Útgerðin fái reikninginn ekki skattgreiðendur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. apríl 2020 19:59 Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir skort á samráði um aðgerðir á Alþingi í dag. Nýr þingmaður Viðreisnar tók sæti á þingi í fyrsta sinn. Þá segja ráðherrar að ríkið muni grípa til fullra varna gegn kröfum útgerðarfyrirtækja um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl en forsætisráðherra vill að fyrirtækin dragi kröfurnar til baka. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sór drengskaparheit að stjórnarskránni á Alþingi í dag en hún tekur við sæti af Þorsteini Víglundssyni sem hefur afsalað sér þingmennsku. Þetta var í fyrsta sinn í tæpar tvær vikur sem Alþingi kemur saman og voru tvö mál á dagskrá. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir tók sæti í fyrsta sinn á Alþingi í dag.Vísir/Friðrik Þór Forsætisráðherra flutti fyrst munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda vegna Covid-19 og fóru fram umræður um hana. Þá samþykkti þingið frumvarp um breytingar á lögum um framboð og kjör forseta Íslands sem heimilar þeim sem huga á framboð til forseta að safna meðmælum með framboði sínu með rafrænum hætt en ákvæðið er til bráðabirgða vegna kórónuveirufaraldursins. Kalla eftir auknu samráði um aðgerðir Þingmenn stjórnarandstöðunnar bentu margir á að andstaðan hafi til þessa stutt allar tillögur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir. Aftur á móti hafi engin tillaga stjórnarandstöðunnar verið samþykkt. „En ef mönnum er alvara með tali um mikilvægi þess að standa öll saman og að þingið vinni saman þá hljóti sú samstaða og sú samvinna að virka í báðar áttir. Ég vona að það verði breyting þar á og samstöðu og samvinnutalið birtist hér í þinginu í raun,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var meðal þeirra þingmanna stjórnarandstöðunnar sem kölluðu eftir auknu samráði á Alþingi í dag.Vísir/Arnar Halldórs Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar tók í svipaðan streng hvað þetta varðar. „Ríkisstjórnin vill halda spilunum þétt að sjálfri sér og aðkoma stjórnarandstöðuflokka á að einskorðast við þinglega meðferð mála, hún kemur ekki að undirbúningi aðgerða,“ sagði Logi meðal annars. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir kallaði jafnframt eftir auknu samráði við stjórnarandstöðuna. „Ég er að spyrja fyrir þá þúsundir kjósenda sem treystu mér og öðrum þingmönnum stjórnarandstöðunnar til þess að starfa á Alþingi, til þess að fylgjast með ríkisstjórn sem vinnur nú að mestu í lokuðum herberjum og vísar í lágmarks lýðræðislega ferla um nefndastarf til þess að skreyta sig stolnum fjöðrum samráðs. Það er ekki ásættanlegt forseti,“ sagði Þórhildur Sunna. Ráðherrar ómyrkir í máli um kröfur útgerðarfélaganna Krafa útgerðarfélaga á hendur ríkinu um bætur vegna úthlutunar heimilda til veiða á makríl barst einnig í tal í umræðum á Alþingi í dag. „Möguleg innbyrðis togstreita um aflaheimildir á milli útgerða verður ekki leyst á kostnað skattgreiðenda,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Nú höfum við tekið til varna í þessu svokallaða makrílmáli. Við munum taka til fullra varna og ég hef reyndar bara góðar væntingar um að við munum hafa sigur í því máli. En ef svo ólíklega vill til að það mál fari ríkinu í óhag þá er það einfalt mál í mínum huga að reikningurinn vegna þess verður ekki sendur á skattgreiðendur. Reikningurinn vegna þess verður að koma frá greininni, það er bara svo einfalt,“ segir Bjarni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti munnlega skýrslu um aðgerðir stjórnvalda vegna Covid-19 á Alþingi í dag.Vísir/Arnar Halldórs Katrín Jakobsdóttir tók í svipaðan streng og sagðist verða reið yfir framgangi fyrirtækjanna. „Þó að ég telji að ríkiðhafi góðan málstaðí þessu máli þá finnst mér eðlilegt að þessi fyrirtæki íhugi að draga þessar kröfur til baka,“ sagði Katrín. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Sjávarútvegur Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir skort á samráði um aðgerðir á Alþingi í dag. Nýr þingmaður Viðreisnar tók sæti á þingi í fyrsta sinn. Þá segja ráðherrar að ríkið muni grípa til fullra varna gegn kröfum útgerðarfyrirtækja um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl en forsætisráðherra vill að fyrirtækin dragi kröfurnar til baka. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sór drengskaparheit að stjórnarskránni á Alþingi í dag en hún tekur við sæti af Þorsteini Víglundssyni sem hefur afsalað sér þingmennsku. Þetta var í fyrsta sinn í tæpar tvær vikur sem Alþingi kemur saman og voru tvö mál á dagskrá. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir tók sæti í fyrsta sinn á Alþingi í dag.Vísir/Friðrik Þór Forsætisráðherra flutti fyrst munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda vegna Covid-19 og fóru fram umræður um hana. Þá samþykkti þingið frumvarp um breytingar á lögum um framboð og kjör forseta Íslands sem heimilar þeim sem huga á framboð til forseta að safna meðmælum með framboði sínu með rafrænum hætt en ákvæðið er til bráðabirgða vegna kórónuveirufaraldursins. Kalla eftir auknu samráði um aðgerðir Þingmenn stjórnarandstöðunnar bentu margir á að andstaðan hafi til þessa stutt allar tillögur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir. Aftur á móti hafi engin tillaga stjórnarandstöðunnar verið samþykkt. „En ef mönnum er alvara með tali um mikilvægi þess að standa öll saman og að þingið vinni saman þá hljóti sú samstaða og sú samvinna að virka í báðar áttir. Ég vona að það verði breyting þar á og samstöðu og samvinnutalið birtist hér í þinginu í raun,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var meðal þeirra þingmanna stjórnarandstöðunnar sem kölluðu eftir auknu samráði á Alþingi í dag.Vísir/Arnar Halldórs Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar tók í svipaðan streng hvað þetta varðar. „Ríkisstjórnin vill halda spilunum þétt að sjálfri sér og aðkoma stjórnarandstöðuflokka á að einskorðast við þinglega meðferð mála, hún kemur ekki að undirbúningi aðgerða,“ sagði Logi meðal annars. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir kallaði jafnframt eftir auknu samráði við stjórnarandstöðuna. „Ég er að spyrja fyrir þá þúsundir kjósenda sem treystu mér og öðrum þingmönnum stjórnarandstöðunnar til þess að starfa á Alþingi, til þess að fylgjast með ríkisstjórn sem vinnur nú að mestu í lokuðum herberjum og vísar í lágmarks lýðræðislega ferla um nefndastarf til þess að skreyta sig stolnum fjöðrum samráðs. Það er ekki ásættanlegt forseti,“ sagði Þórhildur Sunna. Ráðherrar ómyrkir í máli um kröfur útgerðarfélaganna Krafa útgerðarfélaga á hendur ríkinu um bætur vegna úthlutunar heimilda til veiða á makríl barst einnig í tal í umræðum á Alþingi í dag. „Möguleg innbyrðis togstreita um aflaheimildir á milli útgerða verður ekki leyst á kostnað skattgreiðenda,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Nú höfum við tekið til varna í þessu svokallaða makrílmáli. Við munum taka til fullra varna og ég hef reyndar bara góðar væntingar um að við munum hafa sigur í því máli. En ef svo ólíklega vill til að það mál fari ríkinu í óhag þá er það einfalt mál í mínum huga að reikningurinn vegna þess verður ekki sendur á skattgreiðendur. Reikningurinn vegna þess verður að koma frá greininni, það er bara svo einfalt,“ segir Bjarni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti munnlega skýrslu um aðgerðir stjórnvalda vegna Covid-19 á Alþingi í dag.Vísir/Arnar Halldórs Katrín Jakobsdóttir tók í svipaðan streng og sagðist verða reið yfir framgangi fyrirtækjanna. „Þó að ég telji að ríkiðhafi góðan málstaðí þessu máli þá finnst mér eðlilegt að þessi fyrirtæki íhugi að draga þessar kröfur til baka,“ sagði Katrín.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Sjávarútvegur Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira