Prófessor í bóluefnafræðum segir bóluefni við kórónuveirunni geta verið tilbúið í september Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2020 11:48 Sarah Gilbert, prófessor í bóluefnafræðum við Oxford háskóla, segir að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum gæti verið tilbúið með haustinu. Gilbert leiðir rannsóknateymi sem vinnur nú að því að þróa bóluefni gegn veirunni, sem hefur nú smitað meira en 1,7 milljónir um heim allan. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum hafa nú meira en 100 þúsund manns fallið í valinn vegna veirunnar. Þá hefur smituðum í Bandaríkjunum fjölgað verulega en meira en 500 þúsund manns hafa smitast af veirunni þar í landi, sem eru meira en þrisvar sinnum fleiri en á Spáni þar sem næstflest smit hafa komið upp. Gilbert sagði í samtali við fréttastofu Times að hún væri „80 prósent viss“ um að bóluefnið sem teymi hennar þróar nú muni vernda fólk gegn sjúkdómnum sem veiran veldur. Þá bætti hún við: „Ég held að það séu miklar líkur á því að það muni virka miðað við reynslu okkar af svipuðum bóluefnum. Þetta eru ekki bara getgátur hjá mér og með hverri viku fjölgar gögnum sem við byggjum þetta á.“ Flestir sérfræðingar hafa sagt að það muni taka allt að 18 mánuði að þróa slíkt bóluefni og dreifa því um heiminn en Gilbert vill flýta ferlinu með því að fá sjálfboðaliða til að prófa bóluefnið og sjá hvort það virki. Hún sagði að sjálfboðaliðar frá svæðum þar sem útgöngubann hefur ekki verið sett á myndu gefa skýrari niðurstöður. „Ef það er mikið smit úti í samfélaginu á einum stað munu niðurstöður frá fólki þaðan gefa okkur niðurstöður á mjög stuttum tíma, þannig að það gæti einnig stytt biðtímann til muna.“ „Ef það er algert útgöngubann verður það erfiðara,“ viðurkenndi hún. „En við viljum ekki búa til hjarðónæmi heldur. Við viljum að fólkið sé næmt fyrir veirunni til að tilraunin beri ávöxt.“ Þá sagði hún að það væri alveg mögulegt að þróa bóluefni fyrir septembermánuð ef allt gengur eins og skyldi en hún varaði við því að enginn gæti lofað því að efnið virkaði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bretland Tengdar fréttir Tilraunalyf vekur vonir Tveir af hverjum þremur sem veikst hafa alvarlega af völdum COVID-19 sýna batamerki eftir að hafa hlotið meðferð með tilraunalyfinu Rendesivir sem framleitt er af bandaríska lyfjafyrirtækinu Gilead. 11. apríl 2020 10:26 Vilja prófa fitusýrublöndu Kerecis á Landspítalanum sem hefur gefið góða raun gegn Covid-19 á Ítalíu Íslenska fyrirtækið Kerecis ætlar að prófa veirudrepandi lækningavöru á Covid-sjúklingum Landspítalans. Lyfið hefur verið prófað með góðum árangri á sjötíu sjúklingum á Ítalíu. 10. apríl 2020 19:05 „Þetta er hugsað sem framlag til baráttu mannsins við þessa illskæðu veiru“ Íslensk erfðagreining vonast nú eftir samstarfi við Íslendinga sem hafa jafnað sig af Covid-19 sjúkdómnum til að nota mótefni, sem hefur myndast í blóði þeirra gegn veirunni til að, vonandi, geta smíðað mótefni gegn Covid-19. 8. apríl 2020 13:34 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Sjá meira
Sarah Gilbert, prófessor í bóluefnafræðum við Oxford háskóla, segir að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum gæti verið tilbúið með haustinu. Gilbert leiðir rannsóknateymi sem vinnur nú að því að þróa bóluefni gegn veirunni, sem hefur nú smitað meira en 1,7 milljónir um heim allan. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum hafa nú meira en 100 þúsund manns fallið í valinn vegna veirunnar. Þá hefur smituðum í Bandaríkjunum fjölgað verulega en meira en 500 þúsund manns hafa smitast af veirunni þar í landi, sem eru meira en þrisvar sinnum fleiri en á Spáni þar sem næstflest smit hafa komið upp. Gilbert sagði í samtali við fréttastofu Times að hún væri „80 prósent viss“ um að bóluefnið sem teymi hennar þróar nú muni vernda fólk gegn sjúkdómnum sem veiran veldur. Þá bætti hún við: „Ég held að það séu miklar líkur á því að það muni virka miðað við reynslu okkar af svipuðum bóluefnum. Þetta eru ekki bara getgátur hjá mér og með hverri viku fjölgar gögnum sem við byggjum þetta á.“ Flestir sérfræðingar hafa sagt að það muni taka allt að 18 mánuði að þróa slíkt bóluefni og dreifa því um heiminn en Gilbert vill flýta ferlinu með því að fá sjálfboðaliða til að prófa bóluefnið og sjá hvort það virki. Hún sagði að sjálfboðaliðar frá svæðum þar sem útgöngubann hefur ekki verið sett á myndu gefa skýrari niðurstöður. „Ef það er mikið smit úti í samfélaginu á einum stað munu niðurstöður frá fólki þaðan gefa okkur niðurstöður á mjög stuttum tíma, þannig að það gæti einnig stytt biðtímann til muna.“ „Ef það er algert útgöngubann verður það erfiðara,“ viðurkenndi hún. „En við viljum ekki búa til hjarðónæmi heldur. Við viljum að fólkið sé næmt fyrir veirunni til að tilraunin beri ávöxt.“ Þá sagði hún að það væri alveg mögulegt að þróa bóluefni fyrir septembermánuð ef allt gengur eins og skyldi en hún varaði við því að enginn gæti lofað því að efnið virkaði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bretland Tengdar fréttir Tilraunalyf vekur vonir Tveir af hverjum þremur sem veikst hafa alvarlega af völdum COVID-19 sýna batamerki eftir að hafa hlotið meðferð með tilraunalyfinu Rendesivir sem framleitt er af bandaríska lyfjafyrirtækinu Gilead. 11. apríl 2020 10:26 Vilja prófa fitusýrublöndu Kerecis á Landspítalanum sem hefur gefið góða raun gegn Covid-19 á Ítalíu Íslenska fyrirtækið Kerecis ætlar að prófa veirudrepandi lækningavöru á Covid-sjúklingum Landspítalans. Lyfið hefur verið prófað með góðum árangri á sjötíu sjúklingum á Ítalíu. 10. apríl 2020 19:05 „Þetta er hugsað sem framlag til baráttu mannsins við þessa illskæðu veiru“ Íslensk erfðagreining vonast nú eftir samstarfi við Íslendinga sem hafa jafnað sig af Covid-19 sjúkdómnum til að nota mótefni, sem hefur myndast í blóði þeirra gegn veirunni til að, vonandi, geta smíðað mótefni gegn Covid-19. 8. apríl 2020 13:34 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Sjá meira
Tilraunalyf vekur vonir Tveir af hverjum þremur sem veikst hafa alvarlega af völdum COVID-19 sýna batamerki eftir að hafa hlotið meðferð með tilraunalyfinu Rendesivir sem framleitt er af bandaríska lyfjafyrirtækinu Gilead. 11. apríl 2020 10:26
Vilja prófa fitusýrublöndu Kerecis á Landspítalanum sem hefur gefið góða raun gegn Covid-19 á Ítalíu Íslenska fyrirtækið Kerecis ætlar að prófa veirudrepandi lækningavöru á Covid-sjúklingum Landspítalans. Lyfið hefur verið prófað með góðum árangri á sjötíu sjúklingum á Ítalíu. 10. apríl 2020 19:05
„Þetta er hugsað sem framlag til baráttu mannsins við þessa illskæðu veiru“ Íslensk erfðagreining vonast nú eftir samstarfi við Íslendinga sem hafa jafnað sig af Covid-19 sjúkdómnum til að nota mótefni, sem hefur myndast í blóði þeirra gegn veirunni til að, vonandi, geta smíðað mótefni gegn Covid-19. 8. apríl 2020 13:34