Kommúnisti í Kastjósi Þröstur Friðfinnsson skrifar 12. maí 2020 09:00 Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands islenskra sveitarfélaga mætti í Kastljós í gærkveldi og ræddi málefni sveitarfélaga og stöðu þeirra í covid-kreppu. Fórst henni það vel lengst af, en þegar kom að umræðu um sameiningar sveitarfélaga fór hún enn á ný þvert gegn sínu formannshlutverki. Í samþykktum sambandsins er skýrt kveðið á um að hlutverk þess er að gæta hagsmuna sveitarfélaga. Þar er klárlega meint allra sveitarfélaga en ekki bara sumra og alls ekki sumra gegn öðrum. Hún aðhyllist alræðishyggju að ofan og telur eðlilegt að fulltrúar hinna stóru ákveði einhliða örlög hinna smáu, sama hvað líður vilja íbúa þeirra. Sú tillaga sem Landsþing samþykkti í haust og Aldís vitnaði til, innifól kröfu um nýtt fé inn í Jöfnunarsjóð vegna sameiningarframlaga. Hún nefnir boðaðar lækkanir framlaga sjóðsins vegna kreppunnar og að mörg sveitarfélög reiði sig á sjóðinn. Loforð um nýtt fé í sjóðinn til sameininga hafa þegar verið rækilega svikin, samt telur hún rétt að skerða framlög Jöfnunarsjóðs enn meira til að fjármagna sameiningarframlög. Er formaðurinn viss um að það sé almennur vilji sveitarstjórnarstigsins? Hún telur einnig algerlega óásættanlegt að mörg lítil sveitarfélög hafi góðar tekur og séu fjárhagslega sjálfstæð. Hún læðir því meðfram að þau séu mörg að þiggja þjónustu af stórum nágrönnum, væntanlega án þess að greiða sannvirði fyrir. Þetta er óheiðarlegur málflutningur af hendi formanns í þessum frjálsu félagasamtökum í garð stórs hóps sinna aðildarfélaga og líklega fáheyrður í sögulegu tilliti. Hún telur sig einnig hafa umboð til að segja Alþingi fyrir verkum og vill fá í gegn andlýðræðisleg lög um íbúalágmark strax í vor. Myndi hún vilja bjóða íbúum Hveragerðis upp á slíka þvingun, að verða t.d. skikkaðir í sameiningu við Árborg án þess að hafa neitt um það að segja? Það verður að telja afar hæpið, en hún mætti þá alla vega upplýsa ef henni finnst það tilhlýðilegt ráðslag. Hún telur við hæfi að nota í öðru orðinu kreppuástandið til að mæla fyrir lögþvinguðum sameiningum, sveitarfélögin verði nauðsynlega að stækka og eflast. Í hinu orðinu segir hún síðan réttilega að mörg lítil sveitarfélög muni fara létt í gegnum kreppuna. Hún telur það ekki sanngjarnt gagnvart hinum stóru. Það hljóti allir að sjá að það gangi ekki að hafa lítil sveitarfélög sem eru sjálfbær og sterk með góða tekjustofna. Þeim verður að útrýma á altari alræðishyggju hinna stóru. Líklega til að styrkja þau í sínum vandræðum, þó skammt muni raunar duga þegar að er gáð. Hún kallar eftir samstöðu ríkis og sveitarfélaga, sem væri vel, ef hún meinti ekki bara stóru sveitarfélaganna. Það er magnað þegar svo gamaldags kommúnískar alræðis- og forræðishyggju hugsjónir opinberast fyrir framan alþjóð. Þegar hrokinn afhjúpast og öfundin stendur strípuð eftir. Að það sé ótækt að sum lítil sveitarfélög séu sterkefnuð, að sveitarfélög ættu helst öll að vera ámóta illa stödd fjárhagslega. Því sé nauðsynlegt að skerða lýðræðislegan stjórnarskrárvarinn rétt íbúa minni sveitarfélaga. Verður að telja afar sérstakt svo ekki sé meira sagt, að slíkar hugmyndir komi frá forystumanni í Sjálfstæðisflokknum til áratuga. Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Friðfinnsson Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands islenskra sveitarfélaga mætti í Kastljós í gærkveldi og ræddi málefni sveitarfélaga og stöðu þeirra í covid-kreppu. Fórst henni það vel lengst af, en þegar kom að umræðu um sameiningar sveitarfélaga fór hún enn á ný þvert gegn sínu formannshlutverki. Í samþykktum sambandsins er skýrt kveðið á um að hlutverk þess er að gæta hagsmuna sveitarfélaga. Þar er klárlega meint allra sveitarfélaga en ekki bara sumra og alls ekki sumra gegn öðrum. Hún aðhyllist alræðishyggju að ofan og telur eðlilegt að fulltrúar hinna stóru ákveði einhliða örlög hinna smáu, sama hvað líður vilja íbúa þeirra. Sú tillaga sem Landsþing samþykkti í haust og Aldís vitnaði til, innifól kröfu um nýtt fé inn í Jöfnunarsjóð vegna sameiningarframlaga. Hún nefnir boðaðar lækkanir framlaga sjóðsins vegna kreppunnar og að mörg sveitarfélög reiði sig á sjóðinn. Loforð um nýtt fé í sjóðinn til sameininga hafa þegar verið rækilega svikin, samt telur hún rétt að skerða framlög Jöfnunarsjóðs enn meira til að fjármagna sameiningarframlög. Er formaðurinn viss um að það sé almennur vilji sveitarstjórnarstigsins? Hún telur einnig algerlega óásættanlegt að mörg lítil sveitarfélög hafi góðar tekur og séu fjárhagslega sjálfstæð. Hún læðir því meðfram að þau séu mörg að þiggja þjónustu af stórum nágrönnum, væntanlega án þess að greiða sannvirði fyrir. Þetta er óheiðarlegur málflutningur af hendi formanns í þessum frjálsu félagasamtökum í garð stórs hóps sinna aðildarfélaga og líklega fáheyrður í sögulegu tilliti. Hún telur sig einnig hafa umboð til að segja Alþingi fyrir verkum og vill fá í gegn andlýðræðisleg lög um íbúalágmark strax í vor. Myndi hún vilja bjóða íbúum Hveragerðis upp á slíka þvingun, að verða t.d. skikkaðir í sameiningu við Árborg án þess að hafa neitt um það að segja? Það verður að telja afar hæpið, en hún mætti þá alla vega upplýsa ef henni finnst það tilhlýðilegt ráðslag. Hún telur við hæfi að nota í öðru orðinu kreppuástandið til að mæla fyrir lögþvinguðum sameiningum, sveitarfélögin verði nauðsynlega að stækka og eflast. Í hinu orðinu segir hún síðan réttilega að mörg lítil sveitarfélög muni fara létt í gegnum kreppuna. Hún telur það ekki sanngjarnt gagnvart hinum stóru. Það hljóti allir að sjá að það gangi ekki að hafa lítil sveitarfélög sem eru sjálfbær og sterk með góða tekjustofna. Þeim verður að útrýma á altari alræðishyggju hinna stóru. Líklega til að styrkja þau í sínum vandræðum, þó skammt muni raunar duga þegar að er gáð. Hún kallar eftir samstöðu ríkis og sveitarfélaga, sem væri vel, ef hún meinti ekki bara stóru sveitarfélaganna. Það er magnað þegar svo gamaldags kommúnískar alræðis- og forræðishyggju hugsjónir opinberast fyrir framan alþjóð. Þegar hrokinn afhjúpast og öfundin stendur strípuð eftir. Að það sé ótækt að sum lítil sveitarfélög séu sterkefnuð, að sveitarfélög ættu helst öll að vera ámóta illa stödd fjárhagslega. Því sé nauðsynlegt að skerða lýðræðislegan stjórnarskrárvarinn rétt íbúa minni sveitarfélaga. Verður að telja afar sérstakt svo ekki sé meira sagt, að slíkar hugmyndir komi frá forystumanni í Sjálfstæðisflokknum til áratuga. Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun