Formaður HSÍ: Menn voru byrjaðir að kalla eftir ákvörðun Anton Ingi Leifsson skrifar 6. apríl 2020 21:00 Guðmundur B. Ólason er formaður HSÍ. vísir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var gestur Seinni bylgjunnar í kvöld þar sem hann fór yfir ákvörðun sambandsins að blása allt mótahald af vegna kórónuveirunnar. Guðmundur segir að ákvörðunin hafi auðvitað verið erfið en hann segir að eftir tilkynningar síðustu daga hafi verið ljóst að það væri erfitt að klára yfirstandandi tímabil. „Þetta er ákvörðun sem við erum búin að bíða með að taka þangað til að við vorum komin með alveg fullnægjandi upplýsingar. Það var eiginlega alveg ljóst að við hefðum ekki getað klárað mótið miðað við þær upplýsingar sem við fengum um samkomubannið og jafnframt að það yrði afnumið á lengri tíma,“ sagði Guðmundur í Seinni bylgjunni. „Þá lá eiginlega alveg fyrir að þessi tveggja metra reglan sem gerir mönnum ekki kleift að æfa, að hún yrði ekki afnumin fyrr en hugsanlega um miðjan eða seinni hlutann af maí. Þetta er ályktun sem við drögum af þessum upplýsingum sem við höfum fengið og þá var ljóst að við gátum ekki klárað mótið.“ Hann segir að þetta snúist ekki bara um hvenær menn geta byrjað að spila heldur þurfi menn nokkrar vikur til þess að koma sér í gang og forða leikmönnum frá meiðslum. „Þetta snýst líka um það, sem fólk gerir sér ekki grein fyrir, að áður en við gætum spilað þá hefðu liðin þurft að æfa í tvær til þrjár vikur til þess að komast í form og koma í veg fyrir meiðslahættu. Þegar þetta er skoðað í heild sinni, að við gætum ekki byrjað að æfa fyrr en um miðjan eða seinni part maí, þá erum við komin svo langt fram í júní að þá koma önnur vandamál upp.“ Einhverjir hafa sett spurningarmerki við ákvörðun HSÍ, afhverju hún þurfi að koma núna en einhverjir vildu bíða enn frekar með að taka ákvörðunina. „Það er einfaldlega útaf því að fjórða maí þá byrjar þetta að afnumast í hlutum, vonum við. Þá byrja menn ekki á tveggja metra reglunin - heldur stækka hópinn og gera hann að 50 manna eða 100 manna hópum til að koma atvinnulífinu í gang. Ég hugsa að það verði í algjörum forgangi og tveggja metra reglan er líklega sú síðasta sem menn munu afnuma.“ „Auðvitað gætum við hugsanlega beðið lengur en það er alveg ljóst að miðað við þessar tímasetningar þá hefðum við þurft að spila mótið fram í júní. Þá erum við komin með önnur vandamál eins og félagaskiptaglugginn er 1. júní og menn eru byrjaðir að skipta um lið. Það eru alls konar flækjur inn í það og svo koma enn fleiri þegar landsliðið kemur inn. Þyrftum við þá að gera hlé - svo þetta var niðurstaðan og tókum lýðræðislega umræðu inn í hreyfingunni. Menn voru byrjaðir að kalla eftir því að það kæmi ákvörðun og þess vegna var þetta niðurstaðan.“ Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Formaður HSÍ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Íslenski handboltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Sjá meira
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var gestur Seinni bylgjunnar í kvöld þar sem hann fór yfir ákvörðun sambandsins að blása allt mótahald af vegna kórónuveirunnar. Guðmundur segir að ákvörðunin hafi auðvitað verið erfið en hann segir að eftir tilkynningar síðustu daga hafi verið ljóst að það væri erfitt að klára yfirstandandi tímabil. „Þetta er ákvörðun sem við erum búin að bíða með að taka þangað til að við vorum komin með alveg fullnægjandi upplýsingar. Það var eiginlega alveg ljóst að við hefðum ekki getað klárað mótið miðað við þær upplýsingar sem við fengum um samkomubannið og jafnframt að það yrði afnumið á lengri tíma,“ sagði Guðmundur í Seinni bylgjunni. „Þá lá eiginlega alveg fyrir að þessi tveggja metra reglan sem gerir mönnum ekki kleift að æfa, að hún yrði ekki afnumin fyrr en hugsanlega um miðjan eða seinni hlutann af maí. Þetta er ályktun sem við drögum af þessum upplýsingum sem við höfum fengið og þá var ljóst að við gátum ekki klárað mótið.“ Hann segir að þetta snúist ekki bara um hvenær menn geta byrjað að spila heldur þurfi menn nokkrar vikur til þess að koma sér í gang og forða leikmönnum frá meiðslum. „Þetta snýst líka um það, sem fólk gerir sér ekki grein fyrir, að áður en við gætum spilað þá hefðu liðin þurft að æfa í tvær til þrjár vikur til þess að komast í form og koma í veg fyrir meiðslahættu. Þegar þetta er skoðað í heild sinni, að við gætum ekki byrjað að æfa fyrr en um miðjan eða seinni part maí, þá erum við komin svo langt fram í júní að þá koma önnur vandamál upp.“ Einhverjir hafa sett spurningarmerki við ákvörðun HSÍ, afhverju hún þurfi að koma núna en einhverjir vildu bíða enn frekar með að taka ákvörðunina. „Það er einfaldlega útaf því að fjórða maí þá byrjar þetta að afnumast í hlutum, vonum við. Þá byrja menn ekki á tveggja metra reglunin - heldur stækka hópinn og gera hann að 50 manna eða 100 manna hópum til að koma atvinnulífinu í gang. Ég hugsa að það verði í algjörum forgangi og tveggja metra reglan er líklega sú síðasta sem menn munu afnuma.“ „Auðvitað gætum við hugsanlega beðið lengur en það er alveg ljóst að miðað við þessar tímasetningar þá hefðum við þurft að spila mótið fram í júní. Þá erum við komin með önnur vandamál eins og félagaskiptaglugginn er 1. júní og menn eru byrjaðir að skipta um lið. Það eru alls konar flækjur inn í það og svo koma enn fleiri þegar landsliðið kemur inn. Þyrftum við þá að gera hlé - svo þetta var niðurstaðan og tókum lýðræðislega umræðu inn í hreyfingunni. Menn voru byrjaðir að kalla eftir því að það kæmi ákvörðun og þess vegna var þetta niðurstaðan.“ Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Formaður HSÍ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Íslenski handboltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Sjá meira