Kommúnisti í Kastjósi Þröstur Friðfinnsson skrifar 12. maí 2020 09:00 Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands islenskra sveitarfélaga mætti í Kastljós í gærkveldi og ræddi málefni sveitarfélaga og stöðu þeirra í covid-kreppu. Fórst henni það vel lengst af, en þegar kom að umræðu um sameiningar sveitarfélaga fór hún enn á ný þvert gegn sínu formannshlutverki. Í samþykktum sambandsins er skýrt kveðið á um að hlutverk þess er að gæta hagsmuna sveitarfélaga. Þar er klárlega meint allra sveitarfélaga en ekki bara sumra og alls ekki sumra gegn öðrum. Hún aðhyllist alræðishyggju að ofan og telur eðlilegt að fulltrúar hinna stóru ákveði einhliða örlög hinna smáu, sama hvað líður vilja íbúa þeirra. Sú tillaga sem Landsþing samþykkti í haust og Aldís vitnaði til, innifól kröfu um nýtt fé inn í Jöfnunarsjóð vegna sameiningarframlaga. Hún nefnir boðaðar lækkanir framlaga sjóðsins vegna kreppunnar og að mörg sveitarfélög reiði sig á sjóðinn. Loforð um nýtt fé í sjóðinn til sameininga hafa þegar verið rækilega svikin, samt telur hún rétt að skerða framlög Jöfnunarsjóðs enn meira til að fjármagna sameiningarframlög. Er formaðurinn viss um að það sé almennur vilji sveitarstjórnarstigsins? Hún telur einnig algerlega óásættanlegt að mörg lítil sveitarfélög hafi góðar tekur og séu fjárhagslega sjálfstæð. Hún læðir því meðfram að þau séu mörg að þiggja þjónustu af stórum nágrönnum, væntanlega án þess að greiða sannvirði fyrir. Þetta er óheiðarlegur málflutningur af hendi formanns í þessum frjálsu félagasamtökum í garð stórs hóps sinna aðildarfélaga og líklega fáheyrður í sögulegu tilliti. Hún telur sig einnig hafa umboð til að segja Alþingi fyrir verkum og vill fá í gegn andlýðræðisleg lög um íbúalágmark strax í vor. Myndi hún vilja bjóða íbúum Hveragerðis upp á slíka þvingun, að verða t.d. skikkaðir í sameiningu við Árborg án þess að hafa neitt um það að segja? Það verður að telja afar hæpið, en hún mætti þá alla vega upplýsa ef henni finnst það tilhlýðilegt ráðslag. Hún telur við hæfi að nota í öðru orðinu kreppuástandið til að mæla fyrir lögþvinguðum sameiningum, sveitarfélögin verði nauðsynlega að stækka og eflast. Í hinu orðinu segir hún síðan réttilega að mörg lítil sveitarfélög muni fara létt í gegnum kreppuna. Hún telur það ekki sanngjarnt gagnvart hinum stóru. Það hljóti allir að sjá að það gangi ekki að hafa lítil sveitarfélög sem eru sjálfbær og sterk með góða tekjustofna. Þeim verður að útrýma á altari alræðishyggju hinna stóru. Líklega til að styrkja þau í sínum vandræðum, þó skammt muni raunar duga þegar að er gáð. Hún kallar eftir samstöðu ríkis og sveitarfélaga, sem væri vel, ef hún meinti ekki bara stóru sveitarfélaganna. Það er magnað þegar svo gamaldags kommúnískar alræðis- og forræðishyggju hugsjónir opinberast fyrir framan alþjóð. Þegar hrokinn afhjúpast og öfundin stendur strípuð eftir. Að það sé ótækt að sum lítil sveitarfélög séu sterkefnuð, að sveitarfélög ættu helst öll að vera ámóta illa stödd fjárhagslega. Því sé nauðsynlegt að skerða lýðræðislegan stjórnarskrárvarinn rétt íbúa minni sveitarfélaga. Verður að telja afar sérstakt svo ekki sé meira sagt, að slíkar hugmyndir komi frá forystumanni í Sjálfstæðisflokknum til áratuga. Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Friðfinnsson Sveitarstjórnarmál Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands islenskra sveitarfélaga mætti í Kastljós í gærkveldi og ræddi málefni sveitarfélaga og stöðu þeirra í covid-kreppu. Fórst henni það vel lengst af, en þegar kom að umræðu um sameiningar sveitarfélaga fór hún enn á ný þvert gegn sínu formannshlutverki. Í samþykktum sambandsins er skýrt kveðið á um að hlutverk þess er að gæta hagsmuna sveitarfélaga. Þar er klárlega meint allra sveitarfélaga en ekki bara sumra og alls ekki sumra gegn öðrum. Hún aðhyllist alræðishyggju að ofan og telur eðlilegt að fulltrúar hinna stóru ákveði einhliða örlög hinna smáu, sama hvað líður vilja íbúa þeirra. Sú tillaga sem Landsþing samþykkti í haust og Aldís vitnaði til, innifól kröfu um nýtt fé inn í Jöfnunarsjóð vegna sameiningarframlaga. Hún nefnir boðaðar lækkanir framlaga sjóðsins vegna kreppunnar og að mörg sveitarfélög reiði sig á sjóðinn. Loforð um nýtt fé í sjóðinn til sameininga hafa þegar verið rækilega svikin, samt telur hún rétt að skerða framlög Jöfnunarsjóðs enn meira til að fjármagna sameiningarframlög. Er formaðurinn viss um að það sé almennur vilji sveitarstjórnarstigsins? Hún telur einnig algerlega óásættanlegt að mörg lítil sveitarfélög hafi góðar tekur og séu fjárhagslega sjálfstæð. Hún læðir því meðfram að þau séu mörg að þiggja þjónustu af stórum nágrönnum, væntanlega án þess að greiða sannvirði fyrir. Þetta er óheiðarlegur málflutningur af hendi formanns í þessum frjálsu félagasamtökum í garð stórs hóps sinna aðildarfélaga og líklega fáheyrður í sögulegu tilliti. Hún telur sig einnig hafa umboð til að segja Alþingi fyrir verkum og vill fá í gegn andlýðræðisleg lög um íbúalágmark strax í vor. Myndi hún vilja bjóða íbúum Hveragerðis upp á slíka þvingun, að verða t.d. skikkaðir í sameiningu við Árborg án þess að hafa neitt um það að segja? Það verður að telja afar hæpið, en hún mætti þá alla vega upplýsa ef henni finnst það tilhlýðilegt ráðslag. Hún telur við hæfi að nota í öðru orðinu kreppuástandið til að mæla fyrir lögþvinguðum sameiningum, sveitarfélögin verði nauðsynlega að stækka og eflast. Í hinu orðinu segir hún síðan réttilega að mörg lítil sveitarfélög muni fara létt í gegnum kreppuna. Hún telur það ekki sanngjarnt gagnvart hinum stóru. Það hljóti allir að sjá að það gangi ekki að hafa lítil sveitarfélög sem eru sjálfbær og sterk með góða tekjustofna. Þeim verður að útrýma á altari alræðishyggju hinna stóru. Líklega til að styrkja þau í sínum vandræðum, þó skammt muni raunar duga þegar að er gáð. Hún kallar eftir samstöðu ríkis og sveitarfélaga, sem væri vel, ef hún meinti ekki bara stóru sveitarfélaganna. Það er magnað þegar svo gamaldags kommúnískar alræðis- og forræðishyggju hugsjónir opinberast fyrir framan alþjóð. Þegar hrokinn afhjúpast og öfundin stendur strípuð eftir. Að það sé ótækt að sum lítil sveitarfélög séu sterkefnuð, að sveitarfélög ættu helst öll að vera ámóta illa stödd fjárhagslega. Því sé nauðsynlegt að skerða lýðræðislegan stjórnarskrárvarinn rétt íbúa minni sveitarfélaga. Verður að telja afar sérstakt svo ekki sé meira sagt, að slíkar hugmyndir komi frá forystumanni í Sjálfstæðisflokknum til áratuga. Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun