Ánægð með ráðherra VG sem lögðust gegn hugmyndum um framkvæmdir á vegum NATO Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. maí 2020 13:19 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, er varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar, segir að hugmyndir um framkvæmdir á vegum Atlantshafsbandalagsins á Suðurnesjum hafi ekki verið formlega ræddar á vettvangi þingsins. Hún fagnar því að ráðherrar Vinstri grænna hafi hafnað hugmyndum þess efnis. Nokkuð lengi hefur verið talað um að ráðast þurfi í viðhald og uppfærslu á hluta þeirrar aðstöðu í Keflavík sem Ísland veitir vegna þátttöku í Atlandshafsbandalaginu og á grundvelli varnarsamnings við Bandaríkin. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lagði til í ráðherranefnd um ríkisfjármál nýverið að ráðist yrði í þau verkefni sem fyrir liggja sem liður í auknum framkvæmdum hins opinbera á Suðurnesjum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Má þar meðal annars nefna uppbyggingu fyrir Atlantshafsbandalagið í Helguvíkurhöfn. Morgunblaðið segir frá því í dag að Vinstri græn hafi lagst gegn hugmyndum um milljarða framkvæmdir á vegum Atlantshafsbandalagsins á Suðurnesjum. Umfang framkvæmdanna er sagt geta hlaupið á tólf til átján milljörðum króna sem að langmestu leyti myndi koma frá Bandaríkjunum. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar. „Ég er náttúrlega bara mjög ánægð með það að ráðherrar VG í ríkisstjórn hafi lagst gegn þessum hugmyndum. En eins og fréttin gefur til kynna þá var þetta ekki rætt formlega heldur óformlega og ég er bara ánægð með mitt fólk að standa í fæturna í þeim óformlegu samtölum. Ég hef líka sagt það áður, að þrátt fyrir að ég skilji mjög vel að Suðurnesjamenn reyni að finna lausnir á þeim mikla efnahagsvanda sem blasir við þeim og okkur öllum, að þá hef ég hvatt Suðurnesjamenn til að sýna víðsýni og frjóan hug í tillögum sínum að atvinnuuppbyggingu í kjölfar Covid-19,“ segir Rósa. Hún leggur áherslu á að hugmyndir um framkvæmdir á vegum NATO séu samningsatriði, sem þurfi alltaf að fara í gegnum þinglega meðferð. „Þessar tillögur hafa aldrei komið inn á borð utanríkismálanefndar þingsins, það er að segja fréttir um tillögur um að uppbygging Atlantshafsbandalagsins í Helguvíkurhöfn yrðu liður í einhverjum framkvæmdum á vegum hins opinbera á Suðurnesjum í kjölfar covid, að þá er það bara gríðarlega pólitísk ákvörðun að taka,“ segir Rósa. Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Reykjanesbær Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Varnarmál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar, segir að hugmyndir um framkvæmdir á vegum Atlantshafsbandalagsins á Suðurnesjum hafi ekki verið formlega ræddar á vettvangi þingsins. Hún fagnar því að ráðherrar Vinstri grænna hafi hafnað hugmyndum þess efnis. Nokkuð lengi hefur verið talað um að ráðast þurfi í viðhald og uppfærslu á hluta þeirrar aðstöðu í Keflavík sem Ísland veitir vegna þátttöku í Atlandshafsbandalaginu og á grundvelli varnarsamnings við Bandaríkin. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lagði til í ráðherranefnd um ríkisfjármál nýverið að ráðist yrði í þau verkefni sem fyrir liggja sem liður í auknum framkvæmdum hins opinbera á Suðurnesjum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Má þar meðal annars nefna uppbyggingu fyrir Atlantshafsbandalagið í Helguvíkurhöfn. Morgunblaðið segir frá því í dag að Vinstri græn hafi lagst gegn hugmyndum um milljarða framkvæmdir á vegum Atlantshafsbandalagsins á Suðurnesjum. Umfang framkvæmdanna er sagt geta hlaupið á tólf til átján milljörðum króna sem að langmestu leyti myndi koma frá Bandaríkjunum. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar. „Ég er náttúrlega bara mjög ánægð með það að ráðherrar VG í ríkisstjórn hafi lagst gegn þessum hugmyndum. En eins og fréttin gefur til kynna þá var þetta ekki rætt formlega heldur óformlega og ég er bara ánægð með mitt fólk að standa í fæturna í þeim óformlegu samtölum. Ég hef líka sagt það áður, að þrátt fyrir að ég skilji mjög vel að Suðurnesjamenn reyni að finna lausnir á þeim mikla efnahagsvanda sem blasir við þeim og okkur öllum, að þá hef ég hvatt Suðurnesjamenn til að sýna víðsýni og frjóan hug í tillögum sínum að atvinnuuppbyggingu í kjölfar Covid-19,“ segir Rósa. Hún leggur áherslu á að hugmyndir um framkvæmdir á vegum NATO séu samningsatriði, sem þurfi alltaf að fara í gegnum þinglega meðferð. „Þessar tillögur hafa aldrei komið inn á borð utanríkismálanefndar þingsins, það er að segja fréttir um tillögur um að uppbygging Atlantshafsbandalagsins í Helguvíkurhöfn yrðu liður í einhverjum framkvæmdum á vegum hins opinbera á Suðurnesjum í kjölfar covid, að þá er það bara gríðarlega pólitísk ákvörðun að taka,“ segir Rósa.
Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Reykjanesbær Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Varnarmál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira