilja efla hann finnst eins og við séum föst í fyrstu setningunni og við sem þjóð vitum ekki hvert stefna eigi. Við höfum hins vegar náð þeim markmiðunum sem koma fram í næstu setningu og getum gert enn betur. Við getum til dæmis aukið þekkingu í landinu umtalsvert með því að deila henni með öðrum. Um allt land er reynslumikið fólk sem veit hvernig á að reka sjávarútvegsfyrirtæki en er fast innan þess ramma sem við höfum búið okkur til. Horfum út fyrir kassann, ...hve skal lengi dorga dáðlaus upp við sand, orti Einar Benediktsson. Fleytan er of smá sá guli er utar, á líka við. Í stað þess að agnúast út í sjávarútveginn eigum við að standa saman að því að gera enn betur. Sú sátt sem hefur verið boðuð og meðfylgjandi umræðupólitík leggur lítið til málanna en eykur frekar á öfund og úlfúð. Hættum því og leitum saman leiða að því að gera enn betur. Förum í víking með okkar fiskveiðistjórnunarkerfi og okkar reynslu af því að reka sjávarútveg með hagkvæmum hætti. Allir þeir sem hingað til hafa viljað breyta einhverju gefst tækifæri núna til að breyta heiminum. Hver er með? Höfundur er Sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins. Heimildir [1] https://www.si.is/framleidsla-og-matvaeli/smk/ [2] https://www.vb.is/frettir/costco-med-10-markadshlutdeild/147264/?q=Bens%C3%ADn [3] https://www.vb.is/frettir/gerjun-i-oliugeiranum/151742/ [4] http://hagstofan.s3.amazonaws.com/media/public/2019/1cdb302d-e138-4dac-a4d1-140a31842f81.pdf [5] Velta 2017 skv Samkeppnisstofnun: https://www.samkeppni.is/media/akvardanir-2019/29-2019.pdf [6] https://www.fiskifrettir.is/frettir/tiu-staerstu-sjavarutvegsfyrirtaeki-velta-36-milljordum-dollara/133546/ [7] https://www.samherji.is/is/frettir/farsaell-rekstur-samherja-2017 [8] https://www.brim.is/library/Sidumyndir---skjol/Financial-Information/Fjarmal/arsskyrslur/%c3%81rsreikningur%20Brims%202019.pdf [9] http://www.fiskistofa.is/media/utgefid_efni/Yfirlit_uthlutun_1920.xlsx
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun