Landspítala gert að greiða tugi milljóna vegna mistaka við uppsetningu þvagleggs Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. apríl 2020 17:36 Landspítalinn Fossvogi Vísir/Vilhelm Landspítala hefur verið gert að greiða sjúklingi rúmlega 41 milljón, auk hárra vaxta, vegna læknamistaka árið 2012. Þetta er niðurstaða Landsréttar en héraðsdómur hafði áður dæmt Landspítala í vil. Ekki var deilt um það að sjúklingurinn hafi orðið fyrir tjóni en skiptar skoðanir voru á því hvort starfsmenn Landspítala hafi orðið valdir að tjóninu með saknæmum hætti. Umræddur sjúklingur undirgekkst aðgerð á hjartagátt Landspítala árið 2012 vegna hjartsláttartruflana. Í dómi Landsréttar segir að strax eftir aðgerðina hafi hann átt erfitt með þvaglát og var því ákveðið að tappa af þvagblöðru hans og setja upp þvaglegg. Það tókst þó ekki sem skyldi, sár myndaðist í þvagrásinni sem sjúklingur segir að hafi bæði valdið sér heilsufars- og fjárhagstjóni. ÞvagleggurLandspítali Þar að auki sagðist hann í skýrslutöku hafa orðið hræddur og rifist við hjúkrunarfræðingana sem settu upp þvaglegginn, hann hafi alls ekki viljað þess konar inngrip. Hjúkrunarfræðingarnir hafi hins vegar ekki látið sér segjast. „Áfrýjandi kvaðst hafa fundið gríðarlegan sársauka þegar fyrri þvagleggurinn hafi verið settur inn í þvagrásina. Blætt hafi úr henni og hafi hann séð þær gnísta tönnum og séð á þeim að eitthvað væri að. Í kjölfarið hafi uppsetning á seinni þvaglegg heppnast,“ eins og segir í dómi Landsréttar. Fyrrneft sár í þvagrásinni á að hafa valdið sjúklingnum viðvarandi verkjum. Hann fái jafnvel köst sem vari frá 20 til 30 sekúndum og upp í nokkrar klukkustundir. Það hafi valdið honum jafnframt andlegu tjóni og sýndu gögn sem lögð voru fram í málinu að sjúklingurinn væri haldinn „miklu þunglyndi með lífsleiðahugsunum samhliða áfallastreitueinkennum.“ Þó svo að Landsréttur segi að umtalsverð óvissa sé í málinu, til að mynda vegna þess hversu langt er liðið frá því að læknamistökin áttu sér stað, taldi dómstólinn rétt að snúa við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hafði sýknað Landspítalann sem fyrr segir. Spítalanum var gert að greiða alls 41 milljón, auk margvíslegra vaxta. Dóminn má nálgast hér, en þar er farið ítarlega yfir sögu sjúklingsins allt frá því að hann fyrst mætir á hjartagátt Landspítala árið 2012. Landspítalinn Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Landspítala hefur verið gert að greiða sjúklingi rúmlega 41 milljón, auk hárra vaxta, vegna læknamistaka árið 2012. Þetta er niðurstaða Landsréttar en héraðsdómur hafði áður dæmt Landspítala í vil. Ekki var deilt um það að sjúklingurinn hafi orðið fyrir tjóni en skiptar skoðanir voru á því hvort starfsmenn Landspítala hafi orðið valdir að tjóninu með saknæmum hætti. Umræddur sjúklingur undirgekkst aðgerð á hjartagátt Landspítala árið 2012 vegna hjartsláttartruflana. Í dómi Landsréttar segir að strax eftir aðgerðina hafi hann átt erfitt með þvaglát og var því ákveðið að tappa af þvagblöðru hans og setja upp þvaglegg. Það tókst þó ekki sem skyldi, sár myndaðist í þvagrásinni sem sjúklingur segir að hafi bæði valdið sér heilsufars- og fjárhagstjóni. ÞvagleggurLandspítali Þar að auki sagðist hann í skýrslutöku hafa orðið hræddur og rifist við hjúkrunarfræðingana sem settu upp þvaglegginn, hann hafi alls ekki viljað þess konar inngrip. Hjúkrunarfræðingarnir hafi hins vegar ekki látið sér segjast. „Áfrýjandi kvaðst hafa fundið gríðarlegan sársauka þegar fyrri þvagleggurinn hafi verið settur inn í þvagrásina. Blætt hafi úr henni og hafi hann séð þær gnísta tönnum og séð á þeim að eitthvað væri að. Í kjölfarið hafi uppsetning á seinni þvaglegg heppnast,“ eins og segir í dómi Landsréttar. Fyrrneft sár í þvagrásinni á að hafa valdið sjúklingnum viðvarandi verkjum. Hann fái jafnvel köst sem vari frá 20 til 30 sekúndum og upp í nokkrar klukkustundir. Það hafi valdið honum jafnframt andlegu tjóni og sýndu gögn sem lögð voru fram í málinu að sjúklingurinn væri haldinn „miklu þunglyndi með lífsleiðahugsunum samhliða áfallastreitueinkennum.“ Þó svo að Landsréttur segi að umtalsverð óvissa sé í málinu, til að mynda vegna þess hversu langt er liðið frá því að læknamistökin áttu sér stað, taldi dómstólinn rétt að snúa við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hafði sýknað Landspítalann sem fyrr segir. Spítalanum var gert að greiða alls 41 milljón, auk margvíslegra vaxta. Dóminn má nálgast hér, en þar er farið ítarlega yfir sögu sjúklingsins allt frá því að hann fyrst mætir á hjartagátt Landspítala árið 2012.
Landspítalinn Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent